Nálægðin getur verið erfið Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Sigurjón J. Sigurðsson. Frá stofnun Bæjarins besta á Ísafirði fyrir þrjátíu árum hefur aldrei fallið út vika í útgáfu. Mynd/Bæjarins besta Á föstudaginn kemur er vikuritið Bæjarins besta á Ísafirði 30 ára gamalt. Í janúarbyrjun komandi er svo jafnframt 15 ára afmæli fréttavefsins bb.is. Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins besta og bb.is, segir rétt að aldrei hafi fallið út vika í útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína. „Og það þótt við búum á svona erfiðu svæði,“ bætir hann við. Fyrstu árin hafi hins vegar verið sérstaklega erfið því þá hafi blaðið verið sett upp á gamla mátann. „Við þurftum að líma það upp eins og gert var þá og senda til Reykjavíkur í vinnslu og fá plötur til baka í flugi.“ Blaðið var svo prentað fyrir vestan. Þótt vel hafi gengið og blaðið orðið þetta gamalt segir Sigurjón vissulega hafa komið erfiða tíma inn á milli. „Það er ekkert auðvelt verk að gefa út blað í svona litlu samfélagi,“ segir hann, en bætir við að hann hafi aldrei látið nálægðina við viðfangsefnin stöðva sig. „Fréttir eru fréttir, hvort sem öllum líkar þær eða ekki,“ segir hann, en viðurkennir um leið að sumt hafi verið erfiðara en annað. „Erfiðast var þetta í kring um snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri og við vorum náttúrlega með ljósmyndara á vettvangi í Súðavík, sem var þarna björgunarmaður líka, meðeigandi minn í blaðinu.“ Fyrsta hálfa árið var Bæjarins besta fríblað með sjónvarpsdagskrá og skemmtiefni, en eftir það ákváðu stofnendurnir, Sigurjón og Halldór Sveinbjörnsson, að breyta því í fréttablað. „Fyrstu árin dreifðum við blaðinu frítt, en svo fór það í sölu og var þannig alveg þangað til um áramótin 2012/2013 þegar við breyttum því aftur í fríblað.“ Það segir Sigurjón fyrst og fremst hafa verið gert til þess að efla auglýsingasölu í blaðið, því auglýsendur hafi verið viljugri til að auglýsa í fríblaði en áskriftar- og sölublaði. Sigurjón segir það samt hafa kallað á dálitla umhugsun að breyta blaðinu aftur. Í gegn um tíðina hefur Bæjarins besta fengið samkeppni frá einum fjórum eða fimm blöðum, bæði sjónvarpsdagskrám og fréttablöðum. „En þau hafa öll hætt og ég hef bara brugðist við með því að gefa út betra blað, en ekki farið út í fríblaðsformið.“ Núna sé blaðinu hins vegar dreift í öll hús á svæðinu sem ekki var orðið á þeim tíma. Síðan styðji blaðið vefinn og öfugt. Sigurjón vonast til þess að Bæjarins besta eigi langa framtíð fyrir sér enn, þótt hann sjái ekki fyrir sér þrjátíu ár í viðbót. „Ég ætla ekki að vera í þessu fram í nírætt,“ segir hann og hlær. „En ég vona svo sannarlega að áfram verði haldið hér úti fréttablaði næstu áratugina.“ Fréttir af flugi Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Á föstudaginn kemur er vikuritið Bæjarins besta á Ísafirði 30 ára gamalt. Í janúarbyrjun komandi er svo jafnframt 15 ára afmæli fréttavefsins bb.is. Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins besta og bb.is, segir rétt að aldrei hafi fallið út vika í útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína. „Og það þótt við búum á svona erfiðu svæði,“ bætir hann við. Fyrstu árin hafi hins vegar verið sérstaklega erfið því þá hafi blaðið verið sett upp á gamla mátann. „Við þurftum að líma það upp eins og gert var þá og senda til Reykjavíkur í vinnslu og fá plötur til baka í flugi.“ Blaðið var svo prentað fyrir vestan. Þótt vel hafi gengið og blaðið orðið þetta gamalt segir Sigurjón vissulega hafa komið erfiða tíma inn á milli. „Það er ekkert auðvelt verk að gefa út blað í svona litlu samfélagi,“ segir hann, en bætir við að hann hafi aldrei látið nálægðina við viðfangsefnin stöðva sig. „Fréttir eru fréttir, hvort sem öllum líkar þær eða ekki,“ segir hann, en viðurkennir um leið að sumt hafi verið erfiðara en annað. „Erfiðast var þetta í kring um snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri og við vorum náttúrlega með ljósmyndara á vettvangi í Súðavík, sem var þarna björgunarmaður líka, meðeigandi minn í blaðinu.“ Fyrsta hálfa árið var Bæjarins besta fríblað með sjónvarpsdagskrá og skemmtiefni, en eftir það ákváðu stofnendurnir, Sigurjón og Halldór Sveinbjörnsson, að breyta því í fréttablað. „Fyrstu árin dreifðum við blaðinu frítt, en svo fór það í sölu og var þannig alveg þangað til um áramótin 2012/2013 þegar við breyttum því aftur í fríblað.“ Það segir Sigurjón fyrst og fremst hafa verið gert til þess að efla auglýsingasölu í blaðið, því auglýsendur hafi verið viljugri til að auglýsa í fríblaði en áskriftar- og sölublaði. Sigurjón segir það samt hafa kallað á dálitla umhugsun að breyta blaðinu aftur. Í gegn um tíðina hefur Bæjarins besta fengið samkeppni frá einum fjórum eða fimm blöðum, bæði sjónvarpsdagskrám og fréttablöðum. „En þau hafa öll hætt og ég hef bara brugðist við með því að gefa út betra blað, en ekki farið út í fríblaðsformið.“ Núna sé blaðinu hins vegar dreift í öll hús á svæðinu sem ekki var orðið á þeim tíma. Síðan styðji blaðið vefinn og öfugt. Sigurjón vonast til þess að Bæjarins besta eigi langa framtíð fyrir sér enn, þótt hann sjái ekki fyrir sér þrjátíu ár í viðbót. „Ég ætla ekki að vera í þessu fram í nírætt,“ segir hann og hlær. „En ég vona svo sannarlega að áfram verði haldið hér úti fréttablaði næstu áratugina.“
Fréttir af flugi Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira