Snorri Steinn: Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2015 15:30 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Valli Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er mikill Valsmaður og hann sýndi það í verki þegar hann kom og stýrði æfingu hjá 4. flokki Valsmanna á dögunum. Þorgeir Símonarson tók upp æfinguna, bjó til myndband og setti inn á Youtube. Snorri Steinn er á fullu að undirbúa sig fyrir HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði en Snorri er nú á sínu fyrsta tímabili með franska liðinu Sélestat AHB. Valsmenn eru örugglega mjög ánægðir að heyra Snorri Stein segja eitt á æfingunni. „Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki," sagði Snorri Steinn við strákana þegar hann var að ræða við þá um að losa boltann rétt niður í hornið. Snorri Steinn er einn af þessum leikmönnum sem menn sjá fyrir sér í þjálfun í framtíðinni og það gæti farið að styttast í það enda kappinn að verða 34 ára seinna á þessu ári. „Strákar þetta var glæsilegt og ég hafði mjög gaman af þessu. Það er laukrétt sem Kári og fleiri segja að þið séuð mjög efnilegir. Það er tvennt ólíkt að vera efnilegur og vera góður. Ég vona að flestir ykkar ætlið ykkur að vera landsliðsmenn og atvinnumenn. Ég var sjálfur í svona hóp eins og þið því við unnum allt og vorum rosalega góðir," sagði Snorri Steinn meðal annars þegar hann talaði við strákana eftir æfinguna. Þar bætti hann við: „Það eru örugglega mjög margir hérna sem eiga eftir að spila með meistaraflokki Vals í handbolta og ég hef engar áhyggjur af því. Þegar ég verð þjálfari og við vinnum þetta allt. Það eru örugglega fáir sem eiga eftir að spila landsleiki og það eru enn færri, færri en ykkur grunar, sem eiga að fara alla leið og spila tvö til þrjú hundruð landsleiki og vera atvinnumenn í tíu ár. Það eru samt mjög margir hérna sem geta það en til þess þarf maður að leggja virkilega mikið á sig," sagði Snorri Steinn. Það er hægt að sjá Snorra Stein á æfingunni og heyra alla ræðuna hans með því að smella hér fyrir neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er mikill Valsmaður og hann sýndi það í verki þegar hann kom og stýrði æfingu hjá 4. flokki Valsmanna á dögunum. Þorgeir Símonarson tók upp æfinguna, bjó til myndband og setti inn á Youtube. Snorri Steinn er á fullu að undirbúa sig fyrir HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði en Snorri er nú á sínu fyrsta tímabili með franska liðinu Sélestat AHB. Valsmenn eru örugglega mjög ánægðir að heyra Snorri Stein segja eitt á æfingunni. „Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki," sagði Snorri Steinn við strákana þegar hann var að ræða við þá um að losa boltann rétt niður í hornið. Snorri Steinn er einn af þessum leikmönnum sem menn sjá fyrir sér í þjálfun í framtíðinni og það gæti farið að styttast í það enda kappinn að verða 34 ára seinna á þessu ári. „Strákar þetta var glæsilegt og ég hafði mjög gaman af þessu. Það er laukrétt sem Kári og fleiri segja að þið séuð mjög efnilegir. Það er tvennt ólíkt að vera efnilegur og vera góður. Ég vona að flestir ykkar ætlið ykkur að vera landsliðsmenn og atvinnumenn. Ég var sjálfur í svona hóp eins og þið því við unnum allt og vorum rosalega góðir," sagði Snorri Steinn meðal annars þegar hann talaði við strákana eftir æfinguna. Þar bætti hann við: „Það eru örugglega mjög margir hérna sem eiga eftir að spila með meistaraflokki Vals í handbolta og ég hef engar áhyggjur af því. Þegar ég verð þjálfari og við vinnum þetta allt. Það eru örugglega fáir sem eiga eftir að spila landsleiki og það eru enn færri, færri en ykkur grunar, sem eiga að fara alla leið og spila tvö til þrjú hundruð landsleiki og vera atvinnumenn í tíu ár. Það eru samt mjög margir hérna sem geta það en til þess þarf maður að leggja virkilega mikið á sig," sagði Snorri Steinn. Það er hægt að sjá Snorra Stein á æfingunni og heyra alla ræðuna hans með því að smella hér fyrir neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sjá meira