Helena: Getur verið þreytt að vera alltaf ein Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2014 07:00 Helena Sverrisdóttir var á dögunum kjörin körfuknattleikskona ársins tíunda árið í röð. vísir/Daníel „Það er nú enn þá sex gráðu hiti hérna úti,“ segir Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, hress og kát þegar blaðamaður tjáir henni að vetur sé skollinn á með látum hér heima. Helena er nýkomin af æfingu þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Polkowice í Póllandi þar sem hún býr og spilar körfubolta með samnefndu liði. „Mér líkar bara mjög vel hérna,“ segir hún, en Helena er hjá sínu þriðja liði í atvinnumennsku. Fyrst spilaði hún í tvö ár með Good Angels frá Kosice í Slóvakíu, bæ með 260 þúsund íbúa og í fyrra var hún á mála hjá Miskolc í Ungverjalandi, en þar búa 160 þúsund manns. „Þetta er alveg pínulítill bær, minni en Hafnarfjörður,“ segir Helena og hlær, en heimabærinn telur 27 þúsund íbúa á meðan „aðeins“ 22 þúsund búa í Polkowice. „Það er samt stutt að fara í aðrar stórborgir þannig að maður nýtir frídagana í það. Það er borg hérna 15 km frá mér þar sem maður getur fengið allt. Ég vissi ekki að þessi bær væri svona rosalega lítill. Hér eru nokkrar matvörubúðir en maður þarf að fara smá spöl eftir öðru,“ segir Helena um bæinn.Gengið mjög vel Polkowice er fornfrægt lið í Evrópuboltanum og hafði t.a.m. betur gegn Good Angels í Meistaradeildinni þegar Helena spilaði þar. „Þetta er stór klúbbur með mikla hefð, en það voru breytingar á félaginu í sumar,“ segir Helena. „Þetta er lið sem hefur vanalega verið í Meistaradeildinni og að berjast um pólska meistaratitilinn, en það voru miklar fjárhagslegar breytingar hérna og skipt um stjórn. Því var ekki vitað við hverju mætti búast af okkur. En það hefur bara gengið vel hjá liðinu og mér. Ég er að byrja alla leikina,“ segir Helena. Polkowice tapaði óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar um helgina í framlengingu, en í þeim skoraði Helena 23 stig og setti niður sex þriggja stiga skot í sex tilraunum. Liðið er með sjö sigra og þrjú töp í fjórða sæti. „Þetta er alveg nýtt lið hjá okkur. Það eru bara fimm stelpur sem voru hér í fyrra. Þetta var algjört klúður að tapa fyrir þessu liði og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Helena, sem er sjálf ánægð með eigin frammistöðu. „Ég verð að vera það. Ég er mesti skotmaður liðsins sem er frekar nýtt fyrir mér. Ég er að skjóta ágætlega og fíla mig vel í þessu liði. Ég er í hlutverki sem hentar mér vel.“Þreytt að vera alltaf ein Helena gerði aðeins eins árs samning eins og tíðkast í Evrópukörfuboltanum. „Það er alltaf þessi óvissa með peningamálin. En þetta hefur verið mjög gott hérna og eins og staðan er líður mér vel,“ segir hún, en hvað gerir hún sér til dægrastyttingar í þessum „smábæ“. „Það er voðalega misjafnt. Það eru æfingar á morgnana og aftur síðla dags. Það eru klukkutímarnir þar á milli sem geta verið erfiðir. Maður horfir bara á sjónvarpið eða púslar. Bara eitthvað til að stytta tímann,“ segir hún. Orðrómur var uppi í sumar um að Helena myndi koma heim og spila í Dominos-deildinni, en svo fór ekki. Það er ekki á stefnuskránni hjá henni þótt heimþráin geri stundum vart við sig. „Ég þarf að vera úti til að spila á eins háu stigi og ég get. En ég er búin að vera átta ár í burtu og það tekur á að vera frá fjölskyldu og vinum. Það kitlar alltaf að koma heim kannski í eitt tímabil, en það voru alltaf 90 prósent líkur á að ég yrði áfram úti núna,“ segir Helena sem vill vera atvinnumaður á meðan það er hægt. „Stundum leitar hugurinn heim og maður getur orðið þreyttur á að vera alltaf einn. En svo hugsa ég til stundanna þegar ég var lítil og mig dreymdi um að vera atvinnumaður. Ég bara get ekki gefið þetta upp á bátinn núna,“ segir Helena Sverrisdóttir. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
„Það er nú enn þá sex gráðu hiti hérna úti,“ segir Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, hress og kát þegar blaðamaður tjáir henni að vetur sé skollinn á með látum hér heima. Helena er nýkomin af æfingu þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Polkowice í Póllandi þar sem hún býr og spilar körfubolta með samnefndu liði. „Mér líkar bara mjög vel hérna,“ segir hún, en Helena er hjá sínu þriðja liði í atvinnumennsku. Fyrst spilaði hún í tvö ár með Good Angels frá Kosice í Slóvakíu, bæ með 260 þúsund íbúa og í fyrra var hún á mála hjá Miskolc í Ungverjalandi, en þar búa 160 þúsund manns. „Þetta er alveg pínulítill bær, minni en Hafnarfjörður,“ segir Helena og hlær, en heimabærinn telur 27 þúsund íbúa á meðan „aðeins“ 22 þúsund búa í Polkowice. „Það er samt stutt að fara í aðrar stórborgir þannig að maður nýtir frídagana í það. Það er borg hérna 15 km frá mér þar sem maður getur fengið allt. Ég vissi ekki að þessi bær væri svona rosalega lítill. Hér eru nokkrar matvörubúðir en maður þarf að fara smá spöl eftir öðru,“ segir Helena um bæinn.Gengið mjög vel Polkowice er fornfrægt lið í Evrópuboltanum og hafði t.a.m. betur gegn Good Angels í Meistaradeildinni þegar Helena spilaði þar. „Þetta er stór klúbbur með mikla hefð, en það voru breytingar á félaginu í sumar,“ segir Helena. „Þetta er lið sem hefur vanalega verið í Meistaradeildinni og að berjast um pólska meistaratitilinn, en það voru miklar fjárhagslegar breytingar hérna og skipt um stjórn. Því var ekki vitað við hverju mætti búast af okkur. En það hefur bara gengið vel hjá liðinu og mér. Ég er að byrja alla leikina,“ segir Helena. Polkowice tapaði óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar um helgina í framlengingu, en í þeim skoraði Helena 23 stig og setti niður sex þriggja stiga skot í sex tilraunum. Liðið er með sjö sigra og þrjú töp í fjórða sæti. „Þetta er alveg nýtt lið hjá okkur. Það eru bara fimm stelpur sem voru hér í fyrra. Þetta var algjört klúður að tapa fyrir þessu liði og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Helena, sem er sjálf ánægð með eigin frammistöðu. „Ég verð að vera það. Ég er mesti skotmaður liðsins sem er frekar nýtt fyrir mér. Ég er að skjóta ágætlega og fíla mig vel í þessu liði. Ég er í hlutverki sem hentar mér vel.“Þreytt að vera alltaf ein Helena gerði aðeins eins árs samning eins og tíðkast í Evrópukörfuboltanum. „Það er alltaf þessi óvissa með peningamálin. En þetta hefur verið mjög gott hérna og eins og staðan er líður mér vel,“ segir hún, en hvað gerir hún sér til dægrastyttingar í þessum „smábæ“. „Það er voðalega misjafnt. Það eru æfingar á morgnana og aftur síðla dags. Það eru klukkutímarnir þar á milli sem geta verið erfiðir. Maður horfir bara á sjónvarpið eða púslar. Bara eitthvað til að stytta tímann,“ segir hún. Orðrómur var uppi í sumar um að Helena myndi koma heim og spila í Dominos-deildinni, en svo fór ekki. Það er ekki á stefnuskránni hjá henni þótt heimþráin geri stundum vart við sig. „Ég þarf að vera úti til að spila á eins háu stigi og ég get. En ég er búin að vera átta ár í burtu og það tekur á að vera frá fjölskyldu og vinum. Það kitlar alltaf að koma heim kannski í eitt tímabil, en það voru alltaf 90 prósent líkur á að ég yrði áfram úti núna,“ segir Helena sem vill vera atvinnumaður á meðan það er hægt. „Stundum leitar hugurinn heim og maður getur orðið þreyttur á að vera alltaf einn. En svo hugsa ég til stundanna þegar ég var lítil og mig dreymdi um að vera atvinnumaður. Ég bara get ekki gefið þetta upp á bátinn núna,“ segir Helena Sverrisdóttir.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira