Hugleiðing um lánasamninga Helgi Tómasson skrifar 18. desember 2014 07:00 Geturðu lánað mér einn pakka af kaffi til 10 ára? Ég borga örugglega aftur. Síðan er pakkinn sem var keyptur í kjörbúð afhentur. Pakkarnir í kjörbúðinni eru allir af svipaðri stærð og pakkinn til vinstri á mynd 1. Síðan líða 10 ár og komið að því að borga skuldina. Miðað er við um það bil 3,4% raunvexti og þá þarf að borga 8 pakka til að gera upp lánið. Nú fást nefnilega einungis pakkar eins og sýndir eru til hægri á mynd 1. Upprunalegi pakkinn innihélt 400 grömm af kaffi en nýju pakkarnir innihalda einungis 70 grömm. Heildarþyngd skuldarinnar er því komin í 560 grömm. Sumum finnst þetta nú vera frekar ósvífið að lána einn pakka af kaffi og heimta 8 pakka til baka. Er ekki einhver forsendubrestur hér? Forsendan sem brást var að stærð pakkanna breyttist. Það var enginn vegur fyrir samningsaðila að sjá það fyrir að eftir 10 ár yrðu kaffipakkarnir miklu minni. Einungis var hægt að skilgreina upphaflega lánið í þeirri pakkastærð sem fáanleg var í kjörbúðinni á lántökudegi.slögg Kaffipakkar-mynd með aðsendri greinÁtti einhver að spá fyrir um þróun á kaffipakkastærð í búðum? Ýmsir höfðu fylgst með þróuninni undanfarin ár og séð að pakkarnir urðu sífellt minni. Sögulega hefur hugsanlega verið rykkjótt minnkun þannig að það er ekki alveg auðvelt að spá hvernig pakkarnir yrðu í framtíðinni. En á lánveitandinn samt að spá og skrifa spána í lánasamninginn? Þannig vilja sumir túlka ráðgefandi álit EFTA-dómstóls á lánasamningum í verðtryggðum krónum, jafnvel beita því ákvæði afturvirkt og sekta lánveitandann.Vilja raunmagnið endurgreitt Þegar horft er á kaffipakkana er ekki alveg auðvelt að sjá hve mikið innihaldið í þeim hefur minnkað. Margir gjaldmiðlar, eins og t.d. íslenska krónan, hafa minnkað í rykkjum í tímans rás. Í tilfelli kaffisins er til stöðluð mælieining, gramm, sem mælir raunmagn kaffisins. Þannig má mæla raunmagnið í kaffipökkunum. Í verðtryggðum lánum er oft notast við vísitölu neysluverðs til að mæla raunvirði gjaldmiðils. Hagstofan reiknar neysluvísitölu sem notuð er til að mæla raunmagnið í gjaldmiðlinum. Þeir sem lána vilja fá raunmagn sitt endurgreitt og þóknun fyrir tíma og áhættu. Hugsanlega þarf að bæta við áhættuþóknun fyrir rykkjótta þróun í stærð kaffipakkanna. Verðtryggð lán eru samningur um sjálfvirkan framtíðarlánsrétt á hluta vaxtanna. Endurlánað er fyrir þeim þætti er svarar til rýrnunar raunmagnsins í gjaldmiðlinum. Þessi endurfjármögnun er sjálfvirk og sparar því málsaðilum ferðir í bankann til að semja um ný lán. Upp úr 1980 voru algengir óverðtryggðir skuldabréfavextir í dönskum krónum rúmlega 20%. Það voru of háir vextir fyrir flesta og því nauðsynlegt að fá lán fyrir hluta þeirra vaxta og semja um nýtt lán og hækka þannig höfuðstólinn. Raunvirði höfuðstólsins breytist oftast lítið. Það er aðallega gjaldmiðilinn sem minnkar. Danir settu því lög um verðtryggingu 1982. Sjálfvirknin sparar mikla vinnu og fyrirhöfn. Samningar, t.d. lánasamningar, verða að hafa viðmiðun á því augnabliki sem samningur er gerður. Eins og ágætur maður sagði: Fortíðin er dauð, framtíðin er óviss, við verðum að lifa í núinu. Ef samningar eru í kaffipökkum, þá eru þeir kaffipakkar sem fást núna eina nothæfa viðmiðunin. Væri óheiðarlegt að tiltaka hve mörg grömm væru í kaffipakkanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Geturðu lánað mér einn pakka af kaffi til 10 ára? Ég borga örugglega aftur. Síðan er pakkinn sem var keyptur í kjörbúð afhentur. Pakkarnir í kjörbúðinni eru allir af svipaðri stærð og pakkinn til vinstri á mynd 1. Síðan líða 10 ár og komið að því að borga skuldina. Miðað er við um það bil 3,4% raunvexti og þá þarf að borga 8 pakka til að gera upp lánið. Nú fást nefnilega einungis pakkar eins og sýndir eru til hægri á mynd 1. Upprunalegi pakkinn innihélt 400 grömm af kaffi en nýju pakkarnir innihalda einungis 70 grömm. Heildarþyngd skuldarinnar er því komin í 560 grömm. Sumum finnst þetta nú vera frekar ósvífið að lána einn pakka af kaffi og heimta 8 pakka til baka. Er ekki einhver forsendubrestur hér? Forsendan sem brást var að stærð pakkanna breyttist. Það var enginn vegur fyrir samningsaðila að sjá það fyrir að eftir 10 ár yrðu kaffipakkarnir miklu minni. Einungis var hægt að skilgreina upphaflega lánið í þeirri pakkastærð sem fáanleg var í kjörbúðinni á lántökudegi.slögg Kaffipakkar-mynd með aðsendri greinÁtti einhver að spá fyrir um þróun á kaffipakkastærð í búðum? Ýmsir höfðu fylgst með þróuninni undanfarin ár og séð að pakkarnir urðu sífellt minni. Sögulega hefur hugsanlega verið rykkjótt minnkun þannig að það er ekki alveg auðvelt að spá hvernig pakkarnir yrðu í framtíðinni. En á lánveitandinn samt að spá og skrifa spána í lánasamninginn? Þannig vilja sumir túlka ráðgefandi álit EFTA-dómstóls á lánasamningum í verðtryggðum krónum, jafnvel beita því ákvæði afturvirkt og sekta lánveitandann.Vilja raunmagnið endurgreitt Þegar horft er á kaffipakkana er ekki alveg auðvelt að sjá hve mikið innihaldið í þeim hefur minnkað. Margir gjaldmiðlar, eins og t.d. íslenska krónan, hafa minnkað í rykkjum í tímans rás. Í tilfelli kaffisins er til stöðluð mælieining, gramm, sem mælir raunmagn kaffisins. Þannig má mæla raunmagnið í kaffipökkunum. Í verðtryggðum lánum er oft notast við vísitölu neysluverðs til að mæla raunvirði gjaldmiðils. Hagstofan reiknar neysluvísitölu sem notuð er til að mæla raunmagnið í gjaldmiðlinum. Þeir sem lána vilja fá raunmagn sitt endurgreitt og þóknun fyrir tíma og áhættu. Hugsanlega þarf að bæta við áhættuþóknun fyrir rykkjótta þróun í stærð kaffipakkanna. Verðtryggð lán eru samningur um sjálfvirkan framtíðarlánsrétt á hluta vaxtanna. Endurlánað er fyrir þeim þætti er svarar til rýrnunar raunmagnsins í gjaldmiðlinum. Þessi endurfjármögnun er sjálfvirk og sparar því málsaðilum ferðir í bankann til að semja um ný lán. Upp úr 1980 voru algengir óverðtryggðir skuldabréfavextir í dönskum krónum rúmlega 20%. Það voru of háir vextir fyrir flesta og því nauðsynlegt að fá lán fyrir hluta þeirra vaxta og semja um nýtt lán og hækka þannig höfuðstólinn. Raunvirði höfuðstólsins breytist oftast lítið. Það er aðallega gjaldmiðilinn sem minnkar. Danir settu því lög um verðtryggingu 1982. Sjálfvirknin sparar mikla vinnu og fyrirhöfn. Samningar, t.d. lánasamningar, verða að hafa viðmiðun á því augnabliki sem samningur er gerður. Eins og ágætur maður sagði: Fortíðin er dauð, framtíðin er óviss, við verðum að lifa í núinu. Ef samningar eru í kaffipökkum, þá eru þeir kaffipakkar sem fást núna eina nothæfa viðmiðunin. Væri óheiðarlegt að tiltaka hve mörg grömm væru í kaffipakkanum?
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar