Það var orðin algjör pína að fara í sturtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2014 08:00 Mist Edvardsdóttir sýndi nýju hárgreiðsluna sína á Fésbókinni í vikunni. Mynd/Úr einkasafni Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð. Mist hefur spilað 814 af 990 mögulegum mínútum í boði hjá Valsliðinu í Pepsi-deildinni í sumar og var aðeins búin að missa úr 24 mínútur þegar hún fékk rautt spjald í leik á móti Þór/KA á dögunum. „Ég hafði náð að spila alla leiki þangað til að Garðar Örn tók sig til og sendi mig í bann,“ segir Mist í léttum tón en það var Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson sem gaf henni rauða spjaldið á 28. mínútu í leiknum við norðanstúlkur. Mist missti þar með af sínum fyrsta deildarleik í síðustu umferð þegar hún tók út leikbann í leik á móti Aftureldingu.Spilar og æfir á fullu „Mér hefur tekist að spila og æfa á fullu. Ég finn aðeins fyrir þessu þegar þetta er orðið erfiðara en ég er heppin að vera miðvörður og þurfa ekki að hlaupa eins mikið og miðjumennirnir. Ég finn helst mun á því að formið er aðeins verra,“ segir Mist. Hún er á fullu í lyfjameðferð og fram undan er fyrsta vísbending um það hvernig gengur. „Þetta gengur þokkalega. Ég er búin með fjórar lyfjagjafir af sextán og er að fara aftur út til Danmerkur í jáeindaskönnun númer tvö sem er fyrsta myndataka eftir að ég byrjaði í lyfjagjöfinni. Ég fer í það í næstu viku og þá kemur í ljós hver staðan er á þessu því þá fær maður að vita það svart á hvítu hvernig það gengur allt,“ sagði Mist um stöðu mála hjá sér.Heppin ef hún gæti æft Það að dómarinn hafi stoppað hana en ekki lyfjagjöfin er til marks um hinn mikla viljastyrk og ákveðni sem þessi öflugi leikmaður býr yfir. „Mér var sagt áður en ég byrjaði í lyfjameðferðinni að ég yrði heppin ef ég gæti æft og ég yrði örugglega að hætta að spila strax. Ég hef ekki ennþá fundið neitt þannig fyrir því. Ég æfi á fullu og spila bara. Það er algjör snilld. Þrjóskan hjálpar samt örugglega til,“ viðurkennir Mist.Skönnun í Danmörku Mist þarf að fara til Danmerkur í næstu viku og missir hugsanlega af einum leik vegna þess. „Ég fer í þriggja daga ferð til að fara í skönnunina og kem heim sama dag og við spilum á móti Blikum. Ég veit ekki hvort ég verð með í þeim leik en eins og staðan er núna þá tek ég þetta bara einn dag í einu. Ég ætla samt að vera með þangað til líkaminn segir stopp og vonandi gerir hann það ekkert,“ segir hún. Mist hefur ekki misst af leikjum eða mörgum æfingum en hárið þurfti hins vegar að fjúka. „Það var farið að þynnast svo rosalega á mér hárið. Ég fór að finna fyrir því fyrir tveimur til þremur vikum að hárið var farið að losna rosalega mikið. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu því það komu bara hárboltar úr burstanum þegar ég var að greiða mér,“ segir Mist sem lét taka hárið í byrjun vikunnar. „Ég gerði samning við sjálfa mig um að þrauka fram yfir verslunarmannahelgi og pantaði svo bara tíma hjá vinkonu minni í klippingu í fyrsta tíma eftir verslunarmannahelgi,“ segir Mist.Fær stuðning úr öllum áttum Hún hefur alltaf verið tilbúin að ræða baráttu sína opinberlega og hún hefur fengið góð viðbrögð við því. „Það hjálpar mér bara í þessari baráttu og ég er fyrir vikið að fá stuðning úr öllum áttum,“ segir Mist að lokum. Næsti leikur Valsliðsins er á móti ÍA í kvöld sem verður fyrsti leikur miðvarðarins með nýju klippinguna sína. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð. Mist hefur spilað 814 af 990 mögulegum mínútum í boði hjá Valsliðinu í Pepsi-deildinni í sumar og var aðeins búin að missa úr 24 mínútur þegar hún fékk rautt spjald í leik á móti Þór/KA á dögunum. „Ég hafði náð að spila alla leiki þangað til að Garðar Örn tók sig til og sendi mig í bann,“ segir Mist í léttum tón en það var Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson sem gaf henni rauða spjaldið á 28. mínútu í leiknum við norðanstúlkur. Mist missti þar með af sínum fyrsta deildarleik í síðustu umferð þegar hún tók út leikbann í leik á móti Aftureldingu.Spilar og æfir á fullu „Mér hefur tekist að spila og æfa á fullu. Ég finn aðeins fyrir þessu þegar þetta er orðið erfiðara en ég er heppin að vera miðvörður og þurfa ekki að hlaupa eins mikið og miðjumennirnir. Ég finn helst mun á því að formið er aðeins verra,“ segir Mist. Hún er á fullu í lyfjameðferð og fram undan er fyrsta vísbending um það hvernig gengur. „Þetta gengur þokkalega. Ég er búin með fjórar lyfjagjafir af sextán og er að fara aftur út til Danmerkur í jáeindaskönnun númer tvö sem er fyrsta myndataka eftir að ég byrjaði í lyfjagjöfinni. Ég fer í það í næstu viku og þá kemur í ljós hver staðan er á þessu því þá fær maður að vita það svart á hvítu hvernig það gengur allt,“ sagði Mist um stöðu mála hjá sér.Heppin ef hún gæti æft Það að dómarinn hafi stoppað hana en ekki lyfjagjöfin er til marks um hinn mikla viljastyrk og ákveðni sem þessi öflugi leikmaður býr yfir. „Mér var sagt áður en ég byrjaði í lyfjameðferðinni að ég yrði heppin ef ég gæti æft og ég yrði örugglega að hætta að spila strax. Ég hef ekki ennþá fundið neitt þannig fyrir því. Ég æfi á fullu og spila bara. Það er algjör snilld. Þrjóskan hjálpar samt örugglega til,“ viðurkennir Mist.Skönnun í Danmörku Mist þarf að fara til Danmerkur í næstu viku og missir hugsanlega af einum leik vegna þess. „Ég fer í þriggja daga ferð til að fara í skönnunina og kem heim sama dag og við spilum á móti Blikum. Ég veit ekki hvort ég verð með í þeim leik en eins og staðan er núna þá tek ég þetta bara einn dag í einu. Ég ætla samt að vera með þangað til líkaminn segir stopp og vonandi gerir hann það ekkert,“ segir hún. Mist hefur ekki misst af leikjum eða mörgum æfingum en hárið þurfti hins vegar að fjúka. „Það var farið að þynnast svo rosalega á mér hárið. Ég fór að finna fyrir því fyrir tveimur til þremur vikum að hárið var farið að losna rosalega mikið. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu því það komu bara hárboltar úr burstanum þegar ég var að greiða mér,“ segir Mist sem lét taka hárið í byrjun vikunnar. „Ég gerði samning við sjálfa mig um að þrauka fram yfir verslunarmannahelgi og pantaði svo bara tíma hjá vinkonu minni í klippingu í fyrsta tíma eftir verslunarmannahelgi,“ segir Mist.Fær stuðning úr öllum áttum Hún hefur alltaf verið tilbúin að ræða baráttu sína opinberlega og hún hefur fengið góð viðbrögð við því. „Það hjálpar mér bara í þessari baráttu og ég er fyrir vikið að fá stuðning úr öllum áttum,“ segir Mist að lokum. Næsti leikur Valsliðsins er á móti ÍA í kvöld sem verður fyrsti leikur miðvarðarins með nýju klippinguna sína.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira