Fátt annað að gera en halda sig heima Svavar Hávarðsson skrifar 29. október 2014 07:00 Sól í eiturbaði er nafn þessarar myndar sem tekin var í Hornafirði á sunnudag. mynd/sverrir aðalsteinsson „Hljóðið í fólki er ótrúlega gott. Það kemur mér eiginlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, um áhrifin af gríðarlegri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudaginn að hringja í alla sína skjólstæðinga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um fullorðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum.Björn Ingi JónssonBjörn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengunarskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhaldið – hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráðamenn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæðamælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að gerast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því einfaldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holuhrauni. Bárðarbunga Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
„Hljóðið í fólki er ótrúlega gott. Það kemur mér eiginlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, um áhrifin af gríðarlegri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudaginn að hringja í alla sína skjólstæðinga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um fullorðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum.Björn Ingi JónssonBjörn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengunarskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhaldið – hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráðamenn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæðamælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að gerast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því einfaldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holuhrauni.
Bárðarbunga Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira