Hætta ferðamanna á smiti hverfandi Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Læknir án landamæra. Hlífðarbúnaður settur upp í Donka-sjúkrahúsinu í Conakry í Gíneu. Nordicphotos/AFP Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. Veiran breiddist fljótlega út til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fjölgar nú hratt. „Samkvæmt síðustu upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur alls 1.201 einstaklingur veikst af völdum veirunnar, þar af hafa 672 látist,“ segir í umfjöllun landlæknis. 21. til 23. júlí var tilkynnt um 108 tilfelli frá löndunum þremur, flest í Síerra Leóne. „Smitleiðir ebólaveirunnar eru með snertismiti, það er með beinni snertingu við blóð og aðra líkamsvessa fólks sem hefur veikst eða látist af völdum veirunnar. Einnig er hægt að smitast af hlutum sem nýlega hafa mengast með líkamsvessum sjúklinga sem og lifandi og dauðum villtum dýrum.“ Þeir sem hafa orðið fyrir smiti eru fyrst og fremst sagðir þeir sem annast sjúklinga og eru þar fjölskyldumeðlimir og heilbrigðisstarfsmenn í mestri hættu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins mæla ekki gegn ferðalögum til landanna þar sem ebólasmit hefur komið upp, enda sé smithætta ferðamanna hverfandi lítil.Ráð til ferðalanga á ebólaslóðumHeilbrigðisyfirvöld mælast til þess að ferðafólk í löndum þar sem ebóla hefur komið upp forðist beina snertingu við blóð eða aðra líkamsvessa frá einstaklingi sem hefur smitast eða er með einkenni ebólasýkingar; snertingu við lifandi eða dauð, villt dýr eða hrátt eða ófullnægjandi hitameðhöndlað kjöt villtra dýra; óvarin kynmök við einstakling með ebólasýkingu í að minnsta kosti sjö vikur eftir að veikindin gengu yfir; og snertingu við sérhvern hlut sem mengast hefur af blóði eða öðrum líkamsvessum sjúklings.Meðgöngutími sjúkdómsins, það er tími frá smiti þar til einkenni koma í ljós, er tveir til 21 dagur. Á þeim tíma er einstaklingurinn ekki smitandi því smit getur einungis borist frá þeim sem eru með einkenni sýkingarinnar eða eru látnir af völdum hennar. Ebóla Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. Veiran breiddist fljótlega út til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fjölgar nú hratt. „Samkvæmt síðustu upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur alls 1.201 einstaklingur veikst af völdum veirunnar, þar af hafa 672 látist,“ segir í umfjöllun landlæknis. 21. til 23. júlí var tilkynnt um 108 tilfelli frá löndunum þremur, flest í Síerra Leóne. „Smitleiðir ebólaveirunnar eru með snertismiti, það er með beinni snertingu við blóð og aðra líkamsvessa fólks sem hefur veikst eða látist af völdum veirunnar. Einnig er hægt að smitast af hlutum sem nýlega hafa mengast með líkamsvessum sjúklinga sem og lifandi og dauðum villtum dýrum.“ Þeir sem hafa orðið fyrir smiti eru fyrst og fremst sagðir þeir sem annast sjúklinga og eru þar fjölskyldumeðlimir og heilbrigðisstarfsmenn í mestri hættu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins mæla ekki gegn ferðalögum til landanna þar sem ebólasmit hefur komið upp, enda sé smithætta ferðamanna hverfandi lítil.Ráð til ferðalanga á ebólaslóðumHeilbrigðisyfirvöld mælast til þess að ferðafólk í löndum þar sem ebóla hefur komið upp forðist beina snertingu við blóð eða aðra líkamsvessa frá einstaklingi sem hefur smitast eða er með einkenni ebólasýkingar; snertingu við lifandi eða dauð, villt dýr eða hrátt eða ófullnægjandi hitameðhöndlað kjöt villtra dýra; óvarin kynmök við einstakling með ebólasýkingu í að minnsta kosti sjö vikur eftir að veikindin gengu yfir; og snertingu við sérhvern hlut sem mengast hefur af blóði eða öðrum líkamsvessum sjúklings.Meðgöngutími sjúkdómsins, það er tími frá smiti þar til einkenni koma í ljós, er tveir til 21 dagur. Á þeim tíma er einstaklingurinn ekki smitandi því smit getur einungis borist frá þeim sem eru með einkenni sýkingarinnar eða eru látnir af völdum hennar.
Ebóla Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent