Verknám mikilvægur þáttur í betrun Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað ítarlega um nám í fangelsum landsins. Allir viðmælendur blaðsins virðast sömu skoðunar um að nám sé besta leiðin til betrunar, minnki kostnað við fangelsiskerfið og fækki endurkomum í fangelsin. Þrátt fyrir það hefur staða námsráðgjafa við fangelsin nú verið skert úr því að vera 100% staða í að vera 50% starf. Eins og kom fram í viðtali við Ingis Ingason, kennslustjóra á Litla-Hrauni, er hvort sem er til lítils að vera með námsráðgjafa ef of litlu fé er varið til kennslu í fangelsum. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með starfsnám í huga, líkt og gert er á Norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að fangelsisyfirvöld semji við skólastofnanir um að þjónusta fangelsin, með sambærilegum hætti og Fjölbrautaskóli Suðurlands þjónustar fangelsin tvö á Suðurlandi. Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að nýlegri skýrslu sinni um Litla-Hraun að enn skorti þó á slíkar lausnir varðandi háskólanám, en að fyrirhugaður væri fundur milli fangelsisyfirvalda og menntamálaráðherra um lausn. Bendir umboðsmaður á í skýrsludrögum sínum að nám geti verið mikilvægur þáttur í endurhæfingu fanga. Um tíma leit út fyrir að íslensk yfirvöld ætluðu sér að vera í fararbroddi á sviði betrunar með áherslu á uppbyggingu námsframboðs í fangelsum landsins. En forskotið sem Íslendingar höfðu um stund er löngu horfið, segir kennslustjórinn sem hefur séð um kennslu á Litla-Hrauni áratugum saman. „Við erum ekki lengur fremst í flokki,“ segir hann og bendir jafnframt á að yfirvöld í öðrum löndum séu fyrir nokkru búin að átta sig á hagkvæmni þess að nota nám sem betrun.Fangar þakklátir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var líka í viðtali við Fréttablaðið. Hún sinnir föngum á Kvíabryggju í sjálfboðavinnu, á leiðinni heim eftir vinnu. Það eru fleiri dæmi um slíka góðvild í garð þess mikilvæga starfs sem nám í fangelsum svo sannanlega er. Fyrir það eru margir þakklátir enda hefur það hjálpað mörgum að takast á við lífið eftir afplánun í fangelsi. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem rannsakað hefur nám í fangelsum, sagði svo í viðtali við blaðið að við hreinlega stæðumst ekki kröfur alþjóðasamfélagsins, sem við hefðum skuldbundið okkur til. Undir þetta tekur Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni. Það verður ekki mikið sterkara að orði kveðið, og full ástæða til að taka heilshugar undir með þeim sem hafa tjáð sig með svo afgerandi hætti í viðtölum við blaðamann Fréttablaðsins. Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi. Á fundi stjórnar Afstöðu með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á Litla-Hrauni í sumar var lagður grunnur að slíku samtali. Það sem meira er, það virtist sem samhljómur væri hjá stjórnmálamönnunum um mikilvægi þess að þeir mótuðu sjálfir stefnu í málaflokknum. Umfjöllun Fréttablaðsins að undanförnu um mikilvægi náms sem lið í að fækka endurkomum í íslensk fangelsi væri gott innlegg í slíka stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað ítarlega um nám í fangelsum landsins. Allir viðmælendur blaðsins virðast sömu skoðunar um að nám sé besta leiðin til betrunar, minnki kostnað við fangelsiskerfið og fækki endurkomum í fangelsin. Þrátt fyrir það hefur staða námsráðgjafa við fangelsin nú verið skert úr því að vera 100% staða í að vera 50% starf. Eins og kom fram í viðtali við Ingis Ingason, kennslustjóra á Litla-Hrauni, er hvort sem er til lítils að vera með námsráðgjafa ef of litlu fé er varið til kennslu í fangelsum. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með starfsnám í huga, líkt og gert er á Norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að fangelsisyfirvöld semji við skólastofnanir um að þjónusta fangelsin, með sambærilegum hætti og Fjölbrautaskóli Suðurlands þjónustar fangelsin tvö á Suðurlandi. Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að nýlegri skýrslu sinni um Litla-Hraun að enn skorti þó á slíkar lausnir varðandi háskólanám, en að fyrirhugaður væri fundur milli fangelsisyfirvalda og menntamálaráðherra um lausn. Bendir umboðsmaður á í skýrsludrögum sínum að nám geti verið mikilvægur þáttur í endurhæfingu fanga. Um tíma leit út fyrir að íslensk yfirvöld ætluðu sér að vera í fararbroddi á sviði betrunar með áherslu á uppbyggingu námsframboðs í fangelsum landsins. En forskotið sem Íslendingar höfðu um stund er löngu horfið, segir kennslustjórinn sem hefur séð um kennslu á Litla-Hrauni áratugum saman. „Við erum ekki lengur fremst í flokki,“ segir hann og bendir jafnframt á að yfirvöld í öðrum löndum séu fyrir nokkru búin að átta sig á hagkvæmni þess að nota nám sem betrun.Fangar þakklátir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var líka í viðtali við Fréttablaðið. Hún sinnir föngum á Kvíabryggju í sjálfboðavinnu, á leiðinni heim eftir vinnu. Það eru fleiri dæmi um slíka góðvild í garð þess mikilvæga starfs sem nám í fangelsum svo sannanlega er. Fyrir það eru margir þakklátir enda hefur það hjálpað mörgum að takast á við lífið eftir afplánun í fangelsi. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem rannsakað hefur nám í fangelsum, sagði svo í viðtali við blaðið að við hreinlega stæðumst ekki kröfur alþjóðasamfélagsins, sem við hefðum skuldbundið okkur til. Undir þetta tekur Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni. Það verður ekki mikið sterkara að orði kveðið, og full ástæða til að taka heilshugar undir með þeim sem hafa tjáð sig með svo afgerandi hætti í viðtölum við blaðamann Fréttablaðsins. Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi. Á fundi stjórnar Afstöðu með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á Litla-Hrauni í sumar var lagður grunnur að slíku samtali. Það sem meira er, það virtist sem samhljómur væri hjá stjórnmálamönnunum um mikilvægi þess að þeir mótuðu sjálfir stefnu í málaflokknum. Umfjöllun Fréttablaðsins að undanförnu um mikilvægi náms sem lið í að fækka endurkomum í íslensk fangelsi væri gott innlegg í slíka stefnumótun.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun