Um jólin og hamingjuna Edda Björk Þórðardóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg verðmerkt húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dótabækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsræktarstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjölbreytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakílóin eða komast í jólakjólinn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu.Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að peningaeyðsla í hluti eykur ekki hamingju okkar, heldur eyðsla í eitthvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtilegar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem tengist jólunum; sem er eflaust dýrmætasta jólagjöfin sem við getum gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg verðmerkt húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dótabækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsræktarstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjölbreytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakílóin eða komast í jólakjólinn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu.Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að peningaeyðsla í hluti eykur ekki hamingju okkar, heldur eyðsla í eitthvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtilegar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem tengist jólunum; sem er eflaust dýrmætasta jólagjöfin sem við getum gefið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun