Þarf að skoða yngri leikmenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2014 06:00 Freyr er farinn að huga að undankeppninni fyrir Evrópumótið 2017 eftir tap Íslands gegn Danmörku á Laugardalsvelli á dögunum. Fréttablaðið/pjetur Ísland mætir Ísrael og Serbíu í tveimur síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2015 í Kanada. Leikirnir fara fram 13. og 17. september og verða báðir á Laugardalsvelli. Eftir tapið fyrir Danmörku 21. ágúst á Ísland ekki lengur möguleika á að komast í umspil um sæti á HM, en þrátt fyrir það segir landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson að leikirnir gegn Ísrael og Serbíu séu mikilvægir. „Markmiðið er fyrst og fremst að vinna þessa tvo leiki, fá góða frammistöðu og halda áfram að bæta leik liðsins. Á sama tíma viljum við skoða leikmenn sem hafa spilað minna á árinu, og aðra sem hafa jafnvel ekki spilað neitt,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segist vera farinn að huga að næstu undankeppni – fyrir EM 2017, en í desember verður tilkynnt hvar mótið verður haldið. „Við viljum klára undankeppni HM með sæmd og byrja að undirbúa okkur fyrir EM 2017,“ bætti landsliðsþjálfarinn við, en hann setur stefnuna á að komast beint á EM, en þátttökuþjóðum hefur verið fjölgað úr tólf í sextán. Ísland hefur komist í tvær síðustu lokakeppnir EM; 2009 í Finnlandi og 2013 í Svíþjóð.Eiga afturkvæmt í landsliðið Hópurinn sem Freyr valdi ber þess merki að hann sé farinn að huga að næstu undankeppni. Tveir nýliðar eru í hópnum: markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir úr Breiðabliki og Sigrún Ella Einarsdóttir úr Stjörnunni, en tíu af sextán leikmönnum í hópnum hafa leikið færri en 20 landsleiki. Reyndir leikmenn á borð við Hólmfríði Magnúsdóttur, Ólínu G. Viðarsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni. Aðspurður af hverju þær voru skildar eftir sagði Freyr: „Þessir leikmenn eru búnir að spila fjöldann allan af landsleikjum. Ég veit hvað þær hafa fram að færa og ég veit hvenær ég get nýtt þeirra styrkleika og hverjir veikleikar þeirra eru.“ Landsliðsþjálfarinn bætti við að landsliðsferli þessara leikmanna væri ekki lokið. „Allir þessir leikmenn hafa þjónað landsliðinu gríðarlega vel og það er í þeirra höndum hvort þær halda því áfram eða ekki. Ég er ekki búinn að loka neinum dyrum á þær og þær geta komist aftur í landsliðið. En ég hafði ekki not fyrir að skoða þær í þessum leikjum. Ég þarf að skoða yngri leikmenn sem og leikmenn sem hafa spilað minna.“Leikmenn með mikið sjálfstraust Meðal yngri leikmanna sem Freyr valdi í hópinn er áðurnefnd Sigrún Ella Einarsdóttir. Freyr segir að hún geti nýst landsliðinu vel á næstu árum. „Hún hefur heillað mig í sumar og spilað mjög vel. Hún er klókur og agaður leikmaður sem spilar varnarleikinn vel. Hún hefur mikinn hraða og er svona vængmaður af gamla skólanum, sem getur sótt einn á einn og er með góðar fyrirgjafir. Og ég tel hana geta þroskast í þá átt að verða leikmaður fyrir A-landsliðið.“ Alls eru sjö leikmenn frá nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar í landsliðshópnum. Freyr segir það hafa ýmsa kosti í för með sér. „Það er allavega ekki neikvætt. Þessir leikmenn eru vel þjálfaðir og með mikið sjálfstraust, enda hefur gengi Stjörnunnar verið gott.“Veit að þær geta skorað mörk Þrír leikmenn eru skráðir sem framherjar í landsliðshópnum: Fanndís Friðriksdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Harpa Þorsteinsdóttir, en sú síðastnefnda hefur farið hamförum með Stjörnunni í sumar og skorað 27 mörk í 17 deildar- og bikarleikjum. Harpa hefur þó aðeins skorað sex mörk í 44 landsleikjum, en hún, Fanndís og Guðmunda hafa samtals skorað 11 landsliðsmörk. Freyr segist ekki hafa áhyggjur af markaskorun íslenska liðsins, en viðurkennir þó að það væri gott að hafa markaskorara á borð við Margréti Láru Viðarsdóttur, sem er enn í fríi frá fótbolta eftir barnsburð. „Tölurnar hennar Hörpu með landsliðinu líta ekkert sérstaklega vel út við fyrstu sýn, en ef þú skoðar hversu mikið hún hefur spilað í hverjum leik, þá er það ekkert sérstaklega mikið.“ „Hún er fæddur markaskorari og ég hef ekki áhyggjur af henni. Að sjálfsögðu vildi ég hafa leikmann með tölfræðina hennar Margrétar Láru, en það er ekki í boði. Þetta eru þeir framherjar sem standa fremst hjá okkur í dag, ég hef trú á þeim og veit að þær geta skorað mörk,“ sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira
Ísland mætir Ísrael og Serbíu í tveimur síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2015 í Kanada. Leikirnir fara fram 13. og 17. september og verða báðir á Laugardalsvelli. Eftir tapið fyrir Danmörku 21. ágúst á Ísland ekki lengur möguleika á að komast í umspil um sæti á HM, en þrátt fyrir það segir landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson að leikirnir gegn Ísrael og Serbíu séu mikilvægir. „Markmiðið er fyrst og fremst að vinna þessa tvo leiki, fá góða frammistöðu og halda áfram að bæta leik liðsins. Á sama tíma viljum við skoða leikmenn sem hafa spilað minna á árinu, og aðra sem hafa jafnvel ekki spilað neitt,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segist vera farinn að huga að næstu undankeppni – fyrir EM 2017, en í desember verður tilkynnt hvar mótið verður haldið. „Við viljum klára undankeppni HM með sæmd og byrja að undirbúa okkur fyrir EM 2017,“ bætti landsliðsþjálfarinn við, en hann setur stefnuna á að komast beint á EM, en þátttökuþjóðum hefur verið fjölgað úr tólf í sextán. Ísland hefur komist í tvær síðustu lokakeppnir EM; 2009 í Finnlandi og 2013 í Svíþjóð.Eiga afturkvæmt í landsliðið Hópurinn sem Freyr valdi ber þess merki að hann sé farinn að huga að næstu undankeppni. Tveir nýliðar eru í hópnum: markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir úr Breiðabliki og Sigrún Ella Einarsdóttir úr Stjörnunni, en tíu af sextán leikmönnum í hópnum hafa leikið færri en 20 landsleiki. Reyndir leikmenn á borð við Hólmfríði Magnúsdóttur, Ólínu G. Viðarsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni. Aðspurður af hverju þær voru skildar eftir sagði Freyr: „Þessir leikmenn eru búnir að spila fjöldann allan af landsleikjum. Ég veit hvað þær hafa fram að færa og ég veit hvenær ég get nýtt þeirra styrkleika og hverjir veikleikar þeirra eru.“ Landsliðsþjálfarinn bætti við að landsliðsferli þessara leikmanna væri ekki lokið. „Allir þessir leikmenn hafa þjónað landsliðinu gríðarlega vel og það er í þeirra höndum hvort þær halda því áfram eða ekki. Ég er ekki búinn að loka neinum dyrum á þær og þær geta komist aftur í landsliðið. En ég hafði ekki not fyrir að skoða þær í þessum leikjum. Ég þarf að skoða yngri leikmenn sem og leikmenn sem hafa spilað minna.“Leikmenn með mikið sjálfstraust Meðal yngri leikmanna sem Freyr valdi í hópinn er áðurnefnd Sigrún Ella Einarsdóttir. Freyr segir að hún geti nýst landsliðinu vel á næstu árum. „Hún hefur heillað mig í sumar og spilað mjög vel. Hún er klókur og agaður leikmaður sem spilar varnarleikinn vel. Hún hefur mikinn hraða og er svona vængmaður af gamla skólanum, sem getur sótt einn á einn og er með góðar fyrirgjafir. Og ég tel hana geta þroskast í þá átt að verða leikmaður fyrir A-landsliðið.“ Alls eru sjö leikmenn frá nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar í landsliðshópnum. Freyr segir það hafa ýmsa kosti í för með sér. „Það er allavega ekki neikvætt. Þessir leikmenn eru vel þjálfaðir og með mikið sjálfstraust, enda hefur gengi Stjörnunnar verið gott.“Veit að þær geta skorað mörk Þrír leikmenn eru skráðir sem framherjar í landsliðshópnum: Fanndís Friðriksdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Harpa Þorsteinsdóttir, en sú síðastnefnda hefur farið hamförum með Stjörnunni í sumar og skorað 27 mörk í 17 deildar- og bikarleikjum. Harpa hefur þó aðeins skorað sex mörk í 44 landsleikjum, en hún, Fanndís og Guðmunda hafa samtals skorað 11 landsliðsmörk. Freyr segist ekki hafa áhyggjur af markaskorun íslenska liðsins, en viðurkennir þó að það væri gott að hafa markaskorara á borð við Margréti Láru Viðarsdóttur, sem er enn í fríi frá fótbolta eftir barnsburð. „Tölurnar hennar Hörpu með landsliðinu líta ekkert sérstaklega vel út við fyrstu sýn, en ef þú skoðar hversu mikið hún hefur spilað í hverjum leik, þá er það ekkert sérstaklega mikið.“ „Hún er fæddur markaskorari og ég hef ekki áhyggjur af henni. Að sjálfsögðu vildi ég hafa leikmann með tölfræðina hennar Margrétar Láru, en það er ekki í boði. Þetta eru þeir framherjar sem standa fremst hjá okkur í dag, ég hef trú á þeim og veit að þær geta skorað mörk,“ sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira