Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Skjóðan skrifar 22. október 2014 13:00 Seðlabankinn leggur grunn að þessu vaxtaokri með stýrivöxtum sem eru margfaldir á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. Sértækar verndaraðgerðir eins og tíðkaðar hafa verið hérlendis í þágu íslensks landbúnaðar leiða til lengdar til stöðnunar og loks hnignunar í viðkomandi atvinnugrein auk þess sem viðskiptahömlur og tollamúrar eru ávallt dýrkeypt fyrir neytendur og samfélagið í heild. Gjaldeyrishöft halda íslensku atvinnulífi og heimilum í spennitreyju. Nýfjárfesting er hverfandi og nær ekkert fjármagn kemur frá útlöndum til atvinnu- og gjaldeyrisskapandi fjárfestingar. Það fjármagn sem kemur í gegnum gjaldeyrisleið Seðlabankans rennur aðallega til kaupa á fasteignum og skráðum verðbréfum og stuðlar því að þenslu og eignabólu í haftahagkerfinu án þess að leiða af sér atvinnuskapandi fjárfestingu. Vaxtaumhverfi íslenskra fyrirtækja er gerólíkt því umhverfi sem fyrirtæki í nágrannalöndum okkar búa við. Á sama tíma og seðlabankar í öðrum löndum halda vöxtum því sem næst í núllinu eru raunvextir á Íslandi gríðarlega háir. Raunvextir verðtryggðra fjárfestingarlána eru algengir á bilinu 6-8 prósent. Nafnvextir óverðtryggðra fjárfestingarlána eru algengir á bilinu 10-12 prósent, sem þýðir 8-10 prósenta raunvexti miðað við verðbólgu á þessu ári. Seðlabankinn leggur grunn að þessu vaxtaokri með stýrivöxtum sem eru margfaldir á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Íslenskir bankar lána að sjálfsögðu ekki peninga til fjárfestingar úti í atvinnulífinu nema þeir fái hærri umbun fyrir en þeir geta fengið með því að leggja peningana inn á reikning í Seðlabankanum. Ein ástæða þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar nú sem aldrei fyrr er sú að sjávarútvegurinn starfar ekki nema að litlum hluta innan hins íslenska hagkerfis. Tekjur hans og skuldir eru í erlendri mynt og því bítur vaxtaokur krónuhagkerfisins ekki á hann. Á meðan íslensk fyrirtæki njóta ekki sambærilegra vaxtakjara og aðgengis að fjármagni og fyrirtæki í öðrum löndum, verður ekki um raunverulega endurreisn íslensks atvinnulífs að ræða. Ísland mun halda áfram að dragast aftur úr þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við þar til ráðist verður að rótum vandans. Ein leið til nýrrar sóknar er að Ísland stefni markvisst að upptöku nýs gjaldmiðils. Þar er skynsamlegast að horfa fyrst til aðildar að ESB og upptöku evru.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. Sértækar verndaraðgerðir eins og tíðkaðar hafa verið hérlendis í þágu íslensks landbúnaðar leiða til lengdar til stöðnunar og loks hnignunar í viðkomandi atvinnugrein auk þess sem viðskiptahömlur og tollamúrar eru ávallt dýrkeypt fyrir neytendur og samfélagið í heild. Gjaldeyrishöft halda íslensku atvinnulífi og heimilum í spennitreyju. Nýfjárfesting er hverfandi og nær ekkert fjármagn kemur frá útlöndum til atvinnu- og gjaldeyrisskapandi fjárfestingar. Það fjármagn sem kemur í gegnum gjaldeyrisleið Seðlabankans rennur aðallega til kaupa á fasteignum og skráðum verðbréfum og stuðlar því að þenslu og eignabólu í haftahagkerfinu án þess að leiða af sér atvinnuskapandi fjárfestingu. Vaxtaumhverfi íslenskra fyrirtækja er gerólíkt því umhverfi sem fyrirtæki í nágrannalöndum okkar búa við. Á sama tíma og seðlabankar í öðrum löndum halda vöxtum því sem næst í núllinu eru raunvextir á Íslandi gríðarlega háir. Raunvextir verðtryggðra fjárfestingarlána eru algengir á bilinu 6-8 prósent. Nafnvextir óverðtryggðra fjárfestingarlána eru algengir á bilinu 10-12 prósent, sem þýðir 8-10 prósenta raunvexti miðað við verðbólgu á þessu ári. Seðlabankinn leggur grunn að þessu vaxtaokri með stýrivöxtum sem eru margfaldir á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Íslenskir bankar lána að sjálfsögðu ekki peninga til fjárfestingar úti í atvinnulífinu nema þeir fái hærri umbun fyrir en þeir geta fengið með því að leggja peningana inn á reikning í Seðlabankanum. Ein ástæða þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar nú sem aldrei fyrr er sú að sjávarútvegurinn starfar ekki nema að litlum hluta innan hins íslenska hagkerfis. Tekjur hans og skuldir eru í erlendri mynt og því bítur vaxtaokur krónuhagkerfisins ekki á hann. Á meðan íslensk fyrirtæki njóta ekki sambærilegra vaxtakjara og aðgengis að fjármagni og fyrirtæki í öðrum löndum, verður ekki um raunverulega endurreisn íslensks atvinnulífs að ræða. Ísland mun halda áfram að dragast aftur úr þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við þar til ráðist verður að rótum vandans. Ein leið til nýrrar sóknar er að Ísland stefni markvisst að upptöku nýs gjaldmiðils. Þar er skynsamlegast að horfa fyrst til aðildar að ESB og upptöku evru.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49
Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00