Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir Gylfi Páll Hersir skrifar 11. september 2014 07:00 „Japanir voru reiðubúnir til þess að gefast upp og það var alls ekki nauðsynlegt að ráðast á þá með þessum hræðilega hlut.“ Þessi orð Dwights Eisenhower, þáverandi yfirhershöfðingja og síðar forseta Bandaríkjanna um kjarnorkuárásina á Japan, má lesa í Smithsonian-safninu í Washington, en sýning safnsins um árásina olli miklum deilum í landinu þegar hún var sett upp fyrir tæpum 20 árum. Hægrisinnarnir vildu halda í gömlu, opinberu söguskýringuna. Það er alkunna að í gegnum tíðina hefur verið reynt að gera ýmsar „söguskýringarnar“ eða réttara sagt pólitískar sögulegar afbakanir að „sögulegum staðreyndum“ – hagræða sannleikanum, sleppa ákveðnum staðreyndum og fela raunverulegan tilgang átaka eða aðgerða. Ég gæti nefnt mörg dæmi og ófá má sjá í sögubókum sem lesnar eru í skólum, eða í fjölmiðlum. Ein þeirra er að kjarnorkusprengjum hafi verið varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar í því skyni að binda enda á seinni heimsstyrjöldina með sem minnstum fórnarkostnaði þar eð innrás í landið hefði kostað hundruð þúsunda mannslífa, er fullyrt. Talið er að þarna hafi a.m.k. 200.000 fallið. Þessi staðhæfing er fjarri raunveruleikanum. Japönsk stjórnvöld voru reiðubúin til uppgjafar tæpum mánuði fyrr, í júlí, með ákveðnum skilmálum þó; nákvæmlega sömu skilmálum og fallist var á við uppgjöf þeirra 14. ágúst. Þetta er sögulega óvefengjanlegt. Þegar leið að lokum styrjaldarinnar var Japan rjúkandi rúst; iðnaðarframleiðsla hafði nær stöðvast. Japan var innikróað – engin viðskipti voru við önnur lönd; um 90% kaupskipaflotans voru eyðilögð og hin 10% föst við bryggju í Japan. Einungis 10% sjóhersins voru enn nothæf. Í mars varpaði Bandaríkjaher napalmsprengjum á fjórar borgir, Tókýó, Osaka, Kobe og Nagoya. Í Tókýó féllu á einni nóttu 80.000 manns og 1 milljón varð heimilislaus – hver borgin á fætur annarri var nú sprengd í tætlur, þó voru fjórar borgir, þar á meðal Hiroshima og Nagaski, skildar eftir – í bili!Höfnuðu skilmálunum Því var það að Japansstjórn fór fram á það við Sovétríkin, sem stóðu enn utan við Kyrrahafsstríðið, að þau hefðu milligöngu um friðarviðræður við Bandaríkjastjórn. Stalín greindi Truman og Churchill frá þessu á fundi þeirra þriggja í Potsdam 17. júlí – raunar vissi Bandaríkjastjórn þegar af tillögunni 13. júlí, því leyniþjónustan hafði leyst dulmálslykil Japana. Eina skilyrðið sem Japansstjórn setti var um áframhaldandi fullveldi landsins og að Hirohito keisari héldi völdum. Truman og Churchill höfnuðu skilmálunum og kröfðust 26. júlí uppgjafar án nokkurra skilmála. Eftir að sprengjunum var varpað samþykkti Bandaríkjastjórn (14. ágúst) uppgjöf Japana með sömu skilyrðum og áður hafði verið hafnað. Daginn áður en Stalín lagði fram tillögu Japana fékk Truman skeyti þar sem á stóð: „It‘s a boy!“ Enginn vissi í raun, hvort sprengjan myndi virka fyrr en „velheppnuð“ tilraun hafði verið gerð í New Mexico þann sama dag. Samstundis var flogið með tvær sprengjur í flotastöð við Kyrrahaf, tónninn gagnvart Sovétríkjunum gerbreyttist en ætlunin var að þau hæfu innrásina í Japan. Nú var allt klárt á síðustu stundu fyrir alvöru tilraun þar sem ekki hafði verið gerð loftárás!Ekki lokabombur Kjarnorkusprengingarnar á Japan voru ekki lokabombur síðari heimsstyrjaldarinnar, þær mörkuðu miklu fremur upphafsskot kalda stríðsins gegn Sovétríkjunum. Þær voru sprengdar í tilraunaskyni og til þess að sýna Sovétríkjunum og öðrum þjóðum að öflugt drápstæki hafði verið þróað og framleitt og eins að Bandaríkin hefðu fullan hug á að beita þessu vopni þegar þurfi þætti. Bandaríkjastjórn hófst þegar handa við að búa til lista yfir 20 mikilvægustu staðina í Sovétríkjunum til kjarnorkuárása. Kjarnorkuvopn hafa gegnt lykilhlutverki í hótunum Bandaríkjastjórnar gagnvart alþýðu í öllum heimshlutum síðustu ártugina – m.a. þjóðum sem hafa risið upp gegn hagsmunum fámennrar ráðastéttar í landinu. Truman hótaði að beita kjarnorkuvopnum gegn Sovétríkjunum þegar árið 1946. Eisenhower endurtók leikinn gagnvart Kína og Sovétríkjunum í tímum Kóreustríðsins. Eftir sögulegan ósigur Frakka við Dien Bien Phu árið 1954 í frelsisstríði Víetnama velti Eisenhower því alvarlega fyrir sér að nota kjarnorkuvopn. Hann hótaði líka að beita þeim gegn Sovétríkjunum 1956 ef þau kæmu Egyptalandi til aðstoðar í kjölfar innrásar Breta, Frakka og Ísraels í landið – sama ógnun var viðhöfð í deilunni um stöðu Berlínar 1959. Kennedy hótaði að gera kjarnorkuárás á Kúbu 1962 ef sovéskar eldaflaugar yrðu ekki fluttar brott af eyjunni. Í viðtali við tímaritið Time viðurkenndi Nixon að hafa íhugað að beita kjarnorkuvopnum m.a. árið 1969 gegn Norður-Víetnam, 1971 gegn Kína og 1973 gegn Sovétríkjunum í stríði Egypta og Ísraels. Bandaríkjastjórn vill ákveða hvaða þjóðir eru nógu fínar til þess að eiga kjarnorkuvopn og hverjar ekki. Ísrael sem þessa daga fremur fjöldamorð á saklausu fólki í Palestínu ræður yfir kjarnorkuvopnum, þótt stjórnvöld vilji ekki viðurkenna það – það finnst stjórnvöldum í Bandaríkjunum í góðu lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Japanir voru reiðubúnir til þess að gefast upp og það var alls ekki nauðsynlegt að ráðast á þá með þessum hræðilega hlut.“ Þessi orð Dwights Eisenhower, þáverandi yfirhershöfðingja og síðar forseta Bandaríkjanna um kjarnorkuárásina á Japan, má lesa í Smithsonian-safninu í Washington, en sýning safnsins um árásina olli miklum deilum í landinu þegar hún var sett upp fyrir tæpum 20 árum. Hægrisinnarnir vildu halda í gömlu, opinberu söguskýringuna. Það er alkunna að í gegnum tíðina hefur verið reynt að gera ýmsar „söguskýringarnar“ eða réttara sagt pólitískar sögulegar afbakanir að „sögulegum staðreyndum“ – hagræða sannleikanum, sleppa ákveðnum staðreyndum og fela raunverulegan tilgang átaka eða aðgerða. Ég gæti nefnt mörg dæmi og ófá má sjá í sögubókum sem lesnar eru í skólum, eða í fjölmiðlum. Ein þeirra er að kjarnorkusprengjum hafi verið varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar í því skyni að binda enda á seinni heimsstyrjöldina með sem minnstum fórnarkostnaði þar eð innrás í landið hefði kostað hundruð þúsunda mannslífa, er fullyrt. Talið er að þarna hafi a.m.k. 200.000 fallið. Þessi staðhæfing er fjarri raunveruleikanum. Japönsk stjórnvöld voru reiðubúin til uppgjafar tæpum mánuði fyrr, í júlí, með ákveðnum skilmálum þó; nákvæmlega sömu skilmálum og fallist var á við uppgjöf þeirra 14. ágúst. Þetta er sögulega óvefengjanlegt. Þegar leið að lokum styrjaldarinnar var Japan rjúkandi rúst; iðnaðarframleiðsla hafði nær stöðvast. Japan var innikróað – engin viðskipti voru við önnur lönd; um 90% kaupskipaflotans voru eyðilögð og hin 10% föst við bryggju í Japan. Einungis 10% sjóhersins voru enn nothæf. Í mars varpaði Bandaríkjaher napalmsprengjum á fjórar borgir, Tókýó, Osaka, Kobe og Nagoya. Í Tókýó féllu á einni nóttu 80.000 manns og 1 milljón varð heimilislaus – hver borgin á fætur annarri var nú sprengd í tætlur, þó voru fjórar borgir, þar á meðal Hiroshima og Nagaski, skildar eftir – í bili!Höfnuðu skilmálunum Því var það að Japansstjórn fór fram á það við Sovétríkin, sem stóðu enn utan við Kyrrahafsstríðið, að þau hefðu milligöngu um friðarviðræður við Bandaríkjastjórn. Stalín greindi Truman og Churchill frá þessu á fundi þeirra þriggja í Potsdam 17. júlí – raunar vissi Bandaríkjastjórn þegar af tillögunni 13. júlí, því leyniþjónustan hafði leyst dulmálslykil Japana. Eina skilyrðið sem Japansstjórn setti var um áframhaldandi fullveldi landsins og að Hirohito keisari héldi völdum. Truman og Churchill höfnuðu skilmálunum og kröfðust 26. júlí uppgjafar án nokkurra skilmála. Eftir að sprengjunum var varpað samþykkti Bandaríkjastjórn (14. ágúst) uppgjöf Japana með sömu skilyrðum og áður hafði verið hafnað. Daginn áður en Stalín lagði fram tillögu Japana fékk Truman skeyti þar sem á stóð: „It‘s a boy!“ Enginn vissi í raun, hvort sprengjan myndi virka fyrr en „velheppnuð“ tilraun hafði verið gerð í New Mexico þann sama dag. Samstundis var flogið með tvær sprengjur í flotastöð við Kyrrahaf, tónninn gagnvart Sovétríkjunum gerbreyttist en ætlunin var að þau hæfu innrásina í Japan. Nú var allt klárt á síðustu stundu fyrir alvöru tilraun þar sem ekki hafði verið gerð loftárás!Ekki lokabombur Kjarnorkusprengingarnar á Japan voru ekki lokabombur síðari heimsstyrjaldarinnar, þær mörkuðu miklu fremur upphafsskot kalda stríðsins gegn Sovétríkjunum. Þær voru sprengdar í tilraunaskyni og til þess að sýna Sovétríkjunum og öðrum þjóðum að öflugt drápstæki hafði verið þróað og framleitt og eins að Bandaríkin hefðu fullan hug á að beita þessu vopni þegar þurfi þætti. Bandaríkjastjórn hófst þegar handa við að búa til lista yfir 20 mikilvægustu staðina í Sovétríkjunum til kjarnorkuárása. Kjarnorkuvopn hafa gegnt lykilhlutverki í hótunum Bandaríkjastjórnar gagnvart alþýðu í öllum heimshlutum síðustu ártugina – m.a. þjóðum sem hafa risið upp gegn hagsmunum fámennrar ráðastéttar í landinu. Truman hótaði að beita kjarnorkuvopnum gegn Sovétríkjunum þegar árið 1946. Eisenhower endurtók leikinn gagnvart Kína og Sovétríkjunum í tímum Kóreustríðsins. Eftir sögulegan ósigur Frakka við Dien Bien Phu árið 1954 í frelsisstríði Víetnama velti Eisenhower því alvarlega fyrir sér að nota kjarnorkuvopn. Hann hótaði líka að beita þeim gegn Sovétríkjunum 1956 ef þau kæmu Egyptalandi til aðstoðar í kjölfar innrásar Breta, Frakka og Ísraels í landið – sama ógnun var viðhöfð í deilunni um stöðu Berlínar 1959. Kennedy hótaði að gera kjarnorkuárás á Kúbu 1962 ef sovéskar eldaflaugar yrðu ekki fluttar brott af eyjunni. Í viðtali við tímaritið Time viðurkenndi Nixon að hafa íhugað að beita kjarnorkuvopnum m.a. árið 1969 gegn Norður-Víetnam, 1971 gegn Kína og 1973 gegn Sovétríkjunum í stríði Egypta og Ísraels. Bandaríkjastjórn vill ákveða hvaða þjóðir eru nógu fínar til þess að eiga kjarnorkuvopn og hverjar ekki. Ísrael sem þessa daga fremur fjöldamorð á saklausu fólki í Palestínu ræður yfir kjarnorkuvopnum, þótt stjórnvöld vilji ekki viðurkenna það – það finnst stjórnvöldum í Bandaríkjunum í góðu lagi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun