Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Haraldur Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Bruggsmiðjan hefur framleitt Kalda frá árinu 2006. „Við stefnum að því að auka framleiðsluna um 36 prósent á næstu tveimur árum og opna hér bjórspa og lítinn veitingastað,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði. Agnes segir framkvæmdir vegna framleiðsluaukningarinnar þegar hafnar. Þeim eigi að ljúka árið 2016. „Við erum að stækka örlítið núna og erum að byggja 50 fermetra hús og láta smíða fyrir okkur þrjá nýja fjögur þúsund lítra tanka. Við sjáum svo fyrir okkur að geta bætt aðstöðuna fyrir átöppun og róbóta og farið í örlitla stækkun í tönkum á næsta ári. Við ætlum svo að klára þessu stækkun árið 2016 og þá vil ég fara í bjórspa-ið,“ segir Agnes.Agnes Anna SigurðardóttirBruggsmiðjan framleiðir nú um 550 þúsund lítra af bjórnum Kalda á ári. Framleiðslugetan eykst um 200 þúsund lítra með stækkuninni. „Við teljum að það sé markaður fyrir það. Síðasta sumar var allt að þriggja vikna biðlisti eftir því að fá Kalda á veitingastaði.“ Bjórspö eru að sögn Agnesar vel þekkt í Tékklandi. Hugmynd eigenda Bruggsmiðjunnar gengur út á að sjór og Kaldi séu hitaðir í þar til gerðu kari. „Bjórinn er svo gríðarlega hollur fyrir húðina, og brugghúsið er við sjóinn, þannig að við munum nota hreinsaðan sjó og Kalda til að búa til spa-paradís.“ Agnes tekur fram að fyrirtækið hafi alltaf verið byggt upp í smáum skrefum og að skynsemin verði áfram höfð að leiðarljósi. Bruggsmiðjan var stofnuð í desember 2005 og hagnaður af rekstri hennar nam tæpum 40 milljónum króna á síðasta ári. „Við fáum hingað gríðarlega mikið af gestum en það vantar meiri afþreyingu á staðinn og því ætlum við að fara í þessar framkvæmdir.“ Íslenskur bjór Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
„Við stefnum að því að auka framleiðsluna um 36 prósent á næstu tveimur árum og opna hér bjórspa og lítinn veitingastað,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði. Agnes segir framkvæmdir vegna framleiðsluaukningarinnar þegar hafnar. Þeim eigi að ljúka árið 2016. „Við erum að stækka örlítið núna og erum að byggja 50 fermetra hús og láta smíða fyrir okkur þrjá nýja fjögur þúsund lítra tanka. Við sjáum svo fyrir okkur að geta bætt aðstöðuna fyrir átöppun og róbóta og farið í örlitla stækkun í tönkum á næsta ári. Við ætlum svo að klára þessu stækkun árið 2016 og þá vil ég fara í bjórspa-ið,“ segir Agnes.Agnes Anna SigurðardóttirBruggsmiðjan framleiðir nú um 550 þúsund lítra af bjórnum Kalda á ári. Framleiðslugetan eykst um 200 þúsund lítra með stækkuninni. „Við teljum að það sé markaður fyrir það. Síðasta sumar var allt að þriggja vikna biðlisti eftir því að fá Kalda á veitingastaði.“ Bjórspö eru að sögn Agnesar vel þekkt í Tékklandi. Hugmynd eigenda Bruggsmiðjunnar gengur út á að sjór og Kaldi séu hitaðir í þar til gerðu kari. „Bjórinn er svo gríðarlega hollur fyrir húðina, og brugghúsið er við sjóinn, þannig að við munum nota hreinsaðan sjó og Kalda til að búa til spa-paradís.“ Agnes tekur fram að fyrirtækið hafi alltaf verið byggt upp í smáum skrefum og að skynsemin verði áfram höfð að leiðarljósi. Bruggsmiðjan var stofnuð í desember 2005 og hagnaður af rekstri hennar nam tæpum 40 milljónum króna á síðasta ári. „Við fáum hingað gríðarlega mikið af gestum en það vantar meiri afþreyingu á staðinn og því ætlum við að fara í þessar framkvæmdir.“
Íslenskur bjór Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira