Það verður að breyta starfsmannalögunum – seinni grein Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 15. október 2014 07:00 Í fyrri grein minni fór ég yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsmannalögin. Í þessari grein fer ég yfir viðbrögð við orðum mínum um umhverfi opinberra starfsmanna. Félagi Ögmundur Jónason sendi mér tóninn í Fréttablaðsgrein. Hann minnti á að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sagt upp fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem og lögreglumönnum. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra hélt því síðan fram að ég vilji auðvelda núverandi stjórnvöldum að gera slíkt hið sama. Þingmaðurinn flytur mál sitt gegn betri vitund. Ólíkt ríkisstjórn þeirri sem Ögmundur sat í og studdi hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðið vörð um heilbrigðiskerfið og hækkaði framlög til heilbrigðismála um 10 milljarða í sínu fyrsta fjárlagafrumvarpi. Og lögreglumönnum var fjölgað.Eineltisforstjórar Ögmundur nefndi hins vegar annað sem hefði átt að vekja athygli fjölmiðla. Sem formaður BSRB kynntist Ögmundur skuggahliðum ríkisrekstrar; eineltisforstöðumönnum en orðrétt sagði Ögmundur: „Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingar sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar.“ Síðan rekur þingmaður dæmi sem hann þekkir frá fyrri störfum sínum. Ég spyr, er í góðu lagi að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti? Mitt svar er nei, við verðum að breyta þessu umhverfi. Ég held því miður að Ögmundur hafi rétt fyrir sér og lýsi hluta vandans ágætlega. Það er fullkominn misskilningur að almenni markaðurinn einkennist af því háttalagi sem Ögmundur gerir að umtalsefni. Ég fullyrði að stjórnandi sem hagar sér eins og Ögmundur lýsir verði aldrei eftirsóttur á almenna markaðnum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag hjá hinu opinbera er að eineltisstjórnendurnir njóta sérstakrar verndar. Það eru ekki almannahagsmunir.Varhugavert að ræða breytingar! Formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir, heldur því fram í grein hér í Fréttablaðinu að það sé jafnvel „varhugavert“ að ræða breytingar á starfsmannalögunum! Einhvern tíma hefðu slík ummæli verið kölluð tilraun til þöggunar en ég ætla nöfnu minni ekki slíkt. Í kjölfar síðasta kjarasamnings BHM er verið að ræða „lagaumhverfi og réttindamál – verkefni verði m.a. að fara yfir lagaumhverfi og kjarasamningsbundin réttindi félagsmanna BHM hjá ríki“. Er það varhugavert? Ég sakna þess hins vegar að hún ræði ekki niðurstöður og ábendingar þeirrar skýrslu sem hún vitnar í. Það er að segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál. Þetta snýst ekki einungis um hagræðingu. Ef marka má yfirlýsingar formanns BHM í Vísi 5. október þá líkar fólki ekki að vinna hjá hinu opinbera og flýr yfir í einkageirann. En í viðtali við hana kemur fram að „Starfsaldur fimmtíu prósent ungra háskólamenntaðra opinberra starfsmanna er eitt til fjögur ár og erfiðlega gengur að halda þeim í vinnu“. Getur verið að það sé eitthvað hjá einkageiranum sem er betra en hjá hinu opinbera? Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru með ríkisábyrgð og starfsöryggið miklu meira en annars staðar, en samt sem áður helst ríkinu ekki á starfsfólki ef marka má orð formanns BHM.Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi Grein framkvæmdastjóra SFR í Fréttablaðinu verður seint talin innlegg í málefnalega umræðu. Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi einkenna grein þessa valdamikla manns. Greinarhöfundur er líka mjög seinheppinn þegar hann ásakar mig og formann fjárlaganefndar um að vilja losna við heilbrigðisstarfsmenn og lögreglumenn, en við beittum okkur sérstaklega fyrir því að færa fjármuni í þessa málaflokka við síðustu fjárlagagerð. Það þýðir einfaldlega að mun meiri fjármunir voru til þess að ráða fólk í störf hjá heilbrigðisstofnunum og lögreglu. Á síðasta kjörtímabili fækkaði störfum á almenna markaðinum um nærri 9–16 þúsund. Opinberum starfsmönnum fjölgaði á árunum 2007–2011 skv. skýrslu sem gerð var fyrir Alþingi af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Á ákveðnum sviðum opinbera rekstrarins var hins vegar mikil fækkun, nánar tiltekið heilbrigðisgeiranum og þá sérstaklega hjá Landspítalanum (500 manns) og hjá lögreglunni. Orð mín hafa vakið mikil viðbrögð og nokkrir hafa haft uppi stóryrði. Hvar var þetta yfirlýsingaglaða fólk á síðasta kjörtímabili? Þá var stefnan að hlífa öllum nema heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglumönnum. Aðalatriðið er að við verðum að nýta opinbera fjármuni betur, við verðum að forgangsraða í ríkisfjármálum. Það er ekki andstætt hagsmunum opinberra starfsmanna. Þvert á móti er það hagur allra að umhverfi opinberra starfsmanna verði aðlaðandi og hvetji fólk til að starfa þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í fyrri grein minni fór ég yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsmannalögin. Í þessari grein fer ég yfir viðbrögð við orðum mínum um umhverfi opinberra starfsmanna. Félagi Ögmundur Jónason sendi mér tóninn í Fréttablaðsgrein. Hann minnti á að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sagt upp fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem og lögreglumönnum. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra hélt því síðan fram að ég vilji auðvelda núverandi stjórnvöldum að gera slíkt hið sama. Þingmaðurinn flytur mál sitt gegn betri vitund. Ólíkt ríkisstjórn þeirri sem Ögmundur sat í og studdi hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðið vörð um heilbrigðiskerfið og hækkaði framlög til heilbrigðismála um 10 milljarða í sínu fyrsta fjárlagafrumvarpi. Og lögreglumönnum var fjölgað.Eineltisforstjórar Ögmundur nefndi hins vegar annað sem hefði átt að vekja athygli fjölmiðla. Sem formaður BSRB kynntist Ögmundur skuggahliðum ríkisrekstrar; eineltisforstöðumönnum en orðrétt sagði Ögmundur: „Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingar sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar.“ Síðan rekur þingmaður dæmi sem hann þekkir frá fyrri störfum sínum. Ég spyr, er í góðu lagi að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti? Mitt svar er nei, við verðum að breyta þessu umhverfi. Ég held því miður að Ögmundur hafi rétt fyrir sér og lýsi hluta vandans ágætlega. Það er fullkominn misskilningur að almenni markaðurinn einkennist af því háttalagi sem Ögmundur gerir að umtalsefni. Ég fullyrði að stjórnandi sem hagar sér eins og Ögmundur lýsir verði aldrei eftirsóttur á almenna markaðnum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag hjá hinu opinbera er að eineltisstjórnendurnir njóta sérstakrar verndar. Það eru ekki almannahagsmunir.Varhugavert að ræða breytingar! Formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir, heldur því fram í grein hér í Fréttablaðinu að það sé jafnvel „varhugavert“ að ræða breytingar á starfsmannalögunum! Einhvern tíma hefðu slík ummæli verið kölluð tilraun til þöggunar en ég ætla nöfnu minni ekki slíkt. Í kjölfar síðasta kjarasamnings BHM er verið að ræða „lagaumhverfi og réttindamál – verkefni verði m.a. að fara yfir lagaumhverfi og kjarasamningsbundin réttindi félagsmanna BHM hjá ríki“. Er það varhugavert? Ég sakna þess hins vegar að hún ræði ekki niðurstöður og ábendingar þeirrar skýrslu sem hún vitnar í. Það er að segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál. Þetta snýst ekki einungis um hagræðingu. Ef marka má yfirlýsingar formanns BHM í Vísi 5. október þá líkar fólki ekki að vinna hjá hinu opinbera og flýr yfir í einkageirann. En í viðtali við hana kemur fram að „Starfsaldur fimmtíu prósent ungra háskólamenntaðra opinberra starfsmanna er eitt til fjögur ár og erfiðlega gengur að halda þeim í vinnu“. Getur verið að það sé eitthvað hjá einkageiranum sem er betra en hjá hinu opinbera? Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru með ríkisábyrgð og starfsöryggið miklu meira en annars staðar, en samt sem áður helst ríkinu ekki á starfsfólki ef marka má orð formanns BHM.Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi Grein framkvæmdastjóra SFR í Fréttablaðinu verður seint talin innlegg í málefnalega umræðu. Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi einkenna grein þessa valdamikla manns. Greinarhöfundur er líka mjög seinheppinn þegar hann ásakar mig og formann fjárlaganefndar um að vilja losna við heilbrigðisstarfsmenn og lögreglumenn, en við beittum okkur sérstaklega fyrir því að færa fjármuni í þessa málaflokka við síðustu fjárlagagerð. Það þýðir einfaldlega að mun meiri fjármunir voru til þess að ráða fólk í störf hjá heilbrigðisstofnunum og lögreglu. Á síðasta kjörtímabili fækkaði störfum á almenna markaðinum um nærri 9–16 þúsund. Opinberum starfsmönnum fjölgaði á árunum 2007–2011 skv. skýrslu sem gerð var fyrir Alþingi af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Á ákveðnum sviðum opinbera rekstrarins var hins vegar mikil fækkun, nánar tiltekið heilbrigðisgeiranum og þá sérstaklega hjá Landspítalanum (500 manns) og hjá lögreglunni. Orð mín hafa vakið mikil viðbrögð og nokkrir hafa haft uppi stóryrði. Hvar var þetta yfirlýsingaglaða fólk á síðasta kjörtímabili? Þá var stefnan að hlífa öllum nema heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglumönnum. Aðalatriðið er að við verðum að nýta opinbera fjármuni betur, við verðum að forgangsraða í ríkisfjármálum. Það er ekki andstætt hagsmunum opinberra starfsmanna. Þvert á móti er það hagur allra að umhverfi opinberra starfsmanna verði aðlaðandi og hvetji fólk til að starfa þar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun