Fyrirspurnum áhyggjufullra ferðamanna rignir inn Haraldur Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum hjá hótelrekendum. Vísir/Sveinn Hótelrekendur fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eitthvað er um afbókanir. Starfsmenn Icelandair hafa einnig í nógu að snúast við að svara spurningum áhyggjufullra viðskiptavina. „Það rignir yfir okkur fyrirspurnum í kringum þetta allt saman og fólk hefur eðlilega áhyggjur af sínum ferðaplönum. Það er eitthvað af afbókunum en sem betur fer er það mjög lítið enn sem komið er enda enn flogið til landsins og hringvegurinn opinn,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka hótelkeðjurnar Foss Hótel og Reykjavíkurhótel. Davíð segir jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum og þá sérstaklega hjá þeim hópi ferðamanna sem kaupi ferðir á síðustu stundu. „Ef þetta varir í nokkrar vikur og vofir yfir þá er það nóg fyrir einhverja sem vilja ekki taka áhættuna,“ segir Davíð. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna, tekur í sama streng varðandi bókanir. „Það er of snemmt að tala um umfangið en það hafa margir hringt og haft samband. Það er uggur í fólki og menn velta vöngum yfir því hvort það sé hættuástand og hvort Vatnajökull sé við hliðina á Keflavíkurflugvelli,“ segir Magnea. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að umfjöllun erlendra fjölmiðla um stöðuna í Bárðarbungu hafi áhrif á bókanir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Það er eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig ástandið er þegar til dæmis er sagt frá því að búið sé að rýma eitthvert ákveðið svæði. Þá sér fólk jafnvel fyrir sér aðstæður þar sem verið er að flytja þúsundir manna til með tilheyrandi vandamálum. Við höfum því miklar áhyggjur af þeim tilvikum þar sem verið er að búa til upphrópanir og æsifréttir,“ segir Helga. „Hins vegar sýnir ferðaþjónustan því að sjálfsögðu fullan skilning að það þurfi að rýma svæði og auðvitað er öryggi alltaf ofar fjárhagslegum hagsmunum.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við fjölgun í afbókunum. „Það er mjög mikið spurt enda hefur þetta ratað í fréttir bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og margir hafa eðlilega áhyggjur af stöðunni,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Hótelrekendur fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eitthvað er um afbókanir. Starfsmenn Icelandair hafa einnig í nógu að snúast við að svara spurningum áhyggjufullra viðskiptavina. „Það rignir yfir okkur fyrirspurnum í kringum þetta allt saman og fólk hefur eðlilega áhyggjur af sínum ferðaplönum. Það er eitthvað af afbókunum en sem betur fer er það mjög lítið enn sem komið er enda enn flogið til landsins og hringvegurinn opinn,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka hótelkeðjurnar Foss Hótel og Reykjavíkurhótel. Davíð segir jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum og þá sérstaklega hjá þeim hópi ferðamanna sem kaupi ferðir á síðustu stundu. „Ef þetta varir í nokkrar vikur og vofir yfir þá er það nóg fyrir einhverja sem vilja ekki taka áhættuna,“ segir Davíð. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna, tekur í sama streng varðandi bókanir. „Það er of snemmt að tala um umfangið en það hafa margir hringt og haft samband. Það er uggur í fólki og menn velta vöngum yfir því hvort það sé hættuástand og hvort Vatnajökull sé við hliðina á Keflavíkurflugvelli,“ segir Magnea. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að umfjöllun erlendra fjölmiðla um stöðuna í Bárðarbungu hafi áhrif á bókanir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Það er eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig ástandið er þegar til dæmis er sagt frá því að búið sé að rýma eitthvert ákveðið svæði. Þá sér fólk jafnvel fyrir sér aðstæður þar sem verið er að flytja þúsundir manna til með tilheyrandi vandamálum. Við höfum því miklar áhyggjur af þeim tilvikum þar sem verið er að búa til upphrópanir og æsifréttir,“ segir Helga. „Hins vegar sýnir ferðaþjónustan því að sjálfsögðu fullan skilning að það þurfi að rýma svæði og auðvitað er öryggi alltaf ofar fjárhagslegum hagsmunum.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við fjölgun í afbókunum. „Það er mjög mikið spurt enda hefur þetta ratað í fréttir bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og margir hafa eðlilega áhyggjur af stöðunni,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira