Íris fékk á sig færri mörk en landsliðsmarkvörðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2014 00:01 Íris Dögg Gunnarsdóttir. Fylkir hefur staðið sig með mikilli prýði í Pepsi-deild kvenna, en nýliðarnir, sem leika undir stjórn Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sitja þegar þessi orð eru skrifuð í 3. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 umferðir. Lykillinn að þessu góða gengi Fylkis er sterkur varnarleikur, en Árbæjarliðið hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í leikjunum 16. Aðeins efstu tvö lið deildarinnar, Stjarnan (9) og Breiðablik (15), hafa fengið á sig færri mörk. Sóknarleikur Fylkis hefur að sama skapi ekki verið neitt sérstakur, en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk, eða rétt rúmt mark að meðaltali í leik.Íris Dögg Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið í marki Fylkis og lék fyrstu átta leikina, áður en hún var lánuð til FH. Ástæðan fyrir brottför Írisar var koma landsliðsmarkvarðarins Þóru Bjargar Helgadóttur sem ákvað að ganga til liðs við Fylki eftir tæpan áratug í atvinnumennsku erlendis. Þóra er flestum fótboltaáhugamönnum að góðu kunn en hún hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, auk þess sem hún átti mjög farsælan feril í atvinnumennsku. Sé litið á tölfræðina kemur hins vegar í ljós að Fylkir hefur fengið á sig mun fleiri mörk með Þóru í markinu en Írisi. Í fyrstu átta leikjum Fylkis í deildinni hélt Íris marki sínu sex sinnum hreinu og fékk aðeins á sig fimm mörk; þrjú gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og tvö gegn Selfossi. Leikurinn gegn Selfossi var jafnframt hennar síðasti deildarleikur fyrir Fylki (allavega í bili). Þóra lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki 15. júlí og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Aftureldingu. Hún hélt marki sínu einnig hreinu í öðrum 1-0 sigri gegn ÍA í næstu umferð. Síðan þá hefur Þóra fengið á sig níu mörk í sex leikjum; fjögur gegn Breiðabliki, þrjú gegn Stjörnunni og eitt gegn FH og Selfossi. Þóra fór af velli eftir 60 mínútur í síðasta leik Fylkis, gegn Selfossi á útivelli. Þá var staðan 1-0 fyrir Selfoss. Varamarkvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú mörk eftir að hún kom inn á. Alls hefur Þóra leikið átta deildarleiki fyrir Fylki, fengið á sig níu mörk og haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu. Þessi fjölgun á mörkum sem liðið fær á sig hefur hins vegar ekki komið eins mikið niður á stigasöfnun Fylkis og ætla mætti. Árbæjarliðið fékk 14 stig í leikjunum átta sem Íris varði markið í, en hefur krækt í 15 stig í þeim átta leikjum sem Þóra hefur spilað. Fylkir á eftir að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni; gegn Þór/KA á heimavelli og Aftureldingu á útivelli.Leiðrétting, kl. 10:25Þóra Björg Helgadóttir fékk ekki á sig fjögur mörk gegn Selfossi eins og upphaflega kom fram. Hið rétta er að Þóra fékk á sig eitt mark gegn Selfossi og níu alls í þeim átta deildarleikjum sem hún hefur spilað. Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú síðustu mörkin gegn Selfossi, en hún kom inn á fyrir Þóru eftir klukkutíma leik. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Fylkir hefur staðið sig með mikilli prýði í Pepsi-deild kvenna, en nýliðarnir, sem leika undir stjórn Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sitja þegar þessi orð eru skrifuð í 3. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 umferðir. Lykillinn að þessu góða gengi Fylkis er sterkur varnarleikur, en Árbæjarliðið hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í leikjunum 16. Aðeins efstu tvö lið deildarinnar, Stjarnan (9) og Breiðablik (15), hafa fengið á sig færri mörk. Sóknarleikur Fylkis hefur að sama skapi ekki verið neitt sérstakur, en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk, eða rétt rúmt mark að meðaltali í leik.Íris Dögg Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið í marki Fylkis og lék fyrstu átta leikina, áður en hún var lánuð til FH. Ástæðan fyrir brottför Írisar var koma landsliðsmarkvarðarins Þóru Bjargar Helgadóttur sem ákvað að ganga til liðs við Fylki eftir tæpan áratug í atvinnumennsku erlendis. Þóra er flestum fótboltaáhugamönnum að góðu kunn en hún hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, auk þess sem hún átti mjög farsælan feril í atvinnumennsku. Sé litið á tölfræðina kemur hins vegar í ljós að Fylkir hefur fengið á sig mun fleiri mörk með Þóru í markinu en Írisi. Í fyrstu átta leikjum Fylkis í deildinni hélt Íris marki sínu sex sinnum hreinu og fékk aðeins á sig fimm mörk; þrjú gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og tvö gegn Selfossi. Leikurinn gegn Selfossi var jafnframt hennar síðasti deildarleikur fyrir Fylki (allavega í bili). Þóra lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki 15. júlí og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Aftureldingu. Hún hélt marki sínu einnig hreinu í öðrum 1-0 sigri gegn ÍA í næstu umferð. Síðan þá hefur Þóra fengið á sig níu mörk í sex leikjum; fjögur gegn Breiðabliki, þrjú gegn Stjörnunni og eitt gegn FH og Selfossi. Þóra fór af velli eftir 60 mínútur í síðasta leik Fylkis, gegn Selfossi á útivelli. Þá var staðan 1-0 fyrir Selfoss. Varamarkvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú mörk eftir að hún kom inn á. Alls hefur Þóra leikið átta deildarleiki fyrir Fylki, fengið á sig níu mörk og haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu. Þessi fjölgun á mörkum sem liðið fær á sig hefur hins vegar ekki komið eins mikið niður á stigasöfnun Fylkis og ætla mætti. Árbæjarliðið fékk 14 stig í leikjunum átta sem Íris varði markið í, en hefur krækt í 15 stig í þeim átta leikjum sem Þóra hefur spilað. Fylkir á eftir að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni; gegn Þór/KA á heimavelli og Aftureldingu á útivelli.Leiðrétting, kl. 10:25Þóra Björg Helgadóttir fékk ekki á sig fjögur mörk gegn Selfossi eins og upphaflega kom fram. Hið rétta er að Þóra fékk á sig eitt mark gegn Selfossi og níu alls í þeim átta deildarleikjum sem hún hefur spilað. Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú síðustu mörkin gegn Selfossi, en hún kom inn á fyrir Þóru eftir klukkutíma leik. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira