Sveitarfélögin axli meiri ábyrgð Ingimar Einarsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Ísland sker sig úr hópi norrænu ríkjanna m.t.t. þess að hér eru heilbrigðismál að stærstum hluta verkefni ríkisins. Annars staðar á Norðurlöndum er þessi málaflokkur aðallega á hendi sveitarfélaga og svæðisstjórna. Hér á landi telur hluti landsmanna að bæði fagleg og fjárhagsleg rök styðji að fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sé með öðrum hætti en í nágrannalöndunum. Aðrir álíta að valddreifing í heilbrigðisþjónustu sé nauðsynleg til að leysa úr læðingi frumkvæði og framþróun. Þessi sjónarmið takast sífellt á en síðustu áratugina hefur miðstýringin haft yfirhöndina og ekki virðist mikilla breytinga að vænta í náinni framtíð. Það vekur jafnframt athygli að þrátt fyrir sameiningar sjúkrahúsa og aðrar breytingar á heilbrigðisþjónustu í grannríkjunum er heilsugæslu að mestu haldið uppi af sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Þeir eru áfram hliðverðir heilbrigðiskerfisins. Í öllum þessum löndum er mikil ánægja meðal almennings, starfsmanna og stjórnvalda með heilbrigðisþjónustuna. Gæði, öryggi og mönnun er í góðu lagi. Allir eru sammála um að heilbrigðismál, og þá sérstaklega heilsugæsla, hljóti að teljast til nærþjónustu sem eðlilega sé á ábyrgð sveitarfélaga og héraðsstjórna. Á Íslandi blása aðrir vindar.Vindar sameiningar Þann 9. júlí s.l. gaf heilbrigðisráðherra út reglugerð um frekari sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni frá og með 1. október nk. og nær hún nú til heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi. Þetta er endapunktur á ferli sem hófst í ársbyrjun 1999 með sameiningu allra heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa á Austfjörðum í eina heilbrigðisstofnun, Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Þar á eftir fylgdu Suðurnes, Höfuðborgarsvæðið og Vesturland. Fyrirhuguðum sameiningum var frestað í lok síðasta árs við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2014 og var það gert í því skyni að hafa frekara samráð við heimamenn. Ekki er þó að sjá að heilbrigðisyfirvöld og einstök sveitarfélög hafi, það sem af er þessu ári, talað mikið saman eða lagt mikla vinnu í að útfæra og ná samstöðu um hugmyndir sínar um framtíðarskipan heilbrigðismála á landsbyggðinni.Nærþjónusta Yfirstandandi breytingar eru eftir sem áður á skjön við þau áform sem uppi voru um miðjan tíunda áratug síðustu aldar um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sbr. lög nr. 87/1994 um reynslusveitarfélög. Í framhaldi af þeirri lagasetningu var samið við tvö sveitarfélög, Hornafjarðarbæ og Akureyri, um að taka að sér heilsugæslu og öldrunarmál og samþætta þá starfsemi félagslegri þjónustu þessara sveitarfélaga. Hugmyndin var sú að afla reynslu af þessu fyrirkomulagi og leggja hana til grundvallar ákvörðunum um almennan flutning verkefna til sveitarfélaganna. Yfirtaka og samþætting fyrrgreindra málaflokka tókst mjög vel og stuðlaði m.a. að því að tekið hefur verið heildstætt á málefnum einstakra öryrkja, atvinnulausra og fólks með félagsleg vandamál. Þetta, og margt annað, reyndist auðveldara eftir að heilsugæslan var orðin hluti af þjónustu og stjórnsýslu þessara bæjarfélaga. Heilbrigðisyfirvöld voru samt ekki tilbúin að stíga skrefið til fulls.Heildarsýn Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins er margþættur og snýr ekki aðeins að sameiningu heilbrigðisstofnana í þremur heilbrigðisumdæmum. Heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir risavöxnum viðfangsefnum sem erfitt verður að leysa án aukinna fjárveitinga, tækja- og tæknivæðingar og byggingar nútímalegs háskólasjúkrahúss. Ekki verður heldur gengið fram hjá heilsugæslunni ef tryggja á nægjanlega góða lýðheilsu til framtíðar. Þau skoðanaskipti sem átt hafa sér stað milli heilbrigðisráðherra og sveitarstjórnarmanna að undanförnu eru því miður aðeins ein birtingarmynd þess að hvorki liggur fyrir skýr framtíðarsýn né áætlun um hvernig ná megi mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Efling heilbrigðiskerfisins er ekki aðeins spurning um forgangsröðun málaflokka. Öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi verður að byggja á traustum efnahagslegum grundvelli og aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Sömuleiðis er brýnt að ráðist verði í endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og farið sérstaklega yfir hvernig sveitarfélög geti eins og annars staðar á Norðurlöndum staðið undir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Til þess að auðvelda það verk er mikilvægt að sveitarstjórnarstiginu verði markaðir sérstakir tekjustofnar. Þannig geta sveitarstjórnir tekið sér aukið vald og borið aukna ábyrgð sem væri bæði til hagsbóta fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Ef ekkert verður að gert mun heilbrigðisþjónustan áfram verða í fjötrum miðstýringar um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðun Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland sker sig úr hópi norrænu ríkjanna m.t.t. þess að hér eru heilbrigðismál að stærstum hluta verkefni ríkisins. Annars staðar á Norðurlöndum er þessi málaflokkur aðallega á hendi sveitarfélaga og svæðisstjórna. Hér á landi telur hluti landsmanna að bæði fagleg og fjárhagsleg rök styðji að fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sé með öðrum hætti en í nágrannalöndunum. Aðrir álíta að valddreifing í heilbrigðisþjónustu sé nauðsynleg til að leysa úr læðingi frumkvæði og framþróun. Þessi sjónarmið takast sífellt á en síðustu áratugina hefur miðstýringin haft yfirhöndina og ekki virðist mikilla breytinga að vænta í náinni framtíð. Það vekur jafnframt athygli að þrátt fyrir sameiningar sjúkrahúsa og aðrar breytingar á heilbrigðisþjónustu í grannríkjunum er heilsugæslu að mestu haldið uppi af sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Þeir eru áfram hliðverðir heilbrigðiskerfisins. Í öllum þessum löndum er mikil ánægja meðal almennings, starfsmanna og stjórnvalda með heilbrigðisþjónustuna. Gæði, öryggi og mönnun er í góðu lagi. Allir eru sammála um að heilbrigðismál, og þá sérstaklega heilsugæsla, hljóti að teljast til nærþjónustu sem eðlilega sé á ábyrgð sveitarfélaga og héraðsstjórna. Á Íslandi blása aðrir vindar.Vindar sameiningar Þann 9. júlí s.l. gaf heilbrigðisráðherra út reglugerð um frekari sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni frá og með 1. október nk. og nær hún nú til heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi. Þetta er endapunktur á ferli sem hófst í ársbyrjun 1999 með sameiningu allra heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa á Austfjörðum í eina heilbrigðisstofnun, Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Þar á eftir fylgdu Suðurnes, Höfuðborgarsvæðið og Vesturland. Fyrirhuguðum sameiningum var frestað í lok síðasta árs við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2014 og var það gert í því skyni að hafa frekara samráð við heimamenn. Ekki er þó að sjá að heilbrigðisyfirvöld og einstök sveitarfélög hafi, það sem af er þessu ári, talað mikið saman eða lagt mikla vinnu í að útfæra og ná samstöðu um hugmyndir sínar um framtíðarskipan heilbrigðismála á landsbyggðinni.Nærþjónusta Yfirstandandi breytingar eru eftir sem áður á skjön við þau áform sem uppi voru um miðjan tíunda áratug síðustu aldar um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sbr. lög nr. 87/1994 um reynslusveitarfélög. Í framhaldi af þeirri lagasetningu var samið við tvö sveitarfélög, Hornafjarðarbæ og Akureyri, um að taka að sér heilsugæslu og öldrunarmál og samþætta þá starfsemi félagslegri þjónustu þessara sveitarfélaga. Hugmyndin var sú að afla reynslu af þessu fyrirkomulagi og leggja hana til grundvallar ákvörðunum um almennan flutning verkefna til sveitarfélaganna. Yfirtaka og samþætting fyrrgreindra málaflokka tókst mjög vel og stuðlaði m.a. að því að tekið hefur verið heildstætt á málefnum einstakra öryrkja, atvinnulausra og fólks með félagsleg vandamál. Þetta, og margt annað, reyndist auðveldara eftir að heilsugæslan var orðin hluti af þjónustu og stjórnsýslu þessara bæjarfélaga. Heilbrigðisyfirvöld voru samt ekki tilbúin að stíga skrefið til fulls.Heildarsýn Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins er margþættur og snýr ekki aðeins að sameiningu heilbrigðisstofnana í þremur heilbrigðisumdæmum. Heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir risavöxnum viðfangsefnum sem erfitt verður að leysa án aukinna fjárveitinga, tækja- og tæknivæðingar og byggingar nútímalegs háskólasjúkrahúss. Ekki verður heldur gengið fram hjá heilsugæslunni ef tryggja á nægjanlega góða lýðheilsu til framtíðar. Þau skoðanaskipti sem átt hafa sér stað milli heilbrigðisráðherra og sveitarstjórnarmanna að undanförnu eru því miður aðeins ein birtingarmynd þess að hvorki liggur fyrir skýr framtíðarsýn né áætlun um hvernig ná megi mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Efling heilbrigðiskerfisins er ekki aðeins spurning um forgangsröðun málaflokka. Öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi verður að byggja á traustum efnahagslegum grundvelli og aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Sömuleiðis er brýnt að ráðist verði í endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og farið sérstaklega yfir hvernig sveitarfélög geti eins og annars staðar á Norðurlöndum staðið undir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Til þess að auðvelda það verk er mikilvægt að sveitarstjórnarstiginu verði markaðir sérstakir tekjustofnar. Þannig geta sveitarstjórnir tekið sér aukið vald og borið aukna ábyrgð sem væri bæði til hagsbóta fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Ef ekkert verður að gert mun heilbrigðisþjónustan áfram verða í fjötrum miðstýringar um ókomna tíð.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun