Þið eruð óþörf – út með ykkur! Þórarinn Eyfjörð skrifar 2. október 2014 07:00 Það var dapurleg kveðja sem ríkisstarfsmenn fengu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, á forsíðu Fréttablaðsins þann 24. september síðastliðinn. Kveðjan var klár og ljós: „Þú þarna ríkisstarfsmaður! Burtu með þig! Við erum að hagræða og við ætlum að reka þig! Svona…út með þig!“ Það var helst á Guðlaugi Þór að skilja að ef stjórnarflokkarnir myndu ekki ganga fram í þessu af krafti, þá myndi sjálfur hann taka málin í sínar hendur. Skírari verða skilaboðin nú ekki. Stjórnmálamönnum af því kaliberi sem Guðlaugur og Vigdís eru, er einstaklega lagið að slíta í sundur samhengi hlutanna. Í samfélagi þar sem sitjandi stjórnvöld færa þeim ríku dýrar gjafir á kostnað almennings, stórskaða og rýra skattkerfi landsins þegar mikil þörf er á að allir leggist á árarnar, láta spillingu viðgangast, hafa á stefnuskrá að minnka aðhald og eftirlit með markaðs- og samráðssóðum, er eins gott að stjórnmálamenn hafi svör á reiðum höndum um hvað þeir séu að gera til að koma samfélaginu á réttan kjöl. Og ekki vantar greið svör frá þeim Guðlaugi og Vigdísi hvað það er sem helst þarf að laga í samfélaginu: „Það þarf að reka ríkisstarfsmenn.“ Hún er nokkuð stæk þráalyktin af þessari smjörklípu. Aukið álag og lækkuð laun Eftir hrun tóku opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði á sig verulegar byrðar. Þetta þekkja allar fjölskyldur landsins sem þurfa að vinna fyrir brauði sínu. Aukið álag og lækkuð laun var hlutskipti almenns launafólks í hreinsunarstarfinu eftir partíið sem hrunflokkarnir undirbjuggu. Það var almennt launafólk sem hélt samfélaginu gangandi. Það voru meðal annars starfsmenn sýslumannsembætta, tollsins, Vegagerðarinnar, lögregluembættanna og heilbrigðiskerfisins, kennarar, læknar og hjúkrunarfólk auk allra hinna, sem héldu samfélaginu gangandi. Já, og við skulum ekki gleyma starfsfólki Fiskistofu sem sá til þess að gangverk fiskveiðistjórnunarkerfisins stoppaði ekki og útgerðin fékk sitt tækifæri til að blómstra. Þetta er fólkið sem ofurþingmennirnir Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir vilja núna reka. Gæti hið ágæta spakmæli „Margur heldur mig sig“ átt við hér? Getur hugsast að umræddir þingmenn séu gagnslausir og til óþurftar fyrir íslenskt samfélag og í taugaveiklaðri leit sinni að upphafningu veitist þeir að þeim sem verja skyldi? Eða er þessi aðför að ríkisstarfsmönnum hluti af stærra plotti? Getur verið að það leynist hjá þeim ásetningur um að eyðileggja og lama innviði samfélagsins og koma kjarnastarfsemi þess í hendur einkavina, eins og dæmin sanna að flokkar þeirra hafa stundað um áraraðir með sorglegum afleiðingum fyrir almenning í þessu landi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það var dapurleg kveðja sem ríkisstarfsmenn fengu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, á forsíðu Fréttablaðsins þann 24. september síðastliðinn. Kveðjan var klár og ljós: „Þú þarna ríkisstarfsmaður! Burtu með þig! Við erum að hagræða og við ætlum að reka þig! Svona…út með þig!“ Það var helst á Guðlaugi Þór að skilja að ef stjórnarflokkarnir myndu ekki ganga fram í þessu af krafti, þá myndi sjálfur hann taka málin í sínar hendur. Skírari verða skilaboðin nú ekki. Stjórnmálamönnum af því kaliberi sem Guðlaugur og Vigdís eru, er einstaklega lagið að slíta í sundur samhengi hlutanna. Í samfélagi þar sem sitjandi stjórnvöld færa þeim ríku dýrar gjafir á kostnað almennings, stórskaða og rýra skattkerfi landsins þegar mikil þörf er á að allir leggist á árarnar, láta spillingu viðgangast, hafa á stefnuskrá að minnka aðhald og eftirlit með markaðs- og samráðssóðum, er eins gott að stjórnmálamenn hafi svör á reiðum höndum um hvað þeir séu að gera til að koma samfélaginu á réttan kjöl. Og ekki vantar greið svör frá þeim Guðlaugi og Vigdísi hvað það er sem helst þarf að laga í samfélaginu: „Það þarf að reka ríkisstarfsmenn.“ Hún er nokkuð stæk þráalyktin af þessari smjörklípu. Aukið álag og lækkuð laun Eftir hrun tóku opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði á sig verulegar byrðar. Þetta þekkja allar fjölskyldur landsins sem þurfa að vinna fyrir brauði sínu. Aukið álag og lækkuð laun var hlutskipti almenns launafólks í hreinsunarstarfinu eftir partíið sem hrunflokkarnir undirbjuggu. Það var almennt launafólk sem hélt samfélaginu gangandi. Það voru meðal annars starfsmenn sýslumannsembætta, tollsins, Vegagerðarinnar, lögregluembættanna og heilbrigðiskerfisins, kennarar, læknar og hjúkrunarfólk auk allra hinna, sem héldu samfélaginu gangandi. Já, og við skulum ekki gleyma starfsfólki Fiskistofu sem sá til þess að gangverk fiskveiðistjórnunarkerfisins stoppaði ekki og útgerðin fékk sitt tækifæri til að blómstra. Þetta er fólkið sem ofurþingmennirnir Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir vilja núna reka. Gæti hið ágæta spakmæli „Margur heldur mig sig“ átt við hér? Getur hugsast að umræddir þingmenn séu gagnslausir og til óþurftar fyrir íslenskt samfélag og í taugaveiklaðri leit sinni að upphafningu veitist þeir að þeim sem verja skyldi? Eða er þessi aðför að ríkisstarfsmönnum hluti af stærra plotti? Getur verið að það leynist hjá þeim ásetningur um að eyðileggja og lama innviði samfélagsins og koma kjarnastarfsemi þess í hendur einkavina, eins og dæmin sanna að flokkar þeirra hafa stundað um áraraðir með sorglegum afleiðingum fyrir almenning í þessu landi?
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun