Pavel: Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2014 09:00 Pavel Ermolinskji sneri sig á æfingu með KR. fréttablaðið/ernir Vísir/Valli Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með KR gegn Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Það kom þó ekki að sök því Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 92-78, þar sem Michael Craion fór á kostum og skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. „Ég sneri mig á æfingu á þriðjudaginn og það var sársaukafullt,“ sagði Pavel þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég verð eflaust frá í einhvern smá tíma. Ég er enn á hækjum og get ekki stigið í löppina, en það er ekkert skaddað, held ég. Þetta er bara slæm tognun og um leið og sársaukinn fer verð ég kominn aftur á ferð.“ Eins og áður sagði virtust KR-ingar ekki sakna leikstjórnandans mikið á fimmtudaginn. „Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur,“ sagði Pavel í léttum dúr og bætti við: „Til þess erum við með breiðan hóp; að þegar einn dettur út kemur annar í hans stað.“ KR er af flestum talið besta lið landsins og það kom lítið á óvart að Vesturbæjarliðinu skyldi vera spáð sigri í árlegri könnun fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Domino‘s-deildinni. En þrátt fyrir sterkan mannskap segir Pavel að KR þurfi að vinna fyrir hlutunum. „Þetta er ekkert auðvelt. Það er einhver misskilningur að við þurfum ekki að hafa fyrir þessu. Við mætum ekki á æfingar til að reykja vindla og spila spil. Við mætum til að hlaupa og sláumst alveg jafn mikið, ef ekki meira, en önnur lið. Þrátt fyrir alla hæfileikana sem eru í okkar liði leggjum við mikið á okkur,“ sagði Pavel sem segir áðurnefndan Craion vera hvalreka á fjörur KR, en hann kom til liðsins frá Keflavík. „Hann skorar rosalega auðveldlega og við munum að sjálfsögðu nýta okkur það eins vel og við getum. Ef hann er heitur þá reynum við að koma boltanum á hann, en við viljum samt ekki fara of mikið úr okkar leik þar sem við hreyfum boltann vel og erum óeigingjarnir,“ sagði Pavel að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með KR gegn Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Það kom þó ekki að sök því Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 92-78, þar sem Michael Craion fór á kostum og skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. „Ég sneri mig á æfingu á þriðjudaginn og það var sársaukafullt,“ sagði Pavel þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég verð eflaust frá í einhvern smá tíma. Ég er enn á hækjum og get ekki stigið í löppina, en það er ekkert skaddað, held ég. Þetta er bara slæm tognun og um leið og sársaukinn fer verð ég kominn aftur á ferð.“ Eins og áður sagði virtust KR-ingar ekki sakna leikstjórnandans mikið á fimmtudaginn. „Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur,“ sagði Pavel í léttum dúr og bætti við: „Til þess erum við með breiðan hóp; að þegar einn dettur út kemur annar í hans stað.“ KR er af flestum talið besta lið landsins og það kom lítið á óvart að Vesturbæjarliðinu skyldi vera spáð sigri í árlegri könnun fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Domino‘s-deildinni. En þrátt fyrir sterkan mannskap segir Pavel að KR þurfi að vinna fyrir hlutunum. „Þetta er ekkert auðvelt. Það er einhver misskilningur að við þurfum ekki að hafa fyrir þessu. Við mætum ekki á æfingar til að reykja vindla og spila spil. Við mætum til að hlaupa og sláumst alveg jafn mikið, ef ekki meira, en önnur lið. Þrátt fyrir alla hæfileikana sem eru í okkar liði leggjum við mikið á okkur,“ sagði Pavel sem segir áðurnefndan Craion vera hvalreka á fjörur KR, en hann kom til liðsins frá Keflavík. „Hann skorar rosalega auðveldlega og við munum að sjálfsögðu nýta okkur það eins vel og við getum. Ef hann er heitur þá reynum við að koma boltanum á hann, en við viljum samt ekki fara of mikið úr okkar leik þar sem við hreyfum boltann vel og erum óeigingjarnir,“ sagði Pavel að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira