Orðsending til jólasveina Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Nú eru jólasveinar farnir að koma til byggða með ýmislegt spennandi í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein – eins og flestar þjóðir gera – heldur 13 sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafastússi mikil útgjöld á jólasveinaheimilinu. Það virðist einnig hafa orðið mikil gjafabóla hjá jólasveinum undanfarin ár eða áratugi, þar sem hér á árum áður voru gjafir mun minni. Þá fengu krakkar gjarnan ávöxt og kannski örlítið sælgæti um helgar. Svo virðast jólasveinar líka mismuna börnum frekar nú en áður fyrr, þar sem sum barnanna fá mjög dýrar og stórar gjafir, sem komast jafnvel ekki í neina skó, á meðan önnur fá litlar gjafir. Kæru jólasveinar, ég hef áður skrifað ykkur bréf og bent ykkur á að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mig langar að benda ykkur á að það væri kannski skynsamlegt að koma á samvinnu við foreldrafélög í leikskólum og grunnskólum um að setja einhver viðmið um gjafir frá ykkur, því börn tala saman og bera sig saman. Samt er það svo að dýrmætustu gjafirnar fara ekki í skó. Þær eru endingargóðar og einstaklega umhverfisvænar. Þær enda ekki í ruslinu eftir jólin, þær þarf ekki einu sinni að endurvinna. Þær munu endast börnunum alla ævi og vaxa og dafna hjá barninu með tímanum. Þessar gjafir stuðla að auknum þroska og bættri sjálfsmynd barnanna. Þetta eru dýrmæt þroskaleikföng, en kosta samt sáralítið sem ekkert. Ég veit, kæru jólasveinar, að það er erfitt fyrir ykkur að gefa börnunum þessar gjafir sjálfir, en þið getið ef til vill gert samning við foreldra barnanna. Stærstu og bestu gjafirnar Stærstu og bestu gjafirnar sem börnin fá er tími með foreldrum sínum og fjölskyldu, umhyggja, gleði, umburðarlyndi, samvera og samtal, vinátta, virðing, hrós, bros, faðmlag, uppörvun, stuðningur, kærleikur, að spila saman, lesa saman, baka saman, horfa á jólamynd saman, taka til saman (og taka kannski aðeins minna til), bjóða vinum heim og svo mætti lengi telja. Þessar gjafir fást ekki fyrir peninga en eru afar endingargóðar og mikilvægt innlegg í andlega velferð barnanna til framtíðar. Þessar gjafir byggja upp sjálfsmynd og sterkan einstakling. Með því að gefa þessar dýrmætu gjafir er þar að auki verið að tryggja að börn njóti þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum. Samkvæmt honum eiga börn rétt á umhyggju og vernd, að njóta leiðsagnar og stuðnings foreldra sinna og að umgangast þá báða. Þau eiga rétt á að lifa og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Til þess þurfa þau ekki síst að hafa tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd, njóta samveru og hvatningar. Þau þurfa líka að læra að meta það sem þau eiga og fá. Börn eiga hins vegar ekki rétt á að öðlast allt það sem hugurinn girnist og að allar þeirra óskir séu uppfylltar. Slíkt getur flokkast sem ofdekur og í raun er ofdekur ein birtingarmynd vanrækslu, sem enginn vill gerast sekur um. Kæru jólasveinar. Þið megið líka hugsa til barna sem lenda í einelti og styðja verkefni sem miða að því að koma í veg fyrir einelti. Með því að fara inn á jolapeysan.is getið þið styrkt Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis. Við hjá Barnaheillum óskum ykkur að lokum gleðilegra jóla, með von um að hátíðin muni færa ykkur gleði, frið og samveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Sjá meira
Nú eru jólasveinar farnir að koma til byggða með ýmislegt spennandi í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein – eins og flestar þjóðir gera – heldur 13 sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafastússi mikil útgjöld á jólasveinaheimilinu. Það virðist einnig hafa orðið mikil gjafabóla hjá jólasveinum undanfarin ár eða áratugi, þar sem hér á árum áður voru gjafir mun minni. Þá fengu krakkar gjarnan ávöxt og kannski örlítið sælgæti um helgar. Svo virðast jólasveinar líka mismuna börnum frekar nú en áður fyrr, þar sem sum barnanna fá mjög dýrar og stórar gjafir, sem komast jafnvel ekki í neina skó, á meðan önnur fá litlar gjafir. Kæru jólasveinar, ég hef áður skrifað ykkur bréf og bent ykkur á að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mig langar að benda ykkur á að það væri kannski skynsamlegt að koma á samvinnu við foreldrafélög í leikskólum og grunnskólum um að setja einhver viðmið um gjafir frá ykkur, því börn tala saman og bera sig saman. Samt er það svo að dýrmætustu gjafirnar fara ekki í skó. Þær eru endingargóðar og einstaklega umhverfisvænar. Þær enda ekki í ruslinu eftir jólin, þær þarf ekki einu sinni að endurvinna. Þær munu endast börnunum alla ævi og vaxa og dafna hjá barninu með tímanum. Þessar gjafir stuðla að auknum þroska og bættri sjálfsmynd barnanna. Þetta eru dýrmæt þroskaleikföng, en kosta samt sáralítið sem ekkert. Ég veit, kæru jólasveinar, að það er erfitt fyrir ykkur að gefa börnunum þessar gjafir sjálfir, en þið getið ef til vill gert samning við foreldra barnanna. Stærstu og bestu gjafirnar Stærstu og bestu gjafirnar sem börnin fá er tími með foreldrum sínum og fjölskyldu, umhyggja, gleði, umburðarlyndi, samvera og samtal, vinátta, virðing, hrós, bros, faðmlag, uppörvun, stuðningur, kærleikur, að spila saman, lesa saman, baka saman, horfa á jólamynd saman, taka til saman (og taka kannski aðeins minna til), bjóða vinum heim og svo mætti lengi telja. Þessar gjafir fást ekki fyrir peninga en eru afar endingargóðar og mikilvægt innlegg í andlega velferð barnanna til framtíðar. Þessar gjafir byggja upp sjálfsmynd og sterkan einstakling. Með því að gefa þessar dýrmætu gjafir er þar að auki verið að tryggja að börn njóti þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum. Samkvæmt honum eiga börn rétt á umhyggju og vernd, að njóta leiðsagnar og stuðnings foreldra sinna og að umgangast þá báða. Þau eiga rétt á að lifa og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Til þess þurfa þau ekki síst að hafa tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd, njóta samveru og hvatningar. Þau þurfa líka að læra að meta það sem þau eiga og fá. Börn eiga hins vegar ekki rétt á að öðlast allt það sem hugurinn girnist og að allar þeirra óskir séu uppfylltar. Slíkt getur flokkast sem ofdekur og í raun er ofdekur ein birtingarmynd vanrækslu, sem enginn vill gerast sekur um. Kæru jólasveinar. Þið megið líka hugsa til barna sem lenda í einelti og styðja verkefni sem miða að því að koma í veg fyrir einelti. Með því að fara inn á jolapeysan.is getið þið styrkt Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis. Við hjá Barnaheillum óskum ykkur að lokum gleðilegra jóla, með von um að hátíðin muni færa ykkur gleði, frið og samveru.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun