Gosmengun í byggð gæti versnað í vetur Svavar Hávarðsson skrifar 30. október 2014 07:00 Veðurstofan gaf það út í gær að nýja hraunið [Nornahraun] sé það stærsta sem hefur runnið á Íslandi frá því í Skaftáreldum 1783. Það er 65 ferkílómetrar að stærð. mynd/mtg Haldi eldgosið í Holuhrauni áfram næstu vikur og mánuði, eins og flest bendir til, má búast við enn hærri mengunartoppum í byggð en sést hafa í haust. Við þær aðstæður sem hættast er við svifryksmengun má búast við verulega skertum loftgæðum liggi gosmökkurinn yfir svæðinu á sama tíma. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að með breyttum veðuraðstæðum í vetur geti brennisteinsdíoxíðmengun frá eldgosinu í Holuhrauni orðið enn hvimleiðari en hingað til – ekki síst í froststillum. Árstíðasveifla mælinga á mengun hér á landi sýni þetta ótvírætt.Þorsteinn JóhannssonEins og komið hefur fram mældist mengun á Höfn í Hornafirði 21.000 míkrógrömm á rúmmetra á sunnudag og sprengdi það skala Umhverfisstofnunar í upplýsingatöflu um viðbrögð við mengun. Þorsteinn játar því að enginn hafi í raun búist við að mengun í byggð gæti náð þeim hæðum sem hún gerði á Höfn. Þá hafi fáir búist við því að mengun myndi mælast allt að 250 míkrógrömm í Noregi og Austurríki, eins og þó er raunin. Þá bendir Þorsteinn á til samanburðar að fyrir eldgosið hafi hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði verið um 200 míkrógrömm við Grundartanga. Hins vegar hafi gasmengun mælst 90.000 míkrógrömm í eftirlitsflugi við Vatnajökul, og slegið í 130.000 míkrógrömm á mæli vísindamanns við eldstöðina. Spurður um þýðingu þessa fyrir höfuðborgarsvæðið, og önnur svæði þar sem svifryk hefur ítrekað verið vandamál að vetri, segir Þorsteinn að þegar gosmengunin fari saman við svifryk þá geti komið upp ný staða varðandi loftgæði. „Áhrif af hverju og einu efni hafa verið rannsökuð. Samlegðaráhrif fleiri loftmengunarefna á heilsu geta verið mikil, enda magna þau hvert annað upp. Þessi kokteill hefði enn meiri heilsufarsáhrif en erfitt er að segja hversu mikil nákvæmlega,“ segir Þorsteinn. Bárðarbunga Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Haldi eldgosið í Holuhrauni áfram næstu vikur og mánuði, eins og flest bendir til, má búast við enn hærri mengunartoppum í byggð en sést hafa í haust. Við þær aðstæður sem hættast er við svifryksmengun má búast við verulega skertum loftgæðum liggi gosmökkurinn yfir svæðinu á sama tíma. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að með breyttum veðuraðstæðum í vetur geti brennisteinsdíoxíðmengun frá eldgosinu í Holuhrauni orðið enn hvimleiðari en hingað til – ekki síst í froststillum. Árstíðasveifla mælinga á mengun hér á landi sýni þetta ótvírætt.Þorsteinn JóhannssonEins og komið hefur fram mældist mengun á Höfn í Hornafirði 21.000 míkrógrömm á rúmmetra á sunnudag og sprengdi það skala Umhverfisstofnunar í upplýsingatöflu um viðbrögð við mengun. Þorsteinn játar því að enginn hafi í raun búist við að mengun í byggð gæti náð þeim hæðum sem hún gerði á Höfn. Þá hafi fáir búist við því að mengun myndi mælast allt að 250 míkrógrömm í Noregi og Austurríki, eins og þó er raunin. Þá bendir Þorsteinn á til samanburðar að fyrir eldgosið hafi hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði verið um 200 míkrógrömm við Grundartanga. Hins vegar hafi gasmengun mælst 90.000 míkrógrömm í eftirlitsflugi við Vatnajökul, og slegið í 130.000 míkrógrömm á mæli vísindamanns við eldstöðina. Spurður um þýðingu þessa fyrir höfuðborgarsvæðið, og önnur svæði þar sem svifryk hefur ítrekað verið vandamál að vetri, segir Þorsteinn að þegar gosmengunin fari saman við svifryk þá geti komið upp ný staða varðandi loftgæði. „Áhrif af hverju og einu efni hafa verið rannsökuð. Samlegðaráhrif fleiri loftmengunarefna á heilsu geta verið mikil, enda magna þau hvert annað upp. Þessi kokteill hefði enn meiri heilsufarsáhrif en erfitt er að segja hversu mikil nákvæmlega,“ segir Þorsteinn.
Bárðarbunga Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira