Erlent

Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cherif Kouachi og Said Kouachi myrtu tólf manns í París í gær.
Cherif Kouachi og Said Kouachi myrtu tólf manns í París í gær. vísir/AFP
Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa gert árásina á skopblaðið Charlie Hebdo í gærmorgun þar sem 12 létust og ellefu særðust.

Birtar hafa verið myndir af bræðrunum sem heita Cherif og Said Kouachi en þriðji vitorðsmaðurinn gaf sig fram við lögreglu í gær. Hann ku vera átján ára og heldur fram sakleysi sínu.

Sjö aðilar voru handteknir í nótt í tengslum við málið en um er að ræða vini bræðranna eða fjölskyldumeðlimi. 

Bræðurnir eru rúmlega þrítugir og að minnsta kosti annar þeirra hefur verið bendlaður við aðild að hryðjuverkasamtökum.

Þjóðarsorg er í Frakklandi í dag til að minnast þeirra sem létust í árásinni. Mínútu löng þögn verður um gjörvallt landið en á meðan munu klukkurnar í Notre Dame kirkjunni í París hringja.  

Átta hinna látnu voru blaðamenn, þar á meðal ritstjórinn. Tveir lögreglumenn voru einnig myrtir ásamt iðnaðarmanni sem staddur var í byggingunni og einum gesti.


Tengdar fréttir

Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir

Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð.

„Allir eru í áfalli“

Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×