Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur aukist miðað við það sem verið hefur síðastliðnar tvær vikur. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs almannavarna sem haldinn var í gærmorgun.
Skjálftarnir voru um 130 talsins síðastliðinn þriðjudag en gosið í Holuhrauni hefur haldist óbreytt og hraunflæði jafnt.
Rúmmál sigsins í miðju Bárðarbungu er nú metið 0,75 rúmkílómetrar en það sígur enn um þrjátíu til fjörutíu sentimetra á dag.
