Stendur þú skil á þínu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: „Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“ Ég verð að viðurkenna að mér varð orða vant eitt augnablik enda stórt spurt. Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum. Fjármuni sem skila sér síðan aftur til okkar í formi sjúkrahúsa, elliheimila, leik- og grunnskóla og vegakerfis svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hér á landi nemi nálægt 70 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að byggja nýjan Landspítala, leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 4 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Síðast en ekki síst gætum við lækkað skattaálögur á einstaklinga um 36% fyrir þessa fjárhæð. Með öðrum orðum, hinn almenni borgari er í dag að greiða með svartri atvinnustarfsemi vegna örfárra einstaklinga sem taka ekki þátt í að skapa þá velferð sem þeir sjálfir vilja lifa við. Þeim finnst í lagi að einhverjir aðrir beri þær byrðar … bara ekki ég. Á þessum fyrrnefnda fundi í vor svaraði ég því þannig til að ég, ein og sér, gæti aldrei útrýmt svartri atvinnustarfsemi. Til þess að koma í veg fyrir svarta vinnu þarf hugarfarsbreytingu okkar allra. Við þurfum að hætta að kaupa vörur og þjónustu af aðilum sem ekki vilja greiða lögbundinn skatt af því. Við þurfum að beina viðskiptum okkar til þeirra fjölmörgu aðila sem starfa af heiðarleika í þessu landi og leggja sig fram um að standa skil á sínu. Svört vinna er ólögleg. Svört atvinnustarfsemi er svik. Launamenn eiga að njóta lögbundinna réttinda af vinnu sinni. Samtök iðnaðarins berjast fyrir sanngjörnum og heiðarlegum viðskiptaháttum og hvetja landsmenn til að sniðganga þá atvinnustarfsemi sem ekki er uppi á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: „Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“ Ég verð að viðurkenna að mér varð orða vant eitt augnablik enda stórt spurt. Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum. Fjármuni sem skila sér síðan aftur til okkar í formi sjúkrahúsa, elliheimila, leik- og grunnskóla og vegakerfis svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hér á landi nemi nálægt 70 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að byggja nýjan Landspítala, leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 4 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Síðast en ekki síst gætum við lækkað skattaálögur á einstaklinga um 36% fyrir þessa fjárhæð. Með öðrum orðum, hinn almenni borgari er í dag að greiða með svartri atvinnustarfsemi vegna örfárra einstaklinga sem taka ekki þátt í að skapa þá velferð sem þeir sjálfir vilja lifa við. Þeim finnst í lagi að einhverjir aðrir beri þær byrðar … bara ekki ég. Á þessum fyrrnefnda fundi í vor svaraði ég því þannig til að ég, ein og sér, gæti aldrei útrýmt svartri atvinnustarfsemi. Til þess að koma í veg fyrir svarta vinnu þarf hugarfarsbreytingu okkar allra. Við þurfum að hætta að kaupa vörur og þjónustu af aðilum sem ekki vilja greiða lögbundinn skatt af því. Við þurfum að beina viðskiptum okkar til þeirra fjölmörgu aðila sem starfa af heiðarleika í þessu landi og leggja sig fram um að standa skil á sínu. Svört vinna er ólögleg. Svört atvinnustarfsemi er svik. Launamenn eiga að njóta lögbundinna réttinda af vinnu sinni. Samtök iðnaðarins berjast fyrir sanngjörnum og heiðarlegum viðskiptaháttum og hvetja landsmenn til að sniðganga þá atvinnustarfsemi sem ekki er uppi á borðum.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar