Gerðu árás á bílalest Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. ágúst 2014 23:19 Bílalest með hjálpargögn. Úkraínumenn fengu að leita í rússneskri bílalest með hjálpargögn. Vísir/AFP Rússneska bílalestin sem sögð var eiga að flytja hjálpargögn til Úkraínu beið við landamærin í gær og fengu Úkraínumenn heimild til að leita í henni. Óvíst var hvenær þeirri leit lyki. Úkraínski herinn gerði hins vegar árás í fyrrinótt á rússneskar herbifreiðar sem höfðu fylgt bílalestinni en héldu að sögn Úkraínustjórnar inn yfir landamærin til Úkraínu. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti fullyrti þetta í gær og Úkraínuher sagði herbifreiðarnar hafa verið eyðilagðar með öllu. Rússnesk stjórnvöld neita því hins vegar að herlið frá þeim hafi farið yfir landamærin. Laurent Corbaz, yfirmaður hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins í Evrópu, sagði að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um að rússnesku flutningabifreiðarnar fengju að fara yfir landamærin til Úkraínu, en aðeins ein í einu og enginn nema einn ökumaður yrði í hverri bifreið. Starfsmenn Rauða krossins tækju þar við hjálpargögnunum og dreifðu þeim í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði án herfylgdar. Átökin í austanverðri Úkraínu, sem hófust síðla vetrar, hafa nú kostað nærri 2.100 manns lífið. Hörðust hafa átökin verið á allra síðustu vikum. Ástandið hefur verið einna verst í borginni Luhansk, sem hefur verið að mestu án vatns og rafmagns auk þess sem símasamband er afar stopult. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað verið sakaðir um að kynda undir ólgunni í austanverðri Úkraínu og aðstoða uppreisnarmenn, sem vilja margir hverjir aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland. Til stendur að utanríkiráðherrar Úkraínu og Rússlands hittist í Berlín á morgun, ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands. „Við þurfum að ræða saman,“ sagði Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu sinni í gær. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær, og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Evrópusambandið myndi líta á allar einhliða hernaðaraðgerðir af hálfu Rússa í Úkraínu, undir hvaða yfirskini sem það er, þar á meðal undir yfirskini mannúðaraðstoðar, sem gróft brot á alþjóðalögum.“ Úkraína Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Rússneska bílalestin sem sögð var eiga að flytja hjálpargögn til Úkraínu beið við landamærin í gær og fengu Úkraínumenn heimild til að leita í henni. Óvíst var hvenær þeirri leit lyki. Úkraínski herinn gerði hins vegar árás í fyrrinótt á rússneskar herbifreiðar sem höfðu fylgt bílalestinni en héldu að sögn Úkraínustjórnar inn yfir landamærin til Úkraínu. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti fullyrti þetta í gær og Úkraínuher sagði herbifreiðarnar hafa verið eyðilagðar með öllu. Rússnesk stjórnvöld neita því hins vegar að herlið frá þeim hafi farið yfir landamærin. Laurent Corbaz, yfirmaður hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins í Evrópu, sagði að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um að rússnesku flutningabifreiðarnar fengju að fara yfir landamærin til Úkraínu, en aðeins ein í einu og enginn nema einn ökumaður yrði í hverri bifreið. Starfsmenn Rauða krossins tækju þar við hjálpargögnunum og dreifðu þeim í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði án herfylgdar. Átökin í austanverðri Úkraínu, sem hófust síðla vetrar, hafa nú kostað nærri 2.100 manns lífið. Hörðust hafa átökin verið á allra síðustu vikum. Ástandið hefur verið einna verst í borginni Luhansk, sem hefur verið að mestu án vatns og rafmagns auk þess sem símasamband er afar stopult. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað verið sakaðir um að kynda undir ólgunni í austanverðri Úkraínu og aðstoða uppreisnarmenn, sem vilja margir hverjir aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland. Til stendur að utanríkiráðherrar Úkraínu og Rússlands hittist í Berlín á morgun, ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands. „Við þurfum að ræða saman,“ sagði Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu sinni í gær. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær, og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Evrópusambandið myndi líta á allar einhliða hernaðaraðgerðir af hálfu Rússa í Úkraínu, undir hvaða yfirskini sem það er, þar á meðal undir yfirskini mannúðaraðstoðar, sem gróft brot á alþjóðalögum.“
Úkraína Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira