Alveg ferlegt bara… Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Í þessum skrifuðu orðum sit ég á fundi hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra (Dövas Nordiska Råd) og er alveg miður mín þar sem ég var að tilkynna fullrúum hinna Norðurlandaþjóðanna að túlkun í atvinnulífi, daglegu lífi og fjarsímatúlkun væri alveg í krassi á Íslandi eina ferðina enn. Hinir fulltrúarnir göptu af undrun þegar þau fengu svör við hve miklu væri varið í þessa túlkun, þetta er langt, langt, langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þetta hefur áhrif á mun miklu stærra samfélag en eingöngu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál. Á fundinum ræddum við um sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun, um tungumálasamninginn, um samning vegna félagslegrar aðstoðar og fleiri mál. Mikið þótti mér leiðinlegt að vera Íslendingur þá, fulltrúi fyrir hönd Íslands á þessum fundi þar sem við erum langt á eftir í þessum málum. Ég hef séð hvað þetta hefur áhrif á marga félagsmenn Félags heyrnarlausra, marga sem eru tengdir þessum félagsmönnum, börn sem þurfa að sitja hjá og sjá foreldra sína vera utangátta, aldraða foreldra sem geta ekki átt samskipti við heyrnarlausu börnin sín, heyrnarlausa foreldra sem ná ekki að sinna skyldum sínum sem bekkjarfulltrúi eða umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna sinna og margt fleira. Ekki er rétt að vísa málinu á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, óréttlætanlegt er að ætlast til þess að forgangsraða eigi túlkunum með þessa pínulitlu fjárhæð sem veitt er í túlkun í daglegu lífi. Ekki er heldur rétt að vísa málinu til einhverrar nefndar, síðasta nefndin sem hefur verið starfandi er nefnd sem hefur unnið í rúmlega 4 ár. Enn hefur ekkert verið gert þrátt fyrir að tæplega 10 nefndir hafi verið starfandi síðan 1988. Nú segjum við stopp. Leyfið okkur að vera virkir þjóðfélagsþegnar, foreldrar, börn, húseigendur, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar, ættingjar og fleira og fleira. Ég vil geta mætt á næsta fund hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra sem stoltur Íslendingur sem er ekki mörgum tugum ára á eftir öðrum Norðurlandabúum í túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Í þessum skrifuðu orðum sit ég á fundi hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra (Dövas Nordiska Råd) og er alveg miður mín þar sem ég var að tilkynna fullrúum hinna Norðurlandaþjóðanna að túlkun í atvinnulífi, daglegu lífi og fjarsímatúlkun væri alveg í krassi á Íslandi eina ferðina enn. Hinir fulltrúarnir göptu af undrun þegar þau fengu svör við hve miklu væri varið í þessa túlkun, þetta er langt, langt, langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þetta hefur áhrif á mun miklu stærra samfélag en eingöngu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál. Á fundinum ræddum við um sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun, um tungumálasamninginn, um samning vegna félagslegrar aðstoðar og fleiri mál. Mikið þótti mér leiðinlegt að vera Íslendingur þá, fulltrúi fyrir hönd Íslands á þessum fundi þar sem við erum langt á eftir í þessum málum. Ég hef séð hvað þetta hefur áhrif á marga félagsmenn Félags heyrnarlausra, marga sem eru tengdir þessum félagsmönnum, börn sem þurfa að sitja hjá og sjá foreldra sína vera utangátta, aldraða foreldra sem geta ekki átt samskipti við heyrnarlausu börnin sín, heyrnarlausa foreldra sem ná ekki að sinna skyldum sínum sem bekkjarfulltrúi eða umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna sinna og margt fleira. Ekki er rétt að vísa málinu á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, óréttlætanlegt er að ætlast til þess að forgangsraða eigi túlkunum með þessa pínulitlu fjárhæð sem veitt er í túlkun í daglegu lífi. Ekki er heldur rétt að vísa málinu til einhverrar nefndar, síðasta nefndin sem hefur verið starfandi er nefnd sem hefur unnið í rúmlega 4 ár. Enn hefur ekkert verið gert þrátt fyrir að tæplega 10 nefndir hafi verið starfandi síðan 1988. Nú segjum við stopp. Leyfið okkur að vera virkir þjóðfélagsþegnar, foreldrar, börn, húseigendur, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar, ættingjar og fleira og fleira. Ég vil geta mætt á næsta fund hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra sem stoltur Íslendingur sem er ekki mörgum tugum ára á eftir öðrum Norðurlandabúum í túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausra.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar