Sérstakt sukk Skjóðan skrifar 3. desember 2014 13:00 Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari hefur allt frá hruni haft her manna í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála og að auki hafa menn í fullu starfi annars staðar verið í umfangsmikilli verktakavinnu fyrir sérstakan og þegið milljónir og jafnvel milljónatugi ofan á dagvinnulaunin sín. Sérstaka athygli vekur að verktakagreiðslur til Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafa numið rúmlega 18 milljónum frá árinu 2010. Sigurður Tómas Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fær nokkru hærri greiðslur en aðstoðarlögreglustjórinn, eða ríflega 51 milljón frá árinu 2009. Telst það kannski ekki fullt starf að vera aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eða lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík? Er svo lítið að gera í vinnunni að menn geti varið tugum stunda í mánuði hverjum í vinnu annars staðar? Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari á væntanlega við að hann treysti því að þessir tveir lögfræðingar hafi lært af mistökum vegna þess að árangur af saksóknarastörfum þeirra fram til þessa hefur í besta falli verið hóflegur. Jón H.B. Snorrason var yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Á ferli hans þar ber hæst stóra málverkamálið, sem eyðilagðist vegna klúðurs af hálfu deildarinnar. Baugsmálið klúðraðist nær fullkomlega í höndum efnahagsbrotadeildar Jóns H.B. og var flestum ákæruatriðum vísað frá dómi vegna þess hve óskýr og illa framsett ákæran var. Sigurður Tómas Magnússon tók við saksókn Baugsmálsins eftir klúðrið og endurákærði. Lítil frægðarför varð úr þeirri saksókn og niðurstaða Baugsmálsins fyrir Hæstarétti varð sú að nær ekkert stóð eftir af upphaflegum ákæruefnum og kærandi málsins hlaut dóm til jafns á við upphaflegan höfuðsakborning og dómurinn felldi nær allan málskostnað á ríkið. Þetta eru sérfræðingarnir sem Sérstakur saksóknari greiðir milljónatugi fyrir sérfræðiaðstoð og kann það að skýra ýmsan málatilbúnað af hálfu embættisins. Sakamál eru byggð á kærum sem embættinu berast en lítt rannsökuð sjálfstætt. Sérstakur saksóknari virðist hafa tekið að sér að vera refsivöndur í þágu hins nýja íslenska fjármálakerfis gegn einstaklingum og lögaðilum, sem stunduðu viðskipti á Íslandi fyrir hrun en eru ekki í hópi vildarvina fjármálakerfisins eftir hrun. Þetta hlýtur að teljast alveg sérstakt sukk og vandséð að til hagsbóta sé fyrir endurreisn íslensks atvinnu- og viðskiptalífs eftir hrun. En sérstakur er náttúrulega með reynslubolta í vinnu við þetta á verktakagreiðslum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur allt frá hruni haft her manna í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála og að auki hafa menn í fullu starfi annars staðar verið í umfangsmikilli verktakavinnu fyrir sérstakan og þegið milljónir og jafnvel milljónatugi ofan á dagvinnulaunin sín. Sérstaka athygli vekur að verktakagreiðslur til Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafa numið rúmlega 18 milljónum frá árinu 2010. Sigurður Tómas Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fær nokkru hærri greiðslur en aðstoðarlögreglustjórinn, eða ríflega 51 milljón frá árinu 2009. Telst það kannski ekki fullt starf að vera aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eða lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík? Er svo lítið að gera í vinnunni að menn geti varið tugum stunda í mánuði hverjum í vinnu annars staðar? Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari á væntanlega við að hann treysti því að þessir tveir lögfræðingar hafi lært af mistökum vegna þess að árangur af saksóknarastörfum þeirra fram til þessa hefur í besta falli verið hóflegur. Jón H.B. Snorrason var yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Á ferli hans þar ber hæst stóra málverkamálið, sem eyðilagðist vegna klúðurs af hálfu deildarinnar. Baugsmálið klúðraðist nær fullkomlega í höndum efnahagsbrotadeildar Jóns H.B. og var flestum ákæruatriðum vísað frá dómi vegna þess hve óskýr og illa framsett ákæran var. Sigurður Tómas Magnússon tók við saksókn Baugsmálsins eftir klúðrið og endurákærði. Lítil frægðarför varð úr þeirri saksókn og niðurstaða Baugsmálsins fyrir Hæstarétti varð sú að nær ekkert stóð eftir af upphaflegum ákæruefnum og kærandi málsins hlaut dóm til jafns á við upphaflegan höfuðsakborning og dómurinn felldi nær allan málskostnað á ríkið. Þetta eru sérfræðingarnir sem Sérstakur saksóknari greiðir milljónatugi fyrir sérfræðiaðstoð og kann það að skýra ýmsan málatilbúnað af hálfu embættisins. Sakamál eru byggð á kærum sem embættinu berast en lítt rannsökuð sjálfstætt. Sérstakur saksóknari virðist hafa tekið að sér að vera refsivöndur í þágu hins nýja íslenska fjármálakerfis gegn einstaklingum og lögaðilum, sem stunduðu viðskipti á Íslandi fyrir hrun en eru ekki í hópi vildarvina fjármálakerfisins eftir hrun. Þetta hlýtur að teljast alveg sérstakt sukk og vandséð að til hagsbóta sé fyrir endurreisn íslensks atvinnu- og viðskiptalífs eftir hrun. En sérstakur er náttúrulega með reynslubolta í vinnu við þetta á verktakagreiðslum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira