Sumir fara í gegnum heilan feril án þess að fá svona tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2014 06:00 Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson hafa lengi spilað með íslenska landsliðinu en fá nú tækifæri til að spila við þá allra bestu í Evrópu og heiminum á stærsta sviði Evrópukörfuboltans í Berlín á næsta ári. vísir/Anton „Þetta er alveg ótrúlega erfiður riðill,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, við Fréttablaðið fáeinum mínútum eftir að Ísland var dregið í B-riðilinn á EM 2015 í körfubolta í gær. Hann verður spilaður í Berlín, en mótið fer fram 5.-20. september á næsta ári. Drátturinn fór fram í Disneylandi og var Ísland dregið í riðil sem verður hálfgert ævintýri. Í riðlinum auk Íslands eru Spánverjar, Ítalir, Serbar, Tyrkir og gestgjafar riðilsins, Þjóðverjar. „Við erum að tala þarna um líklega fimm af átta bestu liðum mótsins, allavega fimm af tíu bestu. Þó Þýskaland hafi verið í fimmta styrkleikaflokki þá verður Dirk Nowitzki með þeim sem þýðir að Þjóðverjar verða allt í einu ein af sigurstranglegustu þjóðunum. Þeir eru líka með annan góðan NBA-leikmann og með tvo svona sterka spilara innanborðs eru þeir til alls líklega. En auðvitað eru Frakkar og Spánverjar líka skrefi á undan flestum,“ segir Craig.Frábært tækifæri Nowitzki er ekki eina stjarnan sem Ísland mætir í þessum ævintýrariðli í Berlín á næsta ári. Í spænska liðinu má finna NBA-hetjur á borð við Pau Gasol, tvöfaldan meistara með Lakers, og bróður hans, Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies. Ítalir hafa Marco Belinelli hjá meisturum San Antonio Spurs og Tyrkir bjóða upp á hinn 213 cm háa Ömer Asik sem leikur með New Orleans Pelicans. „Þetta er rosalegur riðill svo ég endurtaki það. En þetta er líka fyrsta mótið hjá Íslandi og því verður spennandi að mæta svona gæðaliðum,“ segir Craig, en hvernig mun íslenska liðið nálgast svona svakalega erfitt verkefni? „Við verðum að fara inn í þetta eins og leikina gegn Bretlandi og Bosníu sem komu okkur á EM. Við verðum að spila hver fyrir annan og reyna að búa til góð skot. Ef við getum það þá erum við með góðar skyttur sem geta skorað stig.“ Fyrst og fremst segir landsliðsþjálfarinn þetta vera ævintýri fyrir íslensku leikmennina. „Í íslenska liðinu eru strákar sem hafa lagt mikið á sig til að fá að spila á svona háu stigi. Það er frábært fyrir þá að fá svona tækifæri. Það eru menn sem fara í gegnum heilan feril án þess að komast svo mikið sem einu sinni á stórmót,“ segir Craig Pedersen.Gerir boltann hér heima betri Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var viðstaddur dráttinn líkt og landsliðsþjálfarinn í ævintýralandi Disney-samsteypunnar í París í gær. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta,“ sagði Hannes við Fréttablaðið í gær. Þó Íslendingar óttist eðlilega mótherjana þá verður það sama líklega ekki sagt um stórþjóðirnar þegar kemur að íslenska liðinu. „Þetta er alveg klárlega dauðariðillinn og verður auðvitað mjög erfitt. Sjálfar súpa hinar þjóðirnar hveljur yfir því að vera allar saman í þessum riðli. Þeim leist samt ágætlega á að vera með Íslandi í riðli,“ sagði Hannes léttur. Formaðurinn fékk mikið af hamingjuóskum frá kollegum sínum í París í gær með það eitt að íslenska liðið sé komið þetta langt, en þetta er vitaskuld í fyrsta skipti sem Ísland verður með í lokakeppni stórmóts í körfubolta. „Í heildina er þetta bara stór liður í því að gera körfuboltann heima betri. Á borðinu sem ég sat á voru allir helstu stjórnarmenn FIBA Europe og þeir óskuðu mér allir til hamingju með þessa sögulegu stund. Þetta verður mjög gaman, en auðvitað ætlum við að mæta þarna og gera okkar besta.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega erfiður riðill,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, við Fréttablaðið fáeinum mínútum eftir að Ísland var dregið í B-riðilinn á EM 2015 í körfubolta í gær. Hann verður spilaður í Berlín, en mótið fer fram 5.-20. september á næsta ári. Drátturinn fór fram í Disneylandi og var Ísland dregið í riðil sem verður hálfgert ævintýri. Í riðlinum auk Íslands eru Spánverjar, Ítalir, Serbar, Tyrkir og gestgjafar riðilsins, Þjóðverjar. „Við erum að tala þarna um líklega fimm af átta bestu liðum mótsins, allavega fimm af tíu bestu. Þó Þýskaland hafi verið í fimmta styrkleikaflokki þá verður Dirk Nowitzki með þeim sem þýðir að Þjóðverjar verða allt í einu ein af sigurstranglegustu þjóðunum. Þeir eru líka með annan góðan NBA-leikmann og með tvo svona sterka spilara innanborðs eru þeir til alls líklega. En auðvitað eru Frakkar og Spánverjar líka skrefi á undan flestum,“ segir Craig.Frábært tækifæri Nowitzki er ekki eina stjarnan sem Ísland mætir í þessum ævintýrariðli í Berlín á næsta ári. Í spænska liðinu má finna NBA-hetjur á borð við Pau Gasol, tvöfaldan meistara með Lakers, og bróður hans, Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies. Ítalir hafa Marco Belinelli hjá meisturum San Antonio Spurs og Tyrkir bjóða upp á hinn 213 cm háa Ömer Asik sem leikur með New Orleans Pelicans. „Þetta er rosalegur riðill svo ég endurtaki það. En þetta er líka fyrsta mótið hjá Íslandi og því verður spennandi að mæta svona gæðaliðum,“ segir Craig, en hvernig mun íslenska liðið nálgast svona svakalega erfitt verkefni? „Við verðum að fara inn í þetta eins og leikina gegn Bretlandi og Bosníu sem komu okkur á EM. Við verðum að spila hver fyrir annan og reyna að búa til góð skot. Ef við getum það þá erum við með góðar skyttur sem geta skorað stig.“ Fyrst og fremst segir landsliðsþjálfarinn þetta vera ævintýri fyrir íslensku leikmennina. „Í íslenska liðinu eru strákar sem hafa lagt mikið á sig til að fá að spila á svona háu stigi. Það er frábært fyrir þá að fá svona tækifæri. Það eru menn sem fara í gegnum heilan feril án þess að komast svo mikið sem einu sinni á stórmót,“ segir Craig Pedersen.Gerir boltann hér heima betri Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var viðstaddur dráttinn líkt og landsliðsþjálfarinn í ævintýralandi Disney-samsteypunnar í París í gær. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta,“ sagði Hannes við Fréttablaðið í gær. Þó Íslendingar óttist eðlilega mótherjana þá verður það sama líklega ekki sagt um stórþjóðirnar þegar kemur að íslenska liðinu. „Þetta er alveg klárlega dauðariðillinn og verður auðvitað mjög erfitt. Sjálfar súpa hinar þjóðirnar hveljur yfir því að vera allar saman í þessum riðli. Þeim leist samt ágætlega á að vera með Íslandi í riðli,“ sagði Hannes léttur. Formaðurinn fékk mikið af hamingjuóskum frá kollegum sínum í París í gær með það eitt að íslenska liðið sé komið þetta langt, en þetta er vitaskuld í fyrsta skipti sem Ísland verður með í lokakeppni stórmóts í körfubolta. „Í heildina er þetta bara stór liður í því að gera körfuboltann heima betri. Á borðinu sem ég sat á voru allir helstu stjórnarmenn FIBA Europe og þeir óskuðu mér allir til hamingju með þessa sögulegu stund. Þetta verður mjög gaman, en auðvitað ætlum við að mæta þarna og gera okkar besta.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Sjá meira
Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18
Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09
Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01