Logi hélt upp á 100 leikja tímamótin sín með sögulegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2014 09:00 Logi Gunnarsson blómstraði í tímamótaleiknum. Mynd/KKÍ Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið vann fjórtán stiga sigur á Lúxemborg í æfingaleik í fyrrakvöld. Logi hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. Logi sker sig nefnilega úr á meðal þeirra tólf sem hafa komist í hundrað leikja klúbbinn en enginn þeirra hefur bæði verið stigahæstur og fagnað sigri í hundraðasta landsleiknum sínum. Logi varð fjórði leikmaðurinn sem nær því að verða stigahæstur í sínum hundraðasta landsleik en því náðu einnig þeir Valur Ingimundarson, Guðmundur Bragason og Falur Harðarson. Þeir náðu því hins vegar allir í tapleik. Jón Sigurðsson varð fyrsti meðlimur klúbbsins í ársbyrjun 1982 en 23 stigin hans dugðu aðeins til að verða þriðji stigahæstur í 21 stigs sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni. Logi Gunnarsson er í fjórða sæti yfir flest stig í hundraðasta landsleiknum á eftir Vali Ingimundarsyni (24 stig – 14.5 maí 1989), Jóni Sigurðssyni (23 – 6. janúar 1982) og Teiti Örlygssyni (22 – 19. maí 1997) og aðeins Herbert Arnarson hefur sett niður fleiri þrista í slíkum tímamótaleik en Logi skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Logi hefur ekki skorað meira í landsleik síðan sumarið 2011 eða í síðustu tuttugu landsleikjum sínum og hafði aðeins skorað samtals 20 stig í síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Peters Öqvist. Logi fann sig hins vegar mjög vel í fyrsta leiknum undir stjórn Craigs Pedersen og vonandi verður framhald á því en Ísland mætir Lúxemborg aftur í æfingaleik í dag.Stigahæstir í 100. landsleiknum Valur Ingimundarson - 14.5.1989 í tapi á móti Ungverjalandi (24 stig) Guðmundur Bragason - 23.5.1995 í tapi á móti Sviss (16 stig) Falur Harðarson - 1.12.1999 í tapi á móti Slóveníu (16 stig) Logi Gunnarsson - 31.7.2014 í sigri á móti Lúxemborg (19 stig)Flest stig í hundraðasta landsleiknum 24 - Valur Ingimundarson 23 - Jón Sigurðsson 22 - Teitur Örlygsson 19 - Logi Gunnarsson 17 - Torfi Magnússon 17 - Herbert Arnarson 16 - Guðmundur Bragason 16 - Falur Harðarson 12 - Guðjón Skúlason 3 - Jón Arnar Ingvarsson 2 - Jón Kr. Gíslason 2 - Friðrik StefánssonFlestir þristar í hundraðasta landsleiknum 5 - Herbert Arnarson 4 - Teitur Örlygsson 4 - Falur Harðarson 4 - Logi Gunnarsson 2 - Valur Ingimundarson 2 - Guðjón Skúlason 1 - Jón Arnar IngvarssonÍ sigurliði í hundraðasta landsleiknum Jón Sigurðsson - 6. janúar 1982 á móti Portúgal Torfi Magnússon - 28. apríl 1985 á móti Lúxemborg Jón Kr. Gíslason - 25. maí 1991 á móti Lúxemborg Teitur Örlygsson - 19. maí 1997 á móti Noregi Herbert Arnarson - 31. maí 2001 á móti Möltu Friðrik Stefánsson - 7. júní 2007 á móti Mónakó Logi Gunnarsson - 31. júlí 2014 á móti Lúxemborg Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00 Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið vann fjórtán stiga sigur á Lúxemborg í æfingaleik í fyrrakvöld. Logi hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. Logi sker sig nefnilega úr á meðal þeirra tólf sem hafa komist í hundrað leikja klúbbinn en enginn þeirra hefur bæði verið stigahæstur og fagnað sigri í hundraðasta landsleiknum sínum. Logi varð fjórði leikmaðurinn sem nær því að verða stigahæstur í sínum hundraðasta landsleik en því náðu einnig þeir Valur Ingimundarson, Guðmundur Bragason og Falur Harðarson. Þeir náðu því hins vegar allir í tapleik. Jón Sigurðsson varð fyrsti meðlimur klúbbsins í ársbyrjun 1982 en 23 stigin hans dugðu aðeins til að verða þriðji stigahæstur í 21 stigs sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni. Logi Gunnarsson er í fjórða sæti yfir flest stig í hundraðasta landsleiknum á eftir Vali Ingimundarsyni (24 stig – 14.5 maí 1989), Jóni Sigurðssyni (23 – 6. janúar 1982) og Teiti Örlygssyni (22 – 19. maí 1997) og aðeins Herbert Arnarson hefur sett niður fleiri þrista í slíkum tímamótaleik en Logi skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Logi hefur ekki skorað meira í landsleik síðan sumarið 2011 eða í síðustu tuttugu landsleikjum sínum og hafði aðeins skorað samtals 20 stig í síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Peters Öqvist. Logi fann sig hins vegar mjög vel í fyrsta leiknum undir stjórn Craigs Pedersen og vonandi verður framhald á því en Ísland mætir Lúxemborg aftur í æfingaleik í dag.Stigahæstir í 100. landsleiknum Valur Ingimundarson - 14.5.1989 í tapi á móti Ungverjalandi (24 stig) Guðmundur Bragason - 23.5.1995 í tapi á móti Sviss (16 stig) Falur Harðarson - 1.12.1999 í tapi á móti Slóveníu (16 stig) Logi Gunnarsson - 31.7.2014 í sigri á móti Lúxemborg (19 stig)Flest stig í hundraðasta landsleiknum 24 - Valur Ingimundarson 23 - Jón Sigurðsson 22 - Teitur Örlygsson 19 - Logi Gunnarsson 17 - Torfi Magnússon 17 - Herbert Arnarson 16 - Guðmundur Bragason 16 - Falur Harðarson 12 - Guðjón Skúlason 3 - Jón Arnar Ingvarsson 2 - Jón Kr. Gíslason 2 - Friðrik StefánssonFlestir þristar í hundraðasta landsleiknum 5 - Herbert Arnarson 4 - Teitur Örlygsson 4 - Falur Harðarson 4 - Logi Gunnarsson 2 - Valur Ingimundarson 2 - Guðjón Skúlason 1 - Jón Arnar IngvarssonÍ sigurliði í hundraðasta landsleiknum Jón Sigurðsson - 6. janúar 1982 á móti Portúgal Torfi Magnússon - 28. apríl 1985 á móti Lúxemborg Jón Kr. Gíslason - 25. maí 1991 á móti Lúxemborg Teitur Örlygsson - 19. maí 1997 á móti Noregi Herbert Arnarson - 31. maí 2001 á móti Möltu Friðrik Stefánsson - 7. júní 2007 á móti Mónakó Logi Gunnarsson - 31. júlí 2014 á móti Lúxemborg
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00 Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30
Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00
Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00