Vegagerðin fær 850 milljóna aukaframlag í stað þriggja milljarða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. september 2014 06:00 Nýframkvæmdir bíða Vegamálastjóri vill heldur að viðbótarframlag í fjárlögum fari í viðhald vega frekar en nýframkvæmdir. Fréttablaðið/Daníel Ljóst er að lítið verður um nýjar framkvæmdir Vegagerðarinnar á komandi ári en í stað þriggja milljarða króna viðbótarframlags sem kveðið var á um í samgönguáætlun sem rædd var á Alþingi í vor er í fjárlögum ársins 2015 gert ráð fyrir hækkun sem hljóðar upp á 850 milljónir króna. Heildarfjárveiting til Vegagerðarinnar er20 milljarðar og 419 milljónir króna sem jafngildir 315 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Þetta er náttúrulega mun lægri upphæð en við vonuðumst til eftir að samgönguáætlun var lögð fram,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eftir að fjárlagafrumvarpið var gert opinbert í gær. „Þarna eru að skila sér 850 milljónir sem eiga að fara í nýframkvæmdir. Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“Viðhaldsleysi farið að koma niður á endingu vega Af þeim þremur milljörðum sem ráðgert var í samgönguáætlun að leggja til Vegagerðarinnar átti einn þriðji að renna í viðhald og viðgerðir vega. Hreinn segir vonbrigði að ekki sé reiknað með neinni aukningu í þá liði. Í frumvarpinu er það þó tekið fram að í meðförum þess á þingi sé mögulegt að færa einhvern hluta framlagsins úr nýframkvæmdum í viðhald. „Það myndi þá þýða að það er lítið af stærri verkefnum sem myndi vera hægt að leggja af stað með á næsta ári.“ Hreinn segist tvímælalaust vilja taka hluta framlagsins sem ætlaður er í nýframkvæmdir og færa yfir í viðhald vega. Talar hann um allt að 500 milljónir í þessu samhengi. „Það er sérstaklega þetta viðhaldsleysi sem er farið að koma niður á endingu veganna sem við lítum alvarlegum augum. Það getur að auki komið niður á öryggi vegfarenda.“ Hann segist fá margar kvartanir um skemmdir á bílum vegna þess að vegir eru ekki nógu góðir. Hreinn sýnir þó lægra framlagi ákveðinn skilning. „Þetta eru alltaf miklar sveiflur í þeim verkefnum sem við sinnum, sérstaklega hvað varðar nýjar framkvæmdir. Við fylgjumst náttúrulega með ástandi þjóðarbúsins eins og aðrir og tilraunum til hallalausra fjárlaga. Það er oft einfaldara að fresta verklegum framkvæmdum heldur en rekstri á heilsugæslu eða menntastofnunum og öðru slíku.“ Hreinn segist þó vongóður um að hægt verði að bæta framlögin til Vegagerðarinnar í meðförum þingsins. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Ljóst er að lítið verður um nýjar framkvæmdir Vegagerðarinnar á komandi ári en í stað þriggja milljarða króna viðbótarframlags sem kveðið var á um í samgönguáætlun sem rædd var á Alþingi í vor er í fjárlögum ársins 2015 gert ráð fyrir hækkun sem hljóðar upp á 850 milljónir króna. Heildarfjárveiting til Vegagerðarinnar er20 milljarðar og 419 milljónir króna sem jafngildir 315 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Þetta er náttúrulega mun lægri upphæð en við vonuðumst til eftir að samgönguáætlun var lögð fram,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eftir að fjárlagafrumvarpið var gert opinbert í gær. „Þarna eru að skila sér 850 milljónir sem eiga að fara í nýframkvæmdir. Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“Viðhaldsleysi farið að koma niður á endingu vega Af þeim þremur milljörðum sem ráðgert var í samgönguáætlun að leggja til Vegagerðarinnar átti einn þriðji að renna í viðhald og viðgerðir vega. Hreinn segir vonbrigði að ekki sé reiknað með neinni aukningu í þá liði. Í frumvarpinu er það þó tekið fram að í meðförum þess á þingi sé mögulegt að færa einhvern hluta framlagsins úr nýframkvæmdum í viðhald. „Það myndi þá þýða að það er lítið af stærri verkefnum sem myndi vera hægt að leggja af stað með á næsta ári.“ Hreinn segist tvímælalaust vilja taka hluta framlagsins sem ætlaður er í nýframkvæmdir og færa yfir í viðhald vega. Talar hann um allt að 500 milljónir í þessu samhengi. „Það er sérstaklega þetta viðhaldsleysi sem er farið að koma niður á endingu veganna sem við lítum alvarlegum augum. Það getur að auki komið niður á öryggi vegfarenda.“ Hann segist fá margar kvartanir um skemmdir á bílum vegna þess að vegir eru ekki nógu góðir. Hreinn sýnir þó lægra framlagi ákveðinn skilning. „Þetta eru alltaf miklar sveiflur í þeim verkefnum sem við sinnum, sérstaklega hvað varðar nýjar framkvæmdir. Við fylgjumst náttúrulega með ástandi þjóðarbúsins eins og aðrir og tilraunum til hallalausra fjárlaga. Það er oft einfaldara að fresta verklegum framkvæmdum heldur en rekstri á heilsugæslu eða menntastofnunum og öðru slíku.“ Hreinn segist þó vongóður um að hægt verði að bæta framlögin til Vegagerðarinnar í meðförum þingsins.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira