Þegar lífið merkir hálfvita Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. nóvember 2014 07:00 Ég varð óttasleginn þegar ég mætti augnaráði hans í anddyrinu. Sársaukinn af þungri niðurlægingu og nauð skein úr augum hans eins og vítiseldar. Hann var klæddur í gömul og slitin jakkaföt sem gáfust illa í desemberkuldanum. „Ekki geturðu hjálpað mér?“ spurði hann eins og hann væri grátandi þótt tárin væru fyrir löng uppurin. Þettavar á menningarsetri í Aþenu þar sem ég vann um þessar mundir. Hann sagðist vera lögfræðingur frá Albaníu og svæfi nú ásamt konu sinni og tveimur börnum á lestarstöðinni í Ómónia en þangað hætti ég mér ekki eftir sólsetur. Fór hann ekki tómhentur af þessum fundi. Á vordögum kemur þessi maður aftur á menningarsetrið, pantar sér kaffi en segir svo: „Manstu ekki eftir mér?“ eins og Egill Ólafsson gerði mörgum árum síðar. Ég kom honum ekki strax fyrir mig því hugur minn hafði geymt hann í hólfinu sem á stóð „albanskir flóttamenn“. En þarna var hreint enginn albanskur flóttamaður á ferðinni. Stolt og ánægja skein úr augunum. Það var hins vegar ýmislegt sem benti til þess að ég væri með handónýtt flokkunarkerfi í kollinum. Oft sjáum við í sjónvarpinu fólk sem er á neðsta þrepi niðurlægingar. Til dæmis líður varla sá dagur að ekki sé verið að bjarga fólki frá drukknun sem reynir að gera sér leið hingað til Spánar frá Afríku. Tilhneigingin er að horfa á fólkið í fréttunum og setja það svo í hugarfylgsni merkt „flóttamenn frá Afríku“. Málið er afgreitt með því að stinga þessum tíðindum í hólfið merkt: „Svona er heimurinn“. Þessi hugsunarháttur er kannski hagnýtur á skrifstofunni en hrein heimska í mannhafinu. Eða hverskonar hugarheim eru menn að búa sér þegar þeir dæma fólk aðeins af einu erfiðu augnabliki úr lífi þess? Jesús væri þá í hólfinu „niðurlægðir fangar“, Eric Clapton væri undir „fyllibyttum“ og Ödipus væri í hólfinu „óhóflega miklir mömmudrengir“ eða „masókistar“ enda stakk hann úr sér augun. Eina skiptið sem þessari flokkunaraðferð er beitt réttilega í mannhafinu, er þegar lífið sjálft tekur fólk sem hugsar með þessum hætti og fleygir því eins og ónýtu nefndaráliti í skúffu merkta hálfvitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Ég varð óttasleginn þegar ég mætti augnaráði hans í anddyrinu. Sársaukinn af þungri niðurlægingu og nauð skein úr augum hans eins og vítiseldar. Hann var klæddur í gömul og slitin jakkaföt sem gáfust illa í desemberkuldanum. „Ekki geturðu hjálpað mér?“ spurði hann eins og hann væri grátandi þótt tárin væru fyrir löng uppurin. Þettavar á menningarsetri í Aþenu þar sem ég vann um þessar mundir. Hann sagðist vera lögfræðingur frá Albaníu og svæfi nú ásamt konu sinni og tveimur börnum á lestarstöðinni í Ómónia en þangað hætti ég mér ekki eftir sólsetur. Fór hann ekki tómhentur af þessum fundi. Á vordögum kemur þessi maður aftur á menningarsetrið, pantar sér kaffi en segir svo: „Manstu ekki eftir mér?“ eins og Egill Ólafsson gerði mörgum árum síðar. Ég kom honum ekki strax fyrir mig því hugur minn hafði geymt hann í hólfinu sem á stóð „albanskir flóttamenn“. En þarna var hreint enginn albanskur flóttamaður á ferðinni. Stolt og ánægja skein úr augunum. Það var hins vegar ýmislegt sem benti til þess að ég væri með handónýtt flokkunarkerfi í kollinum. Oft sjáum við í sjónvarpinu fólk sem er á neðsta þrepi niðurlægingar. Til dæmis líður varla sá dagur að ekki sé verið að bjarga fólki frá drukknun sem reynir að gera sér leið hingað til Spánar frá Afríku. Tilhneigingin er að horfa á fólkið í fréttunum og setja það svo í hugarfylgsni merkt „flóttamenn frá Afríku“. Málið er afgreitt með því að stinga þessum tíðindum í hólfið merkt: „Svona er heimurinn“. Þessi hugsunarháttur er kannski hagnýtur á skrifstofunni en hrein heimska í mannhafinu. Eða hverskonar hugarheim eru menn að búa sér þegar þeir dæma fólk aðeins af einu erfiðu augnabliki úr lífi þess? Jesús væri þá í hólfinu „niðurlægðir fangar“, Eric Clapton væri undir „fyllibyttum“ og Ödipus væri í hólfinu „óhóflega miklir mömmudrengir“ eða „masókistar“ enda stakk hann úr sér augun. Eina skiptið sem þessari flokkunaraðferð er beitt réttilega í mannhafinu, er þegar lífið sjálft tekur fólk sem hugsar með þessum hætti og fleygir því eins og ónýtu nefndaráliti í skúffu merkta hálfvitum.