Eitt eilífðar smáblóm Sigríður Pétursdóttir skrifar 15. desember 2014 08:00 Árið er 1966, hjarn yfir öllu og stjörnubjart. Afi og amma sitja hugfangin við útvarpstækið og hlusta á ítalska óperusöngvarann Caruso syngja. Amma þurrkar tár af hvarmi og þó ég sé bara fimm ára gæti ég þess vel að trufla þau ekki. Stundin er mögnuð. Mínar fyrstu minningar hverfast flestar um útvarp enda ætlaði ég að verða Ingibjörg Þorbergs þegar ég yrði stór. Ingibjörg sá um barnatímann og var mín helsta fyrirmynd utan fjölskyldunnar. Amma og afi höfðu ekki tækifæri til langrar skólagöngu en fáum hef ég kynnst sem hafa verið betur menntaðir. Þeirra háskóli var Rás 1 og síðar Sjónvarpið. Nutu menningar, lærðu um nýjustu undur í heimi vísinda og afi æpti og sló sér á lær í hita leiksins yfir fótboltalýsingum. Þau voru stolt framsóknarfólk og ég veit að þau yrðu sorgmædd yfir aðgerðum núverandi stjórnvalda. Þau skildu hlutverk almannaútvarps og vissu hve mikilvægt það er þegar kemur að sjálfsmynd þjóðar. Hartnær hálfri öld síðar bý ég í London, vinn sem verktaki fyrir RÚV og fæ fyrir tilstilli Sambíóanna einstakt tækifæri til að taka sjónvarpsviðtöl fyrir Djöflaeyjuna við frægustu kvikmyndaleikara heims. Á gömlu og virðulegu hóteli sit ég innan um sjónvarpsfólk víðsvegar að úr heiminum og eins og gengur berum við saman bækur okkar. Þeim finnst magnað að frá jafn fámennri þjóð og Íslandi komi heimsfrægir listamenn og spyrja mikið út í menningu landsins. Meðan á spjallinu stendur komumst við að því að kollegar mínir eru á allt að nífalt hærri launum fyrir þennan dag. Sama hvort þau koma frá Sviss, Írlandi, Ísrael eða Noregi. Ég er sú eina sem borga ferðakostnað úr eigin vasa, er ekki með síma á vegum vinnustaðarins né nokkur önnur hlunnindi. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er að nú þegar ég er ekki lengur fastráðinn starfsmaður hef ég þörf fyrir að benda á að hjá RÚV starfar vinnulúið fólk fyrir afskaplega lág laun. Í nóvember árið 2008 var öllum gert að skrifa undir plagg þar sem viðkomandi samþykkti strípuð laun án greiðslu fyrir yfirvinnu þó vinnuálagið myndi aukast. Ef starfsmenn skrifuðu ekki undir var litið á það sem uppsögn. Næstu ár gerðum við okkar besta til að hlustendur yrðu sem minnst varir við breytingar. Nokkuð er síðan aftur var farið að greiða fyrir yfirvinnu en síðan hefur starfsmönnum fækkað mikið. Ég er full aðdáunar á fyrrum samstarfsmönnum mínum sem reyna af veikum mætti að halda dagskrá RÚV í horfinu, búa til frábæra þætti þó sífellt þurfi að skila meiri vinnu og það sé nánast orðið ógerlegt að vanda sig jafn mikið og nauðsynlegt er.Afdrifaríkar afleiðingar Það er ekki hægt að skera meira niður án þess að breytingarnar hafi afdrifaríkar afleiðingar. Eins og komið hefur fram borga Íslendingar nú þegar lægra útvarpsgjald en nágrannaþjóðir, auk þess sem RÚV fær aðeins hluta útvarpsgjaldsins. Listamenn á borð við Mugison og Skálmöld hafa bent á mikilvægi almannaútvarps; að þeir hefðu einfaldlega ekki náð eyrum þjóðarinnar án þess. Í framhaldi af því vil ég benda á menningarverðmæti í safni útvarpsins sem eru í mikilli hættu núna. Ef ekki væri fyrir RÚV þykir mér ólíklegt að til væru viðtöl við Björk og Sigur Rós að taka sín fyrstu skref. Nærtækasta dæmið er Jóhann Jóhannsson sem nú er tilnefndur til hinna virtu Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Í safni RÚV má finna fjölmörg viðtöl við hann sem hafa verið tekin gegnum tíðina. Viðtöl frá því áður en hann varð þekktur. Ég efast um að aðrir ljósvakamiðlar búi yfir slíkum fjársjóði. Fjársjóði sem er í eigu þjóðarinnar. Kæru þingmenn! Mikið myndi það gleðja mig ef þið, allir sem einn, mynduð skoða hvernig hefur farið fyrir þjóðum sem ekki eiga almannaútvarp, hafa aldrei átt eða glatað því. Ég ætla ekki að nefna þessar þjóðir, þið finnið út úr þessu. Jólaóskin mín er sú að RÚV fái að halda reisn sinni sem almannaútvarp svo allir hafi sama tækifæri til að njóta menntunar þess og menningar og við höldum áfram að eiga listamenn sem bera þjóðinni okkar fagurt vitni jafnt heima fyrir sem á erlendri grundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golden Globes Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Sjá meira
Árið er 1966, hjarn yfir öllu og stjörnubjart. Afi og amma sitja hugfangin við útvarpstækið og hlusta á ítalska óperusöngvarann Caruso syngja. Amma þurrkar tár af hvarmi og þó ég sé bara fimm ára gæti ég þess vel að trufla þau ekki. Stundin er mögnuð. Mínar fyrstu minningar hverfast flestar um útvarp enda ætlaði ég að verða Ingibjörg Þorbergs þegar ég yrði stór. Ingibjörg sá um barnatímann og var mín helsta fyrirmynd utan fjölskyldunnar. Amma og afi höfðu ekki tækifæri til langrar skólagöngu en fáum hef ég kynnst sem hafa verið betur menntaðir. Þeirra háskóli var Rás 1 og síðar Sjónvarpið. Nutu menningar, lærðu um nýjustu undur í heimi vísinda og afi æpti og sló sér á lær í hita leiksins yfir fótboltalýsingum. Þau voru stolt framsóknarfólk og ég veit að þau yrðu sorgmædd yfir aðgerðum núverandi stjórnvalda. Þau skildu hlutverk almannaútvarps og vissu hve mikilvægt það er þegar kemur að sjálfsmynd þjóðar. Hartnær hálfri öld síðar bý ég í London, vinn sem verktaki fyrir RÚV og fæ fyrir tilstilli Sambíóanna einstakt tækifæri til að taka sjónvarpsviðtöl fyrir Djöflaeyjuna við frægustu kvikmyndaleikara heims. Á gömlu og virðulegu hóteli sit ég innan um sjónvarpsfólk víðsvegar að úr heiminum og eins og gengur berum við saman bækur okkar. Þeim finnst magnað að frá jafn fámennri þjóð og Íslandi komi heimsfrægir listamenn og spyrja mikið út í menningu landsins. Meðan á spjallinu stendur komumst við að því að kollegar mínir eru á allt að nífalt hærri launum fyrir þennan dag. Sama hvort þau koma frá Sviss, Írlandi, Ísrael eða Noregi. Ég er sú eina sem borga ferðakostnað úr eigin vasa, er ekki með síma á vegum vinnustaðarins né nokkur önnur hlunnindi. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er að nú þegar ég er ekki lengur fastráðinn starfsmaður hef ég þörf fyrir að benda á að hjá RÚV starfar vinnulúið fólk fyrir afskaplega lág laun. Í nóvember árið 2008 var öllum gert að skrifa undir plagg þar sem viðkomandi samþykkti strípuð laun án greiðslu fyrir yfirvinnu þó vinnuálagið myndi aukast. Ef starfsmenn skrifuðu ekki undir var litið á það sem uppsögn. Næstu ár gerðum við okkar besta til að hlustendur yrðu sem minnst varir við breytingar. Nokkuð er síðan aftur var farið að greiða fyrir yfirvinnu en síðan hefur starfsmönnum fækkað mikið. Ég er full aðdáunar á fyrrum samstarfsmönnum mínum sem reyna af veikum mætti að halda dagskrá RÚV í horfinu, búa til frábæra þætti þó sífellt þurfi að skila meiri vinnu og það sé nánast orðið ógerlegt að vanda sig jafn mikið og nauðsynlegt er.Afdrifaríkar afleiðingar Það er ekki hægt að skera meira niður án þess að breytingarnar hafi afdrifaríkar afleiðingar. Eins og komið hefur fram borga Íslendingar nú þegar lægra útvarpsgjald en nágrannaþjóðir, auk þess sem RÚV fær aðeins hluta útvarpsgjaldsins. Listamenn á borð við Mugison og Skálmöld hafa bent á mikilvægi almannaútvarps; að þeir hefðu einfaldlega ekki náð eyrum þjóðarinnar án þess. Í framhaldi af því vil ég benda á menningarverðmæti í safni útvarpsins sem eru í mikilli hættu núna. Ef ekki væri fyrir RÚV þykir mér ólíklegt að til væru viðtöl við Björk og Sigur Rós að taka sín fyrstu skref. Nærtækasta dæmið er Jóhann Jóhannsson sem nú er tilnefndur til hinna virtu Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Í safni RÚV má finna fjölmörg viðtöl við hann sem hafa verið tekin gegnum tíðina. Viðtöl frá því áður en hann varð þekktur. Ég efast um að aðrir ljósvakamiðlar búi yfir slíkum fjársjóði. Fjársjóði sem er í eigu þjóðarinnar. Kæru þingmenn! Mikið myndi það gleðja mig ef þið, allir sem einn, mynduð skoða hvernig hefur farið fyrir þjóðum sem ekki eiga almannaútvarp, hafa aldrei átt eða glatað því. Ég ætla ekki að nefna þessar þjóðir, þið finnið út úr þessu. Jólaóskin mín er sú að RÚV fái að halda reisn sinni sem almannaútvarp svo allir hafi sama tækifæri til að njóta menntunar þess og menningar og við höldum áfram að eiga listamenn sem bera þjóðinni okkar fagurt vitni jafnt heima fyrir sem á erlendri grundu.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun