Stóri sigurinn er að tveir buðu sig fram Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2014 06:00 Einar Vilhjálmsson. mynd/vísir Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafi í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari, var í gær kosinn formaður Frjálsíþróttasambandsins á þingi þess á Akureyri, en hann hafði betur í baráttunni við fráfarandi varaformann, Benóný Jónsson, með 35 atkvæðum á móti 26. Ekki er langt síðan Einar ákvað að bjóða sig fram. „Það gerðist bara á útmánuðum í vor að sitjandi formaður ákvað að gefa ekki kost á sér. Þá opnaðist umræða um hverjir væru tilbúnir að ljá hreyfingunni krafta sína næstu tvö árin og ég var í þeirri stöðu að geta látið mig málaflokkinn varða og tekið áskorunum varðandi hann,“ sagði Einar við Fréttablaðið í gær. Ekki var um hatramman kosningaslag að ræða. „Ég fór ekki fram gegn einum né neinum. Stóri sigurinn var sá að tveir menn voru tilbúnir til þess að ljá hreyfingunni aðstoð sína. Ég sagði í ræðu minni á þinginu að ef Benóný yrði kosinn færi þar fram mjög góður formaður.“ Einar hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að frjálsum íþróttum og hefur nokkuð skýra sýn á hvað hann vill bæta og breyta. „Ég bauð mig fram til að vinna að útbreiðslu og vexti íþróttarinnar á landsvísu. Ég vil líka hlúa að afreksstefnunni enn frekar og auka samtal milli þjálfara og hreyfingarinnar með jöfnuð fyrir alla að leiðarljósi. Ég steig einnig fram í vor og átti stóran þátt í hugmyndinni „Frímínútur“ sem miðar að því að virkja krakka í leik í löngu frímínútunum í skólum landsins.“ „Svo eru það eldri borgararnir en hvað varðar öldungaþáttinn blasa við spennandi verkefni. Ég vil opna og leyfa fleirum að njóta þessa góða starfs sem FRÍ hefur unnið. Þróun og útvíkkun á fjármagnsleiðum er líka sannarlega mjög aðkallandi. Ég ætla samt ekki að segjast ætla að gera hitt og þetta því allt kostar peninga,“ segir Einar sem er spenntur fyrir verkefninu. „Aldrei áður höfum við átt jafnglæsilegan mannauð ungmenna og ég lít á það sem mitt verkefni að koma á auknum verkefnum fyrir hreyfinguna og búa til þjálfarateymi sem hjálpast að,“ segir Einar Vilhjálmsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira
Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafi í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari, var í gær kosinn formaður Frjálsíþróttasambandsins á þingi þess á Akureyri, en hann hafði betur í baráttunni við fráfarandi varaformann, Benóný Jónsson, með 35 atkvæðum á móti 26. Ekki er langt síðan Einar ákvað að bjóða sig fram. „Það gerðist bara á útmánuðum í vor að sitjandi formaður ákvað að gefa ekki kost á sér. Þá opnaðist umræða um hverjir væru tilbúnir að ljá hreyfingunni krafta sína næstu tvö árin og ég var í þeirri stöðu að geta látið mig málaflokkinn varða og tekið áskorunum varðandi hann,“ sagði Einar við Fréttablaðið í gær. Ekki var um hatramman kosningaslag að ræða. „Ég fór ekki fram gegn einum né neinum. Stóri sigurinn var sá að tveir menn voru tilbúnir til þess að ljá hreyfingunni aðstoð sína. Ég sagði í ræðu minni á þinginu að ef Benóný yrði kosinn færi þar fram mjög góður formaður.“ Einar hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að frjálsum íþróttum og hefur nokkuð skýra sýn á hvað hann vill bæta og breyta. „Ég bauð mig fram til að vinna að útbreiðslu og vexti íþróttarinnar á landsvísu. Ég vil líka hlúa að afreksstefnunni enn frekar og auka samtal milli þjálfara og hreyfingarinnar með jöfnuð fyrir alla að leiðarljósi. Ég steig einnig fram í vor og átti stóran þátt í hugmyndinni „Frímínútur“ sem miðar að því að virkja krakka í leik í löngu frímínútunum í skólum landsins.“ „Svo eru það eldri borgararnir en hvað varðar öldungaþáttinn blasa við spennandi verkefni. Ég vil opna og leyfa fleirum að njóta þessa góða starfs sem FRÍ hefur unnið. Þróun og útvíkkun á fjármagnsleiðum er líka sannarlega mjög aðkallandi. Ég ætla samt ekki að segjast ætla að gera hitt og þetta því allt kostar peninga,“ segir Einar sem er spenntur fyrir verkefninu. „Aldrei áður höfum við átt jafnglæsilegan mannauð ungmenna og ég lít á það sem mitt verkefni að koma á auknum verkefnum fyrir hreyfinguna og búa til þjálfarateymi sem hjálpast að,“ segir Einar Vilhjálmsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira