Ferðaþjónustuaðilar skipuleggja ferðir á gosstöðvar Sveinn Arnarsson skrifar 2. september 2014 08:15 Ferðaþjónustuaðilar eru farnir að skipuleggja ferðir á svæðið. Fréttablaðið/Egill Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slíkar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokunum og ferðaþjónustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gosstöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu lokaðar ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsendur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lokuðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa tapað miklum fjárhæðum á lokunum vegna skipulagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokunum. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferðaþjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“ Bárðarbunga Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slíkar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokunum og ferðaþjónustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gosstöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu lokaðar ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsendur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lokuðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa tapað miklum fjárhæðum á lokunum vegna skipulagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokunum. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferðaþjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“
Bárðarbunga Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum