
Þakkað fyrir tómata og rósir á Kristsdegi
Á nýliðnum Kristsdegi sem haldinn var í Hörpu fæddist nýr sannleikur í samvitund kristninnar í landinu og við sem urðum vitni að fæðingunni og jafnframt lítum á okkur sem náin skyldmenni erum fagnandi og stolt. Sannleikurinn sem þar var á hvers manns vörum og skein úr ásjónu fólks var þessi: Það er gott að vera ólík systkin.
Samkoman sem stóð allan daginn og fram á kvöld var ekki síst áhugaverð frá lýðfræðilegu sjónarmiði. Kringlan og Smáralind gætu vart státað af öðru eins samansafni af fólki með ólíkan lífsstíl, fatastíl, fjárhag, heilsufar, menntun, lífsviðhorf og þjóðerni. Þar ægði saman landsbyggðarfólki og höfuðborgarbúum. Þarna var lyft upp klassískri tónlist og gospelrokki, þjóðlegum kórsöng og kirkjusálmum í flutningi landsþekktra tónlistarmanna ásamt margvíslegri annarri tónlist.
Þarna flutti forseti lýðveldisins eina af sínum blaðalausu snilldarræðum, helstu leiðtogar kristninnar stigu á svið við hlið hvítasunnumanna og hjálpræðishersmanna auk fulltrúa margra annarra kristinna safnaða og félaga sem sum hver tefldu fram fólki sem alla jafna stendur ekki upp á fjöldasamkomum.
Áhrifaríkasta bænin
Áhrifaríkasta bænin var að okkar mati sú þegar kona ein þakkaði Guði fyrir starf þeirra sem vinna í gróðurhúsum í landinu og nefndi sérstaklega hvað ræktaðar eru fallegar rósir og hvað íslenskir tómatar bragðast vel. Undir þeirri bæn sem var sjálfsprottin, laus við allan ytri styrk en full af ást á íslenskri gróðurmold þótti okkur fegurð þessarar samkomu ná hámarki sínu.
Við sem þessi orð ritum höfum árum saman gagnrýnt harðlega þá tilhneigingu sem stundum nær yfirhöndinni í trúarlegu samhengi að vilja hafa vit fyrir fólki í siðferðisefnum með því að gera eigin lífsskoðanir að viðmiði fyrir alla hina. Þá hættir systkinaástin að vera skilyrðislaus og allir tapa. Þess vegna bökkuðum við frá þegar hinn umdeildi Franklin Graham kom til landsins í fyrra á Hátíð vonar vegna þess að við álitum hann sem opinbera persónu hafa framgöngu sem útilokar fólk. Það var okkar mat.
Við sátum samkomuna í Hörpu, hlýddum á hverja einustu bæn sem fram var borin og gengum út þakklát fyrir að heyra það óritskoðaða kærleiksákall sem þarna var fram borið í þágu landsmanna.
Viðurkenna skal að það voru mistök af hálfu nefndarinnar að láta umdeild málefni eins og fóstureyðingar liggja frammi sem fyrirbænarefni á opinberum vef. Slíkt hlaut auðvitað að leiða til deilna. En hrósa má öllum aðstandendum Kristsdags fyrir það að vísa veginn í átt að fjölmenningu í verki þar sem ekki ríkir menningarþótti heldur umvefjandi skilningur og alúð.
Skoðun

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar