Landspítali eða RÚV? Skjóðan skrifar 29. október 2014 12:00 Sjálfur Landspítalinn er þröngur og úr sér genginn. Ef til væru fjármunir fyrir nýjustu lækningatækjum kæmust þau ekki fyrir í núverandi húsnæði spítalans. Heilbrigðiskerfið á Íslandi virðist vera að molna. Brostin eru á verkföll lækna, það er þeirra sem enn eru eftir á Íslandi, því mikill fjöldi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hefur þegar yfirgefið landið og gengur nú til starfa í Noregi, Svíþjóð og víðar. Margir læknar virðast kjósa að koma alls ekki heim úr framhaldsnámi erlendis. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast og víða úti á landi er varla boðið upp á fulla heilbrigðisþjónustu. Sjálfur Landspítalinn er þröngur og úr sér genginn. Ef til væru fjármunir fyrir nýjustu lækningatækjum kæmust þau ekki fyrir í núverandi húsnæði spítalans. Heilu álmurnar eru ónothæfar vegna myglu og fúa. Á sama tíma verja skattgreiðendur 3,5 milljörðum til Ríkisútvarpsins á hverju ári. Ofan á framlag skattgreiðenda leggjast auglýsingatekjur þannig að þegar upp er staðið hefur RÚV úr næstum 5,5 milljörðum á ári að spila. En þetta virðist ekki vera nóg. Stjórnendur RÚV kveinka sér heil ósköp yfir því að milljarðarnir dugi ekki fyrir sómasamlegum rekstri og hafa safnað skuldum upp á næstum 1,5 milljarða á tveimur árum vegna þess, sem þeir lýsa sem fjársvelti. Er í alvöru ekki hægt að halda úti þokkalegri dagskrá í útvarpi og sjónvarpi fyrir minna en 5,5 milljarða? Séu framlög skattgreiðenda til RÚV skoðuð í samhengi við annað og reiknuð inn í framtíðina út frá ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa á markaði, eins og Óðinn Viðskiptablaðsins gerði í síðustu viku, kemur í ljós að skuldbinding ríkisins vegna þeirra nemur vel á annað hundrað milljörðum. Skoðum þetta nú aðeins í samanburði við Landspítalann og heilbrigðiskerfið. Talið er að það kosti innan við 100 milljarða að reisa nýjan Landspítala. Ekki eru allir sammála um ágæti þess að reisa nýtt hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni og eflaust er hægt að bæta úr húsnæðis- og tækjaþörf Landspítalans fyrir mun minna en 100 milljarða þannig að eftir yrðu fjármunir til að efla og viðhalda heilbrigðisþjónustu hringinn í kringum landið. Ef við viljum styðja við ferðaþjónustu um allt land gengur hvort eð er ekki að hlaða allri heilbrigðisþjónustu í Vatnsmýrina í Reykjavík. Einhvern veginn er svo augljóst að fyrir þá fjármuni sem renna úr almannasjóðum til RÚV má halda úti fjölmiðli sem uppfyllir menningar- og öryggishlutverk RÚV jafnframt því sem bætt er úr brýnni tækja- og húsnæðisþörf Landspítalans og jafnvel eitthvað sett til hliðar til að tryggja heilbrigðisþjónustu utan póstnúmers 101.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á Íslandi virðist vera að molna. Brostin eru á verkföll lækna, það er þeirra sem enn eru eftir á Íslandi, því mikill fjöldi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hefur þegar yfirgefið landið og gengur nú til starfa í Noregi, Svíþjóð og víðar. Margir læknar virðast kjósa að koma alls ekki heim úr framhaldsnámi erlendis. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast og víða úti á landi er varla boðið upp á fulla heilbrigðisþjónustu. Sjálfur Landspítalinn er þröngur og úr sér genginn. Ef til væru fjármunir fyrir nýjustu lækningatækjum kæmust þau ekki fyrir í núverandi húsnæði spítalans. Heilu álmurnar eru ónothæfar vegna myglu og fúa. Á sama tíma verja skattgreiðendur 3,5 milljörðum til Ríkisútvarpsins á hverju ári. Ofan á framlag skattgreiðenda leggjast auglýsingatekjur þannig að þegar upp er staðið hefur RÚV úr næstum 5,5 milljörðum á ári að spila. En þetta virðist ekki vera nóg. Stjórnendur RÚV kveinka sér heil ósköp yfir því að milljarðarnir dugi ekki fyrir sómasamlegum rekstri og hafa safnað skuldum upp á næstum 1,5 milljarða á tveimur árum vegna þess, sem þeir lýsa sem fjársvelti. Er í alvöru ekki hægt að halda úti þokkalegri dagskrá í útvarpi og sjónvarpi fyrir minna en 5,5 milljarða? Séu framlög skattgreiðenda til RÚV skoðuð í samhengi við annað og reiknuð inn í framtíðina út frá ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa á markaði, eins og Óðinn Viðskiptablaðsins gerði í síðustu viku, kemur í ljós að skuldbinding ríkisins vegna þeirra nemur vel á annað hundrað milljörðum. Skoðum þetta nú aðeins í samanburði við Landspítalann og heilbrigðiskerfið. Talið er að það kosti innan við 100 milljarða að reisa nýjan Landspítala. Ekki eru allir sammála um ágæti þess að reisa nýtt hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni og eflaust er hægt að bæta úr húsnæðis- og tækjaþörf Landspítalans fyrir mun minna en 100 milljarða þannig að eftir yrðu fjármunir til að efla og viðhalda heilbrigðisþjónustu hringinn í kringum landið. Ef við viljum styðja við ferðaþjónustu um allt land gengur hvort eð er ekki að hlaða allri heilbrigðisþjónustu í Vatnsmýrina í Reykjavík. Einhvern veginn er svo augljóst að fyrir þá fjármuni sem renna úr almannasjóðum til RÚV má halda úti fjölmiðli sem uppfyllir menningar- og öryggishlutverk RÚV jafnframt því sem bætt er úr brýnni tækja- og húsnæðisþörf Landspítalans og jafnvel eitthvað sett til hliðar til að tryggja heilbrigðisþjónustu utan póstnúmers 101.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49
Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00