Vonast eftir nýjum millilandaflugvelli Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2014 11:00 Ferðamennska á Ísafirði er háð samgöngum á landi, segir Gísli Halldór. fréttablaðið/Pjetur „Það sem kemur á óvart er hvað nýtingin í 101 er rosalega mikil og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ef maður skoðar tölur fyrir árið í ár er nýtingin í mars 97,5 prósent og það er náttúrlega bara ótrúlegt,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Hún kynnti nýja skýrslu um stöðu hótelmarkaðarins á morgunverðarfundi bankans í fyrradag. Ein af niðurstöðunum úr skýrslunni er sú að mun minni árstíðasveifla sé í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Meðalnýtingin á höfuðborgarsvæðinu er 77 prósent yfir árið en minnst er hún á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 39,5 prósent. „Helsta ástæðan fyrir því að árstíðasveiflan er minni á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki síst sú að þeir sem koma á veturna eru líklegri til að halda sig í borginni. Það eru meira viðskiptatengdar ferðir. Það eru síður fjölskylduferðir og meira um það að þeir sem koma séu einir í herbergi,“ segir Anna Hrefna. Það sé því ekki endilega góð rúmanýting þótt herbergjanýtingin sé góð. Anna Hrefna segir að það sé mjög jákvætt hvað tekist hafi að draga úr árstíðasveiflunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum þarf rosalega lítið markaðsstarf til að auglýsa sumarferðir. Allt markaðsstarfið miðar eiginlega að því að fá fólk utan sumarmánaðanna. Starfið í kringum alla þessa viðburði, eins og HönnunarMars, Food and Fun og Iceland Airwaves, er að skila sér,“ segir hún. „Það hefur verið unnið mikið í því að lengja tímabilið fram í maí og september og teygja það inn í vorið og haustið en af ýmsum samgönguástæðum hefur verið erfiðara fyrir okkur að markaðssetja á fullum krafti fyrir vetrartímann. Það er hins vegar þannig að við erum með mjög góðar aðstæður bæði á norðursvæðinu og suðursvæðinu til að hýsa ráðstefnur og ráðstefnugesti. Málið er bara að það þarf að skipuleggja það með akstri. Það er ekki hægt að reiða sig á flug,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Flugvöllurinn á Ísafirði er ekki millilandaflugvöllur og það háir ferðaþjónustunni. „En ég er náttúrlega viss um það að þessi 50-70 þúsund tonn sem stefnir í að verði hérna á næsta áratug af fiskeldi muni knýja menn til að koma hérna á alþjóðaflugvelli. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að menn muni vilja það þegar öllum þessum verðmætum verður skipað á land,“ segir hann. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Food and Fun Fréttir af flugi Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Það sem kemur á óvart er hvað nýtingin í 101 er rosalega mikil og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ef maður skoðar tölur fyrir árið í ár er nýtingin í mars 97,5 prósent og það er náttúrlega bara ótrúlegt,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Hún kynnti nýja skýrslu um stöðu hótelmarkaðarins á morgunverðarfundi bankans í fyrradag. Ein af niðurstöðunum úr skýrslunni er sú að mun minni árstíðasveifla sé í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Meðalnýtingin á höfuðborgarsvæðinu er 77 prósent yfir árið en minnst er hún á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 39,5 prósent. „Helsta ástæðan fyrir því að árstíðasveiflan er minni á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki síst sú að þeir sem koma á veturna eru líklegri til að halda sig í borginni. Það eru meira viðskiptatengdar ferðir. Það eru síður fjölskylduferðir og meira um það að þeir sem koma séu einir í herbergi,“ segir Anna Hrefna. Það sé því ekki endilega góð rúmanýting þótt herbergjanýtingin sé góð. Anna Hrefna segir að það sé mjög jákvætt hvað tekist hafi að draga úr árstíðasveiflunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum þarf rosalega lítið markaðsstarf til að auglýsa sumarferðir. Allt markaðsstarfið miðar eiginlega að því að fá fólk utan sumarmánaðanna. Starfið í kringum alla þessa viðburði, eins og HönnunarMars, Food and Fun og Iceland Airwaves, er að skila sér,“ segir hún. „Það hefur verið unnið mikið í því að lengja tímabilið fram í maí og september og teygja það inn í vorið og haustið en af ýmsum samgönguástæðum hefur verið erfiðara fyrir okkur að markaðssetja á fullum krafti fyrir vetrartímann. Það er hins vegar þannig að við erum með mjög góðar aðstæður bæði á norðursvæðinu og suðursvæðinu til að hýsa ráðstefnur og ráðstefnugesti. Málið er bara að það þarf að skipuleggja það með akstri. Það er ekki hægt að reiða sig á flug,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Flugvöllurinn á Ísafirði er ekki millilandaflugvöllur og það háir ferðaþjónustunni. „En ég er náttúrlega viss um það að þessi 50-70 þúsund tonn sem stefnir í að verði hérna á næsta áratug af fiskeldi muni knýja menn til að koma hérna á alþjóðaflugvelli. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að menn muni vilja það þegar öllum þessum verðmætum verður skipað á land,“ segir hann.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Food and Fun Fréttir af flugi Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira