Hefur enga trú á lærisveinum Dags á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 21:45 Dagur Sigurðsson vill án efa þagga niður í Daniel Stephan. vísir/getty Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður TBV Lemgo og þýska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir HM í Katar sem hefst eftir viku. Stephan, sem er 41 árs gamall í dag, náði Ólympíusilfri með Þýskalandi í Aþenu árið 2004, bronsi á EM 1998 og var í Evrópumeistaraliði Þjóðverja í Slóveníu fyrir ellefu árum. Hann var kjörinn besti leikmaður mótsins 1998 og 2004 og var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 1998.Sjá einnig:Dagur í viðtali við Gaupa Stephan tókst þó - ótrúlegt en satt - aldrei að spila leik á HM þrátt fyrir langan og farsælan feri. Hann var meiddur á meðan HM stóð yfir 1999, 2001, 2003 og 2005 og hann sagði svo skilið við landsliðið árið 2006, ári síður en það varð heimsmeistari á heimavelli.Daniel Stephan á ÓL 2004.vísir/getty„Þetta verður það heimsmeistaramót þar sem styst verður á milli hótela, leikvalla og æfingahalla sem er frábært fyrir leikmennina,“ segir Stephan, sem nú starfar sem sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, í viðtali á heimasíðu heimsmeistarakeppninnar. „Ég er viss um að Katar nær að sýna metnað sinn í íþróttamálum með því að búa til frábæra keppni.“ Aðspurður hvaða lið hann telji að geti orðið heimsmeistari nefnir hann fjórar þjóðir sem eru vel kunnugar verðlaunasætum. „Þessi sem eru alltaf þarna; Frakkland, Danmörk, Spánn og Króatía. Þau eru líklegust til að vinna til verðlauna, en ég tel að allt að sjö lið geti orðið heimsmeistari. Ég býst við mjög spennandi móti,“ segir Stephan sem er fljótur til svars aðspurður hvort hans menn í Þýskalandi séu einir af þessum sjö. „Alls ekki! Þýskaland getur unnið sum stórlið, en þeir eiga bara að vera auðmjúkir og taka mið af úrslitum undanfarinna ára. Með þessu „wildcard“-sæti fékk liðið ótrúlegt tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.“ „Nýi þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, treystir á gæðin í liðinu og hann hefur byrjað vel. Hann gæti aukið sjálfstraustið í liðinu. Það verður að vera markmið Þýskaland að smám saman minnka bilið á milli sín og bestu liðanna þannig það eigi möguleika að gera eitthvað í framtíðinni. Í Doha býst ég þó ekki við Þjóðverjum á toppnum,“ segir Daniel Stephan. HM 2015 í Katar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður TBV Lemgo og þýska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir HM í Katar sem hefst eftir viku. Stephan, sem er 41 árs gamall í dag, náði Ólympíusilfri með Þýskalandi í Aþenu árið 2004, bronsi á EM 1998 og var í Evrópumeistaraliði Þjóðverja í Slóveníu fyrir ellefu árum. Hann var kjörinn besti leikmaður mótsins 1998 og 2004 og var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 1998.Sjá einnig:Dagur í viðtali við Gaupa Stephan tókst þó - ótrúlegt en satt - aldrei að spila leik á HM þrátt fyrir langan og farsælan feri. Hann var meiddur á meðan HM stóð yfir 1999, 2001, 2003 og 2005 og hann sagði svo skilið við landsliðið árið 2006, ári síður en það varð heimsmeistari á heimavelli.Daniel Stephan á ÓL 2004.vísir/getty„Þetta verður það heimsmeistaramót þar sem styst verður á milli hótela, leikvalla og æfingahalla sem er frábært fyrir leikmennina,“ segir Stephan, sem nú starfar sem sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, í viðtali á heimasíðu heimsmeistarakeppninnar. „Ég er viss um að Katar nær að sýna metnað sinn í íþróttamálum með því að búa til frábæra keppni.“ Aðspurður hvaða lið hann telji að geti orðið heimsmeistari nefnir hann fjórar þjóðir sem eru vel kunnugar verðlaunasætum. „Þessi sem eru alltaf þarna; Frakkland, Danmörk, Spánn og Króatía. Þau eru líklegust til að vinna til verðlauna, en ég tel að allt að sjö lið geti orðið heimsmeistari. Ég býst við mjög spennandi móti,“ segir Stephan sem er fljótur til svars aðspurður hvort hans menn í Þýskalandi séu einir af þessum sjö. „Alls ekki! Þýskaland getur unnið sum stórlið, en þeir eiga bara að vera auðmjúkir og taka mið af úrslitum undanfarinna ára. Með þessu „wildcard“-sæti fékk liðið ótrúlegt tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.“ „Nýi þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, treystir á gæðin í liðinu og hann hefur byrjað vel. Hann gæti aukið sjálfstraustið í liðinu. Það verður að vera markmið Þýskaland að smám saman minnka bilið á milli sín og bestu liðanna þannig það eigi möguleika að gera eitthvað í framtíðinni. Í Doha býst ég þó ekki við Þjóðverjum á toppnum,“ segir Daniel Stephan.
HM 2015 í Katar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira