Utan vallar: Ævintýrið okkar heldur áfram í ævintýralandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 08:00 Vísir/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í haust og Ísland verður því ein af 24 þjóðum á Evrópumótinu á næsta ári. Auðvitað hlakkar allt íslenskt körfuboltaáhugafólk til sögulegrar stundar í lok næsta sumars en það er ekki mikið minni spenningur í okkur körfuboltaáhugamönnum að sjá hvar og við hverja íslenska liðið spilar í september 2015. Í vikunni kom það í ljós að það verður dregið í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneylandi í París þann 8. desember næstkomandi. Þetta er fyrsta Evrópukeppnin þar sem riðlakeppnin fer fram í mörgum löndum og það er því allt opið þegar Hannes S. Jónsson og aðrir fulltrúar KKÍ mæta til Parísar í jólamánuðinum. Riðlakeppnin fer fram í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Króatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi. Það er ljóst að íslenska liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli en fimm aðrar þjóðir verða í íslenska riðlinum og fjórar komast síðan áfram í sextán liða úrslitin. Króatía, Frakkland, Litháen og Spánn verða væntanlega í fyrsta styrkleikaflokki og Ísland er örugglega í þeim síðasta. Það kemur þó ekki endanlega í ljós í hvaða flokkum þjóðirnar 24 eru fyrr en nær dregur drættinum. Það er samt alveg hægt að hefja vangavelturnar strax svona aðeins til að létta á spenningnum. Við gætum lent með Evrópumeisturum Frakka, Hlynur Bæringsson gæti þurft að slást við Gasol-bræður og það er jafnvel möguleiki á því að nágrannaþjóðirnar Litháen, Finnland, Lettland og Pólland endi í okkar riðli og íslenska stuðningsfólkið lendi í miðri innrás í Riga úr öllum áttum. Það er auðveldlega hægt að láta sig dreyma um flotta riðla þótt það sé fullt af mögulegum martraðarriðlum í boði líka. Staðsetningin er síðan enn ein víddin í spenningnum sem mun magnast dag frá degi næstu 38 dagana. Íslenskt körfuboltafólk mun örugglega fjölmenna á EM og þó að það sé hægt að láta sig dreyma um sæta sigra og sæti í útsláttarkeppninni þá blasir raunsæið við. Ísland er langminnsta liðið í keppninni, bæði hvað varðar sögu og stærð leikmanna. Þetta snýst því líka mikið um upplifun við að stíga þetta risaskref fyrir íslenskan körfubolta. Finnar fjölmenntu á HM á Spáni í ár og settu skemmtilegan svip á mótið þar sem körfuboltafjölskyldan var í sviðljósinu; pabbi, mamma, afi, amma og krakkarnir. Það væri magnað að upplifa eitthvað í líkingu við slíkt eftir tæpt ár. Finnar hefðu vissulega átt að vinna fleiri leiki en þökk sé fólkinu á pöllunum voru þeir samt sigurvegarar á sinn hátt. Ef við Íslendingar ætlum að fjölmenna þá þurfum við að fara að bóka miða, hótel og plana ferðina hvort sem hún verður til Króatíu, Frakklands, Lettlands eða Þýskalands. KKÍ þarf líka að fara að plana undirbúninginn fyrir mótið sem verður eitthvað stærra og meira en sambandið hefur nokkurn tímann lent í. Þessir 38 dagar mega því líða fljótt. Hvort körfuboltafólk hlakkar meira til 8. desember eða 24. desember er önnur og ókönnuð saga en það er samt vel við hæfi að næsti kafli íslenska körfuboltaævintýrsins fari fram í Disneylandi í desember. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í haust og Ísland verður því ein af 24 þjóðum á Evrópumótinu á næsta ári. Auðvitað hlakkar allt íslenskt körfuboltaáhugafólk til sögulegrar stundar í lok næsta sumars en það er ekki mikið minni spenningur í okkur körfuboltaáhugamönnum að sjá hvar og við hverja íslenska liðið spilar í september 2015. Í vikunni kom það í ljós að það verður dregið í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneylandi í París þann 8. desember næstkomandi. Þetta er fyrsta Evrópukeppnin þar sem riðlakeppnin fer fram í mörgum löndum og það er því allt opið þegar Hannes S. Jónsson og aðrir fulltrúar KKÍ mæta til Parísar í jólamánuðinum. Riðlakeppnin fer fram í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Króatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi. Það er ljóst að íslenska liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli en fimm aðrar þjóðir verða í íslenska riðlinum og fjórar komast síðan áfram í sextán liða úrslitin. Króatía, Frakkland, Litháen og Spánn verða væntanlega í fyrsta styrkleikaflokki og Ísland er örugglega í þeim síðasta. Það kemur þó ekki endanlega í ljós í hvaða flokkum þjóðirnar 24 eru fyrr en nær dregur drættinum. Það er samt alveg hægt að hefja vangavelturnar strax svona aðeins til að létta á spenningnum. Við gætum lent með Evrópumeisturum Frakka, Hlynur Bæringsson gæti þurft að slást við Gasol-bræður og það er jafnvel möguleiki á því að nágrannaþjóðirnar Litháen, Finnland, Lettland og Pólland endi í okkar riðli og íslenska stuðningsfólkið lendi í miðri innrás í Riga úr öllum áttum. Það er auðveldlega hægt að láta sig dreyma um flotta riðla þótt það sé fullt af mögulegum martraðarriðlum í boði líka. Staðsetningin er síðan enn ein víddin í spenningnum sem mun magnast dag frá degi næstu 38 dagana. Íslenskt körfuboltafólk mun örugglega fjölmenna á EM og þó að það sé hægt að láta sig dreyma um sæta sigra og sæti í útsláttarkeppninni þá blasir raunsæið við. Ísland er langminnsta liðið í keppninni, bæði hvað varðar sögu og stærð leikmanna. Þetta snýst því líka mikið um upplifun við að stíga þetta risaskref fyrir íslenskan körfubolta. Finnar fjölmenntu á HM á Spáni í ár og settu skemmtilegan svip á mótið þar sem körfuboltafjölskyldan var í sviðljósinu; pabbi, mamma, afi, amma og krakkarnir. Það væri magnað að upplifa eitthvað í líkingu við slíkt eftir tæpt ár. Finnar hefðu vissulega átt að vinna fleiri leiki en þökk sé fólkinu á pöllunum voru þeir samt sigurvegarar á sinn hátt. Ef við Íslendingar ætlum að fjölmenna þá þurfum við að fara að bóka miða, hótel og plana ferðina hvort sem hún verður til Króatíu, Frakklands, Lettlands eða Þýskalands. KKÍ þarf líka að fara að plana undirbúninginn fyrir mótið sem verður eitthvað stærra og meira en sambandið hefur nokkurn tímann lent í. Þessir 38 dagar mega því líða fljótt. Hvort körfuboltafólk hlakkar meira til 8. desember eða 24. desember er önnur og ókönnuð saga en það er samt vel við hæfi að næsti kafli íslenska körfuboltaævintýrsins fari fram í Disneylandi í desember.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira