Nauðungarflutningar ríkisstarfsmanna … af því bara Árni Stefán Jónsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Flestir geta tekið undir þau sjónarmið að æskilegt sé að hið opinbera starfi jafnt út á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu og í þeim efnum getum við gert mun betur en nú er. Staðsetning stofnunar má þó aldrei ráðast af tilviljunum eða þröngum hagsmunum einstakra landsvæða og jafnvel stjórnmálamanna og ástæðan má heldur ekki vera „af því bara“! Það er tvennt ólíkt að setja niður starfsemi opinberra fyrirtækja eða stofnana á landsbyggðinni og að taka rótgróna stofnun og flytja hana út á land með manni og mús, eins og nú er reynt með flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Það sem er ólíkt við þessar tvær aðgerðir er í fyrsta lagi það að þegar opinber starfsemi er byggð upp frá grunni á viðkomandi landsvæði vex mannauðurinn með stofnuninni og tekur þátt í að þróa starfsemina. Þegar reynt er hins vegar að flytja stofnun með valdi með öllu sem henni tilheyrir, jafnt innanstokksmunum sem starfsmönnum, þá tapast mikill mannauður og þekking í leiðinni. Síðarnefnda aðferðin er algjörlega ólíðandi gagnvart starfsmönnum stofnunarinnar og brýtur illilega í bága við nútíma mannauðs- og fjölskyldustefnu stofnana og fyrirtækja. Starfsmenn stofnunarinnar eru ekki eyland og ef þess er krafist að þeir flytji með stofnuninni milli landsvæða, neyðast börn þeirra og maki til að flytja líka, algjörlega burtséð frá aðstæðum þeirra, einungis af því það hentar hagsmunum einhverra stjórnmálamanna.Norska leiðin, eða hvað? Svo er það hin hliðin á málinu. Þykir til dæmis sannað að flutningur stofnunarinnar sé góður fyrir starfsemina? Sjávarútvegsráðherra vill meina að slíkur flutningur hafi jákvæð áhrif og benti m.a. á reynslu Norðmanna: „Ef við horfum bara til reynslu þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á, en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma.“ Nú er hins vegar að koma í ljós að ráðherra á í mesta basli með að finna þessum orðum sínum stað í raunveruleikanum. Því hið andstæða hefur komið fram í skýrslu sem norsk stjórnvöld létu gera árið 2009, um mat á flutningi stofnana út á land. Í þeirri úttekt kemur fram að afar lítið jákvætt er hægt að segja um þeirra reynslu, en mjög margt neikvætt. Þar kemur til dæmis fram eins og margoft er búið að halda fram í umræðunni um flutning Fiskistofunnar að í raun séu það alltaf afar fáir starfsmenn sem flytja með þegar stofnun er flutt með þessum hætti. Þar af leiðandi tapast bæði reynsla og sérfræðiþekkingin algjörlega og það tekur fleiri fleiri ár að vinna hana upp aftur. Í millitíðinni hefur það auðvitað valdið miklum skaða. Þá kemur einnig fram að kostnaðurinn við flutning stofnunar hleypur alltaf á milljónum og flutningurinn hefur lítil hagræn áhrif á þau svæði sem þær voru fluttar til. Þó skal tekið fram hér að hvergi liggur fyrir kostnaðarmat á flutningi Fiskistofu þó margoft hafi verið kallað eftir því.Hugrekki óskast Nú er spurningin hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur pólitískt hugrekki til að líta aftur hlutlægt yfir málið og meta að nýju þau rök og ábendingar sem hafa komið fram og hætta við þennan gjörning. Ef hugrekkið reynist ekki nægjanlegt má vera að hann vilji þá fresta málinu og skoða betur þangað til einhver haldbær rök liggja fyrir því sem boðað hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Flestir geta tekið undir þau sjónarmið að æskilegt sé að hið opinbera starfi jafnt út á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu og í þeim efnum getum við gert mun betur en nú er. Staðsetning stofnunar má þó aldrei ráðast af tilviljunum eða þröngum hagsmunum einstakra landsvæða og jafnvel stjórnmálamanna og ástæðan má heldur ekki vera „af því bara“! Það er tvennt ólíkt að setja niður starfsemi opinberra fyrirtækja eða stofnana á landsbyggðinni og að taka rótgróna stofnun og flytja hana út á land með manni og mús, eins og nú er reynt með flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Það sem er ólíkt við þessar tvær aðgerðir er í fyrsta lagi það að þegar opinber starfsemi er byggð upp frá grunni á viðkomandi landsvæði vex mannauðurinn með stofnuninni og tekur þátt í að þróa starfsemina. Þegar reynt er hins vegar að flytja stofnun með valdi með öllu sem henni tilheyrir, jafnt innanstokksmunum sem starfsmönnum, þá tapast mikill mannauður og þekking í leiðinni. Síðarnefnda aðferðin er algjörlega ólíðandi gagnvart starfsmönnum stofnunarinnar og brýtur illilega í bága við nútíma mannauðs- og fjölskyldustefnu stofnana og fyrirtækja. Starfsmenn stofnunarinnar eru ekki eyland og ef þess er krafist að þeir flytji með stofnuninni milli landsvæða, neyðast börn þeirra og maki til að flytja líka, algjörlega burtséð frá aðstæðum þeirra, einungis af því það hentar hagsmunum einhverra stjórnmálamanna.Norska leiðin, eða hvað? Svo er það hin hliðin á málinu. Þykir til dæmis sannað að flutningur stofnunarinnar sé góður fyrir starfsemina? Sjávarútvegsráðherra vill meina að slíkur flutningur hafi jákvæð áhrif og benti m.a. á reynslu Norðmanna: „Ef við horfum bara til reynslu þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á, en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma.“ Nú er hins vegar að koma í ljós að ráðherra á í mesta basli með að finna þessum orðum sínum stað í raunveruleikanum. Því hið andstæða hefur komið fram í skýrslu sem norsk stjórnvöld létu gera árið 2009, um mat á flutningi stofnana út á land. Í þeirri úttekt kemur fram að afar lítið jákvætt er hægt að segja um þeirra reynslu, en mjög margt neikvætt. Þar kemur til dæmis fram eins og margoft er búið að halda fram í umræðunni um flutning Fiskistofunnar að í raun séu það alltaf afar fáir starfsmenn sem flytja með þegar stofnun er flutt með þessum hætti. Þar af leiðandi tapast bæði reynsla og sérfræðiþekkingin algjörlega og það tekur fleiri fleiri ár að vinna hana upp aftur. Í millitíðinni hefur það auðvitað valdið miklum skaða. Þá kemur einnig fram að kostnaðurinn við flutning stofnunar hleypur alltaf á milljónum og flutningurinn hefur lítil hagræn áhrif á þau svæði sem þær voru fluttar til. Þó skal tekið fram hér að hvergi liggur fyrir kostnaðarmat á flutningi Fiskistofu þó margoft hafi verið kallað eftir því.Hugrekki óskast Nú er spurningin hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur pólitískt hugrekki til að líta aftur hlutlægt yfir málið og meta að nýju þau rök og ábendingar sem hafa komið fram og hætta við þennan gjörning. Ef hugrekkið reynist ekki nægjanlegt má vera að hann vilji þá fresta málinu og skoða betur þangað til einhver haldbær rök liggja fyrir því sem boðað hefur verið.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun