Ekki eldri en 25 ára í framhaldsskóla Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistaranemi. Oft er það nefnilega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þessum heppnu. Á tuttugasta aldursári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíburasystur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast.Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitjandi í strætó að fara úr kvöldskólanum í Verkmenntaskólanum á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efasemdir um að mér tækist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vaktavinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekkingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkrunarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrirfram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér.Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírteininu mínu sem hjúkrunarfræðingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höfuðið mitt sem var fullt af hagnýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistaranemi. Oft er það nefnilega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þessum heppnu. Á tuttugasta aldursári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíburasystur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast.Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitjandi í strætó að fara úr kvöldskólanum í Verkmenntaskólanum á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efasemdir um að mér tækist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vaktavinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekkingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkrunarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrirfram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér.Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírteininu mínu sem hjúkrunarfræðingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höfuðið mitt sem var fullt af hagnýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun