Færri brjóta aftur af sér eftir meðferð Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. október 2014 07:15 í nýjum fjárlögum er ekki gert ráð fyrir að sett sé meira fjármagn í sérstakt meðferðarúrræði fyrir fanga sem hafa brotið gegn börnum. Fréttablaðið/Heiða Rannsóknir hafa sýnt að um helmingi minni líkur eru á að dæmdir barnaníðingar fremji sambærileg brot að afplánun lokinni fái þeir viðeigandi sálfræðimeðferð meðan á afplánun stendur og eftir hana. Þetta segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi nýverið frá er í nýju fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Anna Kristín er hugmyndasmiður úrræðisins og hefur unnið að því að láta það verða að veruleika undanfarna mánuði. Í tillögum nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og sneri að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum var veitt fjármagn sérstaklega merkt þessu úrræði þar sem þróa átti og koma í gagnið meðferð fyrir fanga sem afplána fyrir þess konar dóma. Anna Kristín segir vinnu við að koma úrræðinu í gagnið hálfnaða.Anna Kristín Newton.„Til þess að þessi meðferð geti orðið þarf að þróa úrræðið og sú vinna er í gangi. Núna er verið að skrifa handbókina um hvernig eigi að veita slíka meðferð með markvissum faglegum hætti.“ Vinnan snúi að því að búa til faglegan grunn að meðferðarúrræði sem hægt sé að byggja ofan á. „Það er mjög miður að það sé ekki gert ráð fyrir að setja meira fjármagn í þessa vinnu. Þar af leiðandi eru líkur á betrun væntanlega minni því við vitum það að meðferð getur borið árangur.“ Anna Kristín segir rannsóknir sýna að fái þessi hópur faglega meðferð miðaða sérstaka að þeirra þörfum geti það dregið úr líkum á endurtekningu brota um helming. „Töluverður munur er á þeim sem fara í meðferð og þeim sem fara ekki. En það er ekki hægt að gera bara eitthvað. Meðferðin sýnir góðan árangur ef það er staðið rétt að henni,“ segir hún. „Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þekking sé til staðar hér innandyra þar sem við getum náð til þeirra sem vissulega er búið að dæma fyrir slík brot. Það er vont ef það er ekki hægt setja meðferðina í þann búning að hún nýtist samfélaginu í heild.“ Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að um helmingi minni líkur eru á að dæmdir barnaníðingar fremji sambærileg brot að afplánun lokinni fái þeir viðeigandi sálfræðimeðferð meðan á afplánun stendur og eftir hana. Þetta segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Líkt og Fréttablaðið greindi nýverið frá er í nýju fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Anna Kristín er hugmyndasmiður úrræðisins og hefur unnið að því að láta það verða að veruleika undanfarna mánuði. Í tillögum nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og sneri að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum var veitt fjármagn sérstaklega merkt þessu úrræði þar sem þróa átti og koma í gagnið meðferð fyrir fanga sem afplána fyrir þess konar dóma. Anna Kristín segir vinnu við að koma úrræðinu í gagnið hálfnaða.Anna Kristín Newton.„Til þess að þessi meðferð geti orðið þarf að þróa úrræðið og sú vinna er í gangi. Núna er verið að skrifa handbókina um hvernig eigi að veita slíka meðferð með markvissum faglegum hætti.“ Vinnan snúi að því að búa til faglegan grunn að meðferðarúrræði sem hægt sé að byggja ofan á. „Það er mjög miður að það sé ekki gert ráð fyrir að setja meira fjármagn í þessa vinnu. Þar af leiðandi eru líkur á betrun væntanlega minni því við vitum það að meðferð getur borið árangur.“ Anna Kristín segir rannsóknir sýna að fái þessi hópur faglega meðferð miðaða sérstaka að þeirra þörfum geti það dregið úr líkum á endurtekningu brota um helming. „Töluverður munur er á þeim sem fara í meðferð og þeim sem fara ekki. En það er ekki hægt að gera bara eitthvað. Meðferðin sýnir góðan árangur ef það er staðið rétt að henni,“ segir hún. „Þess vegna er svo mikilvægt að þessi þekking sé til staðar hér innandyra þar sem við getum náð til þeirra sem vissulega er búið að dæma fyrir slík brot. Það er vont ef það er ekki hægt setja meðferðina í þann búning að hún nýtist samfélaginu í heild.“
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira