Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar Sigurður Oddsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Þær fréttir bárust frá Sauðárkróki, að kjarnakonum þar í bæ hefði tekist að minnka notkun plastpoka og stefna nú á plastpokalausan bæ. Það væri gott, ef allir væru jafn meðvitaðir um verndun umhverfisins og konurnar á Króknum, en varast ber að trúa öllum fréttum frá útlöndum, sem heilögum sannleika. Það er rétt að umhverfinu stafar mikil ógn af plastdrasli, sem er reikult um allan sjó og brotnar ekki niður. Minnst af þessu plasti eru plastburðarpokar, eins og notaðir eru í matvöruverslunum á Íslandi t.d. hjá Skagfirðingabúð. Á Íslandi eru kjörbúðarpokar sterkir og enda flestir undir heimilissorp, sem er urðað. Öðru máli gegnir á meginlandinu. Þar hafa burðarpokar stöðugt verið þynntir og hækkaðir í verði. Árangurinn er að þeir eru orðnir einnota, vegna þess að ódýrara er að kaupa ruslapoka fyrir heimilissorpið. Það eru þessir þunnu pokar, sem sjást fjúkandi út um allt áður en þeir lenda í sjónum. Sóðaskapurinn og mengunin er þeim mun meiri, sem sunnar dregur í álfuna. Líklega mest á Ítalíu, sem hrósar sér nú fyrir að hafa minnkað mikið notkun plastburðarpoka. Þeir sleppa hins vegar að geta þess að notkun ruslapoka hefur aukist í réttu hlutfalli við minni notkun burðarpoka. Söluaukning ruslapoka er 70%, sem er mikið meiri en minnkunin í notkun burðarpoka. Þannig hefur plastnotkun og aukin mengun úthafa aukist við minni notkun plastburðarpoka. Plastburðarpokar eru lítill hluti plastumbúða eða um eða innan við 5% af heildarnotkun plastumbúða. Hvað á að koma í staðinn fyrir plastumbúðir hjá t.d. hjá Kjötafurðastöð KS, Mjólkurbúi KS, Fisk og Hólalaxi, sem eru á Króknum? Pappírspokar geta að einhverju leyti komið í stað burðarpoka, brauðapoka, en þá myndu vísitölubrauðin hækka í verði og þar með verðtryggðu lánin. Hvernig verður geymsluþol kjöts, osts og fisks án plasts? Það að útrýma plastinu er jafn óraunhæft og kosningaloforðið „fíkniefnalaust Ísland“ var á sínum tíma.Heilbrigð skynsemi Konurnar í Skagafirði get ég glatt með því að plastið er jafn mikil guðs blessun og fíkniefnin eru mikil bölvun djöfulsins. Það er nefnilega þannig að plastefni verða til sem hliðarafurð við framleiðslu eldsneytis úr hráolíu. Það er efni, sem þyrfti að eyða væri það ekki nýtt í plastefni. Plastefnið er 3% af hráolíunni og var áður sóað með brennslu í olíuhreinsunarstöðvum. Það er heilbrigð skynsemi og umhverfisvænt að nýta þetta efni í stað þess að eyða því, þó svo að það brenni án mengunar. Tré binda gróðurhúsalofttegundir úr andrúmsloftinu. Til framleiðslu pappírs þarf að fella tré, sem ekki er umhverfisvænt. Endurvinnsla pappírs hefur í för með sér meiri mengun. Fyrir löngu síðan framleiddi ég plastpoka og ætlaði að bæta við vöruúrvalið pokum úr endurunnum pappír. Í Skotlandi skoðaði ég verksmiðju sem endurvann pappír og framleiddi pappírspoka. Eftir þá ferð hryllir mig við í hvert skipti, sem ég sé brúnan pappírsburðarpoka, sem komust í tísku út á að vera endurunnir og umhverfisvænir. Í stuttu máli fór endurvinnslan í Skotlandi þannig fram að vörubílar sturtuðu pappír í stóra þró, vökva var bætt við og svo hrært í öllu saman þar til úr varð drulla. Síðan var vökvinn skilinn frá svo eftir varð þykkt deig, sem pappírinn var unninn úr. Vökvinn úr drullunni með eiturefnunum, eins og t.d. vítissóda, hefur væntanlega verið hreinsaður áður en hann rann til sjávar? Endurvinnsla plasts er einfaldari og fer að mestu leyti fram í sömu vélum og plastið var framleitt í án mengunar. Plast sem ekki er endurunnið er vinsælt meðefni í sorpbrennslustöðvum, því það brennur við svo hátt hitastig. Þá er minni mengun við brunann. Hugsanlega hefði ekki þurft að loka sumum sorpbrennslustöðvunum hefðu þær fengið nægilegt magn af heyrúlluplasti og veiðarfærum til blöndunar í heimilissorpið? Verðugt verkefni umhverfissinna til verndunar umhverfinu væri að skipta út mjólkurumbúðum úr pappa fyrir umhverfisvænni umbúðir úr plasti, t.d. flöskur eða enn umhverfisvænni plastpoka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Þær fréttir bárust frá Sauðárkróki, að kjarnakonum þar í bæ hefði tekist að minnka notkun plastpoka og stefna nú á plastpokalausan bæ. Það væri gott, ef allir væru jafn meðvitaðir um verndun umhverfisins og konurnar á Króknum, en varast ber að trúa öllum fréttum frá útlöndum, sem heilögum sannleika. Það er rétt að umhverfinu stafar mikil ógn af plastdrasli, sem er reikult um allan sjó og brotnar ekki niður. Minnst af þessu plasti eru plastburðarpokar, eins og notaðir eru í matvöruverslunum á Íslandi t.d. hjá Skagfirðingabúð. Á Íslandi eru kjörbúðarpokar sterkir og enda flestir undir heimilissorp, sem er urðað. Öðru máli gegnir á meginlandinu. Þar hafa burðarpokar stöðugt verið þynntir og hækkaðir í verði. Árangurinn er að þeir eru orðnir einnota, vegna þess að ódýrara er að kaupa ruslapoka fyrir heimilissorpið. Það eru þessir þunnu pokar, sem sjást fjúkandi út um allt áður en þeir lenda í sjónum. Sóðaskapurinn og mengunin er þeim mun meiri, sem sunnar dregur í álfuna. Líklega mest á Ítalíu, sem hrósar sér nú fyrir að hafa minnkað mikið notkun plastburðarpoka. Þeir sleppa hins vegar að geta þess að notkun ruslapoka hefur aukist í réttu hlutfalli við minni notkun burðarpoka. Söluaukning ruslapoka er 70%, sem er mikið meiri en minnkunin í notkun burðarpoka. Þannig hefur plastnotkun og aukin mengun úthafa aukist við minni notkun plastburðarpoka. Plastburðarpokar eru lítill hluti plastumbúða eða um eða innan við 5% af heildarnotkun plastumbúða. Hvað á að koma í staðinn fyrir plastumbúðir hjá t.d. hjá Kjötafurðastöð KS, Mjólkurbúi KS, Fisk og Hólalaxi, sem eru á Króknum? Pappírspokar geta að einhverju leyti komið í stað burðarpoka, brauðapoka, en þá myndu vísitölubrauðin hækka í verði og þar með verðtryggðu lánin. Hvernig verður geymsluþol kjöts, osts og fisks án plasts? Það að útrýma plastinu er jafn óraunhæft og kosningaloforðið „fíkniefnalaust Ísland“ var á sínum tíma.Heilbrigð skynsemi Konurnar í Skagafirði get ég glatt með því að plastið er jafn mikil guðs blessun og fíkniefnin eru mikil bölvun djöfulsins. Það er nefnilega þannig að plastefni verða til sem hliðarafurð við framleiðslu eldsneytis úr hráolíu. Það er efni, sem þyrfti að eyða væri það ekki nýtt í plastefni. Plastefnið er 3% af hráolíunni og var áður sóað með brennslu í olíuhreinsunarstöðvum. Það er heilbrigð skynsemi og umhverfisvænt að nýta þetta efni í stað þess að eyða því, þó svo að það brenni án mengunar. Tré binda gróðurhúsalofttegundir úr andrúmsloftinu. Til framleiðslu pappírs þarf að fella tré, sem ekki er umhverfisvænt. Endurvinnsla pappírs hefur í för með sér meiri mengun. Fyrir löngu síðan framleiddi ég plastpoka og ætlaði að bæta við vöruúrvalið pokum úr endurunnum pappír. Í Skotlandi skoðaði ég verksmiðju sem endurvann pappír og framleiddi pappírspoka. Eftir þá ferð hryllir mig við í hvert skipti, sem ég sé brúnan pappírsburðarpoka, sem komust í tísku út á að vera endurunnir og umhverfisvænir. Í stuttu máli fór endurvinnslan í Skotlandi þannig fram að vörubílar sturtuðu pappír í stóra þró, vökva var bætt við og svo hrært í öllu saman þar til úr varð drulla. Síðan var vökvinn skilinn frá svo eftir varð þykkt deig, sem pappírinn var unninn úr. Vökvinn úr drullunni með eiturefnunum, eins og t.d. vítissóda, hefur væntanlega verið hreinsaður áður en hann rann til sjávar? Endurvinnsla plasts er einfaldari og fer að mestu leyti fram í sömu vélum og plastið var framleitt í án mengunar. Plast sem ekki er endurunnið er vinsælt meðefni í sorpbrennslustöðvum, því það brennur við svo hátt hitastig. Þá er minni mengun við brunann. Hugsanlega hefði ekki þurft að loka sumum sorpbrennslustöðvunum hefðu þær fengið nægilegt magn af heyrúlluplasti og veiðarfærum til blöndunar í heimilissorpið? Verðugt verkefni umhverfissinna til verndunar umhverfinu væri að skipta út mjólkurumbúðum úr pappa fyrir umhverfisvænni umbúðir úr plasti, t.d. flöskur eða enn umhverfisvænni plastpoka.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun