Unglingar á áttunda áratugnum Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 10:30 Eleanor og Park Bækur: Eleanor og Park Rainbow Rowell Þýðandi Marta Hlín Magnadóttir Bókabeitan Eleanor og Park er nýkomin út hjá Bókabeitunni, en hún kom út árið 2013 í Bandaríkjunum og sló þar rækilega í gegn. Um er að ræða unglingabók sem unnið hefur til fjölda verðlauna og viðurkenninga og snert alls konar fólk í hjartastað. Og það er ekki skrítið. Sagan er vel skrifuð og skilur mikið eftir. Persónur eru aðlaðandi, frumlegar og auðvelt að tengja við þær. Sagan fjallar um Eleanor og Park, skólasystkini sem sitja hlið við hlið í skólabílnum. Eleanor er ný í skólanum og henni er ekki tekið opnum örmum á nýja staðnum. Vægast sagt. Það sem krakkarnir vita ekki er að heimilisaðstæður hennar eru enn verri en eineltið í skólanum, svo hún hefur byggt upp nokkuð þykkan skráp. En dropinn holar steininn og enginn hefur endalausa þolinmæði fyrir ljótum athugasemdum. Park kemur úr nokkuð öruggu umhverfi en á í flóknu sambandi við föður sinn sem virðist sífellt vilja breyta honum. Þótt Park reyni í fyrstu að forðast þennan nýja sessunaut sinn (Eleanor) til þess að lenda ekki í einelti sjálfur, tengjast þau smám saman í gegnum sameiginleg áhugamál; tónlist og teiknimyndasögur. Og þá upphefst hjartnæm saga um unglingaást. Sagan gerist á áttunda áratugnum og það gefur andrúmsloftinu nostalgískan blæ. Nútímatækni er víðs fjarri, smáskilaboð og internetið er enn ekki orðið að hugmynd, en AA-rafhlöður – einnota – eru dýrmætari en gull, því þær halda vasadiskóinu gangandi. Þrátt fyrir undirliggjandi harm er sagan engu að síður uppfull af gleði og fallegum tilfinningum. Bókin fjallar um sjálfstjáningu, sjálfsuppgötvun, sjálfsöryggi og óöryggi. Unglingar eru unglingar. Yndislega fallegar og einlægar senur í bland við aðrar hræðilega ljótar, uppfullar af illkvittni unglingsáranna. Uppbyggingin er vel heppnuð. Köflunum er skipt niður þannig að lesandinn skiptist á að lesa út frá sjónarhorni Eleanor og Parks. Það er sérstaklega eftirtektarvert hvernig höfundur notar þessa leið til að skapa takt í sögunni, því í upphafi les lesandinn sömu senuna út frá hvoru sjónarhorni fyrir sig, en þegar spenna færist í leikinn fara Eleanor og Park að kallast á, sem sagt taka við hvort af öðru að færa söguþráðinn áfram. Íslenska þýðingin hefði mátt við einum prófarkarlestri í viðbót, því enn er nokkuð um innsláttarvillur sem er svolítið pirrandi. En þýðingin er að öðru leyti góð. Halla Niðurstaða: Unglingabók um mörg mikilvæg málefni sem snertir lesendur í hjartastað. Falleg ástarsaga snert af djúpum harmi. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Eleanor og Park Rainbow Rowell Þýðandi Marta Hlín Magnadóttir Bókabeitan Eleanor og Park er nýkomin út hjá Bókabeitunni, en hún kom út árið 2013 í Bandaríkjunum og sló þar rækilega í gegn. Um er að ræða unglingabók sem unnið hefur til fjölda verðlauna og viðurkenninga og snert alls konar fólk í hjartastað. Og það er ekki skrítið. Sagan er vel skrifuð og skilur mikið eftir. Persónur eru aðlaðandi, frumlegar og auðvelt að tengja við þær. Sagan fjallar um Eleanor og Park, skólasystkini sem sitja hlið við hlið í skólabílnum. Eleanor er ný í skólanum og henni er ekki tekið opnum örmum á nýja staðnum. Vægast sagt. Það sem krakkarnir vita ekki er að heimilisaðstæður hennar eru enn verri en eineltið í skólanum, svo hún hefur byggt upp nokkuð þykkan skráp. En dropinn holar steininn og enginn hefur endalausa þolinmæði fyrir ljótum athugasemdum. Park kemur úr nokkuð öruggu umhverfi en á í flóknu sambandi við föður sinn sem virðist sífellt vilja breyta honum. Þótt Park reyni í fyrstu að forðast þennan nýja sessunaut sinn (Eleanor) til þess að lenda ekki í einelti sjálfur, tengjast þau smám saman í gegnum sameiginleg áhugamál; tónlist og teiknimyndasögur. Og þá upphefst hjartnæm saga um unglingaást. Sagan gerist á áttunda áratugnum og það gefur andrúmsloftinu nostalgískan blæ. Nútímatækni er víðs fjarri, smáskilaboð og internetið er enn ekki orðið að hugmynd, en AA-rafhlöður – einnota – eru dýrmætari en gull, því þær halda vasadiskóinu gangandi. Þrátt fyrir undirliggjandi harm er sagan engu að síður uppfull af gleði og fallegum tilfinningum. Bókin fjallar um sjálfstjáningu, sjálfsuppgötvun, sjálfsöryggi og óöryggi. Unglingar eru unglingar. Yndislega fallegar og einlægar senur í bland við aðrar hræðilega ljótar, uppfullar af illkvittni unglingsáranna. Uppbyggingin er vel heppnuð. Köflunum er skipt niður þannig að lesandinn skiptist á að lesa út frá sjónarhorni Eleanor og Parks. Það er sérstaklega eftirtektarvert hvernig höfundur notar þessa leið til að skapa takt í sögunni, því í upphafi les lesandinn sömu senuna út frá hvoru sjónarhorni fyrir sig, en þegar spenna færist í leikinn fara Eleanor og Park að kallast á, sem sagt taka við hvort af öðru að færa söguþráðinn áfram. Íslenska þýðingin hefði mátt við einum prófarkarlestri í viðbót, því enn er nokkuð um innsláttarvillur sem er svolítið pirrandi. En þýðingin er að öðru leyti góð. Halla Niðurstaða: Unglingabók um mörg mikilvæg málefni sem snertir lesendur í hjartastað. Falleg ástarsaga snert af djúpum harmi.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira