Erlent

Minnast lögreglumannsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumaðurinn Ahmed Merabet var tekinn af lífi af árásarmönnunum eftir að þeir höfðu sært hann.
Lögreglumaðurinn Ahmed Merabet var tekinn af lífi af árásarmönnunum eftir að þeir höfðu sært hann.
Nýtt kassamerki (hashtag) hefur litið dagsins ljós á samfélagsmiðlum í dag. #JeSuisAhmed er til minningar um lögreglumannin Ahmed Merabet, sem árásarmennirnir í París tóku af lífi á götum borgarinnar í gær. Morð hans náðist á myndband, en hann var 40 ára gamall og er sagður vera múslimi.

Verkalýðsfélag lögreglumanna í París gaf í dag út tilkynningu þar sem morðið var fordæmt. Nicolas Comte, aðstoðarformaður verkalýðsfélagsins, sagði samstarfsmenn Ahmed hafa orðið fyrir miklum áhrifum vegna myndbands sem sýnir mennina „slátra honum eins og hundi“.

Sá sem fyrstur notaði kassamerkið var Dyab Abou Jahjah. Hann skrifaði: „Ég er ekki Charlie, ég er látna löggan Ahmed. Charlie gerði lítið úr trú minni og menningu og ég lét lífið við að verja rétt þeirra til að gera það.“

Fjölmargir hafa einnig notað kassamerkið en samansafn tísta má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir

Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×