Lítið miðar í friðarátt á Gasa Bjarki Ármannsson skrifar 9. ágúst 2014 08:30 Ísraelsher hefur gert rúmlega 5.000 loftárásir á Gasasvæðið undanfarinn mánuð. Nordicphotos/AFP Átök á Gasasvæðinu hófust að nýju í gærmorgun eftir þriggja sólarhringa vopnahlé. Eldflaugaárásir frá Gasa á Ísrael hófust að nýju aðeins nokkrum mínútum eftir að vopnahléinu lauk klukkan fimm um nótt að íslenskum tíma. Liðsmenn Hamas hafa hvorki staðfest né neitað að fyrstu árásirnar hafi komið frá þeim. Þeir segjast reiðubúnir að halda áfram friðarviðræðum í Kaíró. Ísraelsher kennir samtökunum aftur á móti um að hefja átökin á ný og svaraði með röð loftárása á Gasa. „Það eru engar forsendur fyrir viðræðum eftir að Hamas rauf vopnahléið,“ sagði Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. „Það verður ekki samið á meðan á átökum stendur.“ Fundur milli samningamanna frá Egyptalandi og Palestínu stóð yfir alla nóttina áður en vopnahléinu átti að ljúka án árangurs. Hamasliðar vilja að Ísraelsher aflétti umsátrinu um Gasa en segja að þeir muni ekki leggja niður vopn. Ísraelsmenn segjast ekki vilja aflétta umsátrinu nema Hamas afvopnist. Árásir Ísraelsmanna á Gasasvæðið hafa nú staðið yfir í mánuð. Nærri tvö þúsund íbúar á svæðinu hafa látið lífið og tugir þúsunda lent á vergangi. Gasa Tengdar fréttir Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju. 7. ágúst 2014 14:44 Loft- og eldflaugaárásir aftur hafnar á Gasa Þriggja sólarhringa vopnahléi lauk í morgun. 8. ágúst 2014 10:17 Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður. 7. ágúst 2014 07:21 Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00 Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi. 5. ágúst 2014 07:00 Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52 Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10 Heldur dregur úr mannfalli á Gaza Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza. 4. ágúst 2014 18:49 Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið. 5. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Átök á Gasasvæðinu hófust að nýju í gærmorgun eftir þriggja sólarhringa vopnahlé. Eldflaugaárásir frá Gasa á Ísrael hófust að nýju aðeins nokkrum mínútum eftir að vopnahléinu lauk klukkan fimm um nótt að íslenskum tíma. Liðsmenn Hamas hafa hvorki staðfest né neitað að fyrstu árásirnar hafi komið frá þeim. Þeir segjast reiðubúnir að halda áfram friðarviðræðum í Kaíró. Ísraelsher kennir samtökunum aftur á móti um að hefja átökin á ný og svaraði með röð loftárása á Gasa. „Það eru engar forsendur fyrir viðræðum eftir að Hamas rauf vopnahléið,“ sagði Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. „Það verður ekki samið á meðan á átökum stendur.“ Fundur milli samningamanna frá Egyptalandi og Palestínu stóð yfir alla nóttina áður en vopnahléinu átti að ljúka án árangurs. Hamasliðar vilja að Ísraelsher aflétti umsátrinu um Gasa en segja að þeir muni ekki leggja niður vopn. Ísraelsmenn segjast ekki vilja aflétta umsátrinu nema Hamas afvopnist. Árásir Ísraelsmanna á Gasasvæðið hafa nú staðið yfir í mánuð. Nærri tvö þúsund íbúar á svæðinu hafa látið lífið og tugir þúsunda lent á vergangi.
Gasa Tengdar fréttir Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju. 7. ágúst 2014 14:44 Loft- og eldflaugaárásir aftur hafnar á Gasa Þriggja sólarhringa vopnahléi lauk í morgun. 8. ágúst 2014 10:17 Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður. 7. ágúst 2014 07:21 Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00 Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi. 5. ágúst 2014 07:00 Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52 Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10 Heldur dregur úr mannfalli á Gaza Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza. 4. ágúst 2014 18:49 Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið. 5. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju. 7. ágúst 2014 14:44
Loft- og eldflaugaárásir aftur hafnar á Gasa Þriggja sólarhringa vopnahléi lauk í morgun. 8. ágúst 2014 10:17
Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður. 7. ágúst 2014 07:21
Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00
Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi. 5. ágúst 2014 07:00
Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52
Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10
Heldur dregur úr mannfalli á Gaza Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza. 4. ágúst 2014 18:49
Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið. 5. ágúst 2014 07:00