Eigið fé í kringum núll Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 07:00 Um leið og þeir ríku sem þurfa ekki á peningnum að halda sækja um leiðréttingu og bregðast svo hinir verstu við þegar þeir fá að sjá upphæðina sem þeim var reiknuð því þeim þykir hún of há, er gott að líta til þeirra sem lítið eiga og eru að fá leiðréttingu. Ef við skoðum útfærslu leiðréttingarinnar kemur fram að 70% fjárhæðar leiðréttingar rennur til einstaklinga sem eiga minna en 11 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 25 milljónir í eigin fé. En tíðasta gildi leiðréttingarinnar er þar sem eigið fé er í kringum núll. Því er ekki hægt að halda því fram að auðvaldsmenn séu að soga leiðréttinguna til sín án þess að þurfa á henni að halda og því síður hægt að skilja hvers vegna þetta sama fólk sótti um valfrjálsa leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum til þess eins að koma ríkidæmi sínu á framfæri. Því ef við lítum aftur á leiðréttinguna þá mun stærstur hluti hennar fara til fólks sem er yngra en 50 ára, á lítið eigið fé í húsnæði sínu, er með lágar tekjur og skuldar á bilinu 15–30 milljónir. Gíslataka leiðréttingar Þetta er ekki auðvaldið, þetta er ekki fólkið sem fór óvarlega og kom sér í ofurskuldir og því síður er þetta fólk sem á mikið eigið fé í húsnæði sínu. Ef við viljum fá nánara dæmi getum við séð að 55% fjárhæðar leiðréttingar fer til einstaklinga sem eiga minna en 4 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir í eigin fé. Þeir sem telja sig vel setta halda niðurstöðu leiðréttingarinnar í gíslingu, eins og enginn megi gleðjast og helst eigi að fyrirlíta þá upphæð sem fólk sá birtast á skjánum hjá sér þann 11. nóvember síðastliðinn. Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða heimila í húsnæði aukast með beinum hætti um leið og lág verðbólga og hækkandi fasteignamat styrkir stöðu þeirra. Um 4.000 aðilar munu færast yfir í jákvætt fé. Þegar ráðstöfunartekjur aukast, afborganir lána lækka og eiginfjárstaða 54 þúsund heimila, það er 91 þúsund einstaklinga, styrkist er ekki annað hægt en að fagna með samborgurum sínum sem fá lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda þó hún sé ekki full leiðrétting á þeim forsendubresti sem varð. Við stígum þó skrefin í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Um leið og þeir ríku sem þurfa ekki á peningnum að halda sækja um leiðréttingu og bregðast svo hinir verstu við þegar þeir fá að sjá upphæðina sem þeim var reiknuð því þeim þykir hún of há, er gott að líta til þeirra sem lítið eiga og eru að fá leiðréttingu. Ef við skoðum útfærslu leiðréttingarinnar kemur fram að 70% fjárhæðar leiðréttingar rennur til einstaklinga sem eiga minna en 11 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 25 milljónir í eigin fé. En tíðasta gildi leiðréttingarinnar er þar sem eigið fé er í kringum núll. Því er ekki hægt að halda því fram að auðvaldsmenn séu að soga leiðréttinguna til sín án þess að þurfa á henni að halda og því síður hægt að skilja hvers vegna þetta sama fólk sótti um valfrjálsa leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum til þess eins að koma ríkidæmi sínu á framfæri. Því ef við lítum aftur á leiðréttinguna þá mun stærstur hluti hennar fara til fólks sem er yngra en 50 ára, á lítið eigið fé í húsnæði sínu, er með lágar tekjur og skuldar á bilinu 15–30 milljónir. Gíslataka leiðréttingar Þetta er ekki auðvaldið, þetta er ekki fólkið sem fór óvarlega og kom sér í ofurskuldir og því síður er þetta fólk sem á mikið eigið fé í húsnæði sínu. Ef við viljum fá nánara dæmi getum við séð að 55% fjárhæðar leiðréttingar fer til einstaklinga sem eiga minna en 4 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir í eigin fé. Þeir sem telja sig vel setta halda niðurstöðu leiðréttingarinnar í gíslingu, eins og enginn megi gleðjast og helst eigi að fyrirlíta þá upphæð sem fólk sá birtast á skjánum hjá sér þann 11. nóvember síðastliðinn. Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða heimila í húsnæði aukast með beinum hætti um leið og lág verðbólga og hækkandi fasteignamat styrkir stöðu þeirra. Um 4.000 aðilar munu færast yfir í jákvætt fé. Þegar ráðstöfunartekjur aukast, afborganir lána lækka og eiginfjárstaða 54 þúsund heimila, það er 91 þúsund einstaklinga, styrkist er ekki annað hægt en að fagna með samborgurum sínum sem fá lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda þó hún sé ekki full leiðrétting á þeim forsendubresti sem varð. Við stígum þó skrefin í rétta átt.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun