Inn um bakdyrnar á náttúrupassa Ögmundur Jónasson skrifar 9. desember 2014 07:00 Náttúrupassi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ferðamálaráðherra er með furðulegri uppátækjum í íslenskum stjórnmálum síðari tíma. Hugdetta um náttúrupassa kemur fram. Ráðherrann bítur hana í sig, í ljós kemur að þorri manna er henni andvígur en ráðherrann heldur engu að síður staðfastlega áfram göngu sinni inn í hið pólitíska öngstræti þótt augljóst sé að málið muni aldrei fá brautargengi á Alþingi. Og ef svo illa færi að lagafrumvarpið yrði samþykkt yrðu lögin engu að síður andvana fædd því almennt myndu Íslendingar ekki festa kaup á þessum passa. Sama fólk sem án efa greiddi með ánægju gjald eða skatt til verndar íslenskri náttúru myndi aldrei undirgangast passaskoðun til að ganga inn á Þingvelli. Það krefst ekki mikillar ígrundunar að skynja þetta. En er þar með sagan öll sögð? Ekki alveg. Ferðamálaráðherra virðist vilja hugnast þremur aðilum: Icelandair og öðrum flugrekstraraðilum sem ekki vilja að sett verði komugjald á ferðamenn til að fjármagna náttúruvernd, hóteleigendum sem ekki vilja gistináttagjald og síðast en ekki síst landeigendum sem vilja fá að rukka sjálfir beint og ofan í eigin vasa. Þegar rukkað var við Kerið, Geysi, Leirhnjúk og í Námaskarði síðastliðið sumar sagði ferðamálaráðherra ekki orð gegn þessu framferði, jafnvel þótt Umhverfisstofnun hefði sagt hið augljósa að þetta væri lögleysa. Ragnheiður Elín lýsti því meira að segja yfir að sér þætti gjaldheimtan í Kerinu takast sérlega vel! Við þetta fengu skráðir eigendur Kersins án efa aukið sjálfstraust enda innheimtu þeir nú ránsfeng sinn undir blaktandi fána lýðveldisins og sögðu engan mann hafinn yfir einkaeignarrétt þeirra! Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera innheimtu fyrir aðgang að íslenskri náttúru eðlilega, „náttúrulega“. Íslensk náttúra á að vera allra að njóta. Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera hana að prívat gróðalind. Það má aldrei gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Náttúrupassi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ferðamálaráðherra er með furðulegri uppátækjum í íslenskum stjórnmálum síðari tíma. Hugdetta um náttúrupassa kemur fram. Ráðherrann bítur hana í sig, í ljós kemur að þorri manna er henni andvígur en ráðherrann heldur engu að síður staðfastlega áfram göngu sinni inn í hið pólitíska öngstræti þótt augljóst sé að málið muni aldrei fá brautargengi á Alþingi. Og ef svo illa færi að lagafrumvarpið yrði samþykkt yrðu lögin engu að síður andvana fædd því almennt myndu Íslendingar ekki festa kaup á þessum passa. Sama fólk sem án efa greiddi með ánægju gjald eða skatt til verndar íslenskri náttúru myndi aldrei undirgangast passaskoðun til að ganga inn á Þingvelli. Það krefst ekki mikillar ígrundunar að skynja þetta. En er þar með sagan öll sögð? Ekki alveg. Ferðamálaráðherra virðist vilja hugnast þremur aðilum: Icelandair og öðrum flugrekstraraðilum sem ekki vilja að sett verði komugjald á ferðamenn til að fjármagna náttúruvernd, hóteleigendum sem ekki vilja gistináttagjald og síðast en ekki síst landeigendum sem vilja fá að rukka sjálfir beint og ofan í eigin vasa. Þegar rukkað var við Kerið, Geysi, Leirhnjúk og í Námaskarði síðastliðið sumar sagði ferðamálaráðherra ekki orð gegn þessu framferði, jafnvel þótt Umhverfisstofnun hefði sagt hið augljósa að þetta væri lögleysa. Ragnheiður Elín lýsti því meira að segja yfir að sér þætti gjaldheimtan í Kerinu takast sérlega vel! Við þetta fengu skráðir eigendur Kersins án efa aukið sjálfstraust enda innheimtu þeir nú ránsfeng sinn undir blaktandi fána lýðveldisins og sögðu engan mann hafinn yfir einkaeignarrétt þeirra! Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera innheimtu fyrir aðgang að íslenskri náttúru eðlilega, „náttúrulega“. Íslensk náttúra á að vera allra að njóta. Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera hana að prívat gróðalind. Það má aldrei gerast.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun