Trúin getur flutt fjöll Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2014 08:00 Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram gegn Motherwell með mögnuðu marki. Fréttablaðið/Daníel „Við erum spenntir – ekkert of spenntir samt,“ segir Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið, en Stjörnumenn mæta Lech Poznan frá Póllandi í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Gengi Stjörnunnar í hennar fyrstu Evrópukeppni hefur verið ævintýri líkast, en liðið er búið að leggja velska liðið Bangor að velli sem og skoska liðið Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra á eftir Celtic.Vildu mun fleiri miða „Við erum algjörlega pressulausir og því er bara gaman að spila þessa leiki,“ segir Atli, sem sjálfur er reyndur þegar kemur að Evrópuleikjum eftir að hafa spilað með ÍBV og KR áður en hann kom til Stjörnunnar. „Ég á einhverja 13 eða 14 leiki núna – alveg hokinn af reynslu á íslenskum mælikvarða,“ segir hann léttur. „Maður er bara virkilega spenntur fyrir þessum leik enda höfum við engu að tapa.“ Spennan fyrir leiknum er eðlilega mikil í Garðabænum, en uppselt er á völlinn. Stjarnan tók þó ákvörðun um að spila leikinn á Samsung-vellinum þrátt fyrir að hafa getað fyllt hann fjórum sinnum bara með stuðningsmönnum Poznan. „Þeir báðu um 4.000 miða fyrir stuðningsmennina sína. Þeir eru ekki alveg að átta sig á aðstæðum hérna,“ segir Atli, en Poznan-liðið hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og varð síðast meistari fyrir fjórum árum. Það hefur á undanförnum misserum velgt stórliðum á borð við Man. City og Juventus undir uggum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þetta er gott lið, en möguleikarnir eru alveg fyrir hendi. Við erum búnir að sjá klippur af þeim og þeir eru með ákveðna veikleika sem hægt er að nýta sér. Ætli við beitum ekki svipaðri taktík og á móti Motherwell; liggjum til baka og verjum okkar mark. Það gekk kannski ekkert frábærlega á móti Skotunum, en við fengum fullt af færum og unnum það einvígi sanngjarnt fannst mér,“ segir Atli.Kraftaverkin gerast Eðlilega er Atli bjartsýnn enda sjálfstraustið mikið í Stjörnuliðinu sem er aðeins búið að tapa einum leik í allt sumar; gegn Þrótti í bikarnum. Atli skoraði svo auðvitað þetta magnaða sigurmark gegn Motherwell með skoti af 30 metra færi. „Það er svona þegar kraftaverkin gerast. Svona skot hafa oft flogið yfir gervigrasvöllinn sem er fyrir aftan aðalvöllinn. Mikið lifandis ósköp var sætt að sjá boltann inni,“ segir Atli, en hann bendir á að gott gengi í Evrópu haldist í hendur við velgengni í deildinni. „Mín reynsla af Evrópukeppnum er að ef maður spilar á móti betri leikmönnum verður maður betri sjálfur. Þegar maður vinnur svona leiki vex sjálfstraustið og samverkandi þættir verða til þess að sjálfstraustið er í botni. Trúin getur flutt fjöll,“ segir hann.Barátta stuðningsmanna Stuðningsmenn Lech Poznan eru frábærir og svo frægir fyrir stuðning sinn að fagnaðarlæti hafa verið nefnd eftir þeim. Þegar stuðningsmenn snúa baki í völlinn, halda utan um hver annan og hoppa upp og niður heitir „að taka Poznan“. Þetta gerðu þeir frægt í leik gegn Manchester City. Silfurskeiðin mun því eiga fullt í fangi með að verja sitt heimavígi. „Motherwell-menn létu vel í sér heyra og þessir verða öflugir líka. Þetta verður bara gaman. Það er uppselt og leikurinn rétt fyrir byrjun verslunarmannahelgarinnar,“ segir Atli. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
„Við erum spenntir – ekkert of spenntir samt,“ segir Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið, en Stjörnumenn mæta Lech Poznan frá Póllandi í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Gengi Stjörnunnar í hennar fyrstu Evrópukeppni hefur verið ævintýri líkast, en liðið er búið að leggja velska liðið Bangor að velli sem og skoska liðið Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra á eftir Celtic.Vildu mun fleiri miða „Við erum algjörlega pressulausir og því er bara gaman að spila þessa leiki,“ segir Atli, sem sjálfur er reyndur þegar kemur að Evrópuleikjum eftir að hafa spilað með ÍBV og KR áður en hann kom til Stjörnunnar. „Ég á einhverja 13 eða 14 leiki núna – alveg hokinn af reynslu á íslenskum mælikvarða,“ segir hann léttur. „Maður er bara virkilega spenntur fyrir þessum leik enda höfum við engu að tapa.“ Spennan fyrir leiknum er eðlilega mikil í Garðabænum, en uppselt er á völlinn. Stjarnan tók þó ákvörðun um að spila leikinn á Samsung-vellinum þrátt fyrir að hafa getað fyllt hann fjórum sinnum bara með stuðningsmönnum Poznan. „Þeir báðu um 4.000 miða fyrir stuðningsmennina sína. Þeir eru ekki alveg að átta sig á aðstæðum hérna,“ segir Atli, en Poznan-liðið hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og varð síðast meistari fyrir fjórum árum. Það hefur á undanförnum misserum velgt stórliðum á borð við Man. City og Juventus undir uggum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þetta er gott lið, en möguleikarnir eru alveg fyrir hendi. Við erum búnir að sjá klippur af þeim og þeir eru með ákveðna veikleika sem hægt er að nýta sér. Ætli við beitum ekki svipaðri taktík og á móti Motherwell; liggjum til baka og verjum okkar mark. Það gekk kannski ekkert frábærlega á móti Skotunum, en við fengum fullt af færum og unnum það einvígi sanngjarnt fannst mér,“ segir Atli.Kraftaverkin gerast Eðlilega er Atli bjartsýnn enda sjálfstraustið mikið í Stjörnuliðinu sem er aðeins búið að tapa einum leik í allt sumar; gegn Þrótti í bikarnum. Atli skoraði svo auðvitað þetta magnaða sigurmark gegn Motherwell með skoti af 30 metra færi. „Það er svona þegar kraftaverkin gerast. Svona skot hafa oft flogið yfir gervigrasvöllinn sem er fyrir aftan aðalvöllinn. Mikið lifandis ósköp var sætt að sjá boltann inni,“ segir Atli, en hann bendir á að gott gengi í Evrópu haldist í hendur við velgengni í deildinni. „Mín reynsla af Evrópukeppnum er að ef maður spilar á móti betri leikmönnum verður maður betri sjálfur. Þegar maður vinnur svona leiki vex sjálfstraustið og samverkandi þættir verða til þess að sjálfstraustið er í botni. Trúin getur flutt fjöll,“ segir hann.Barátta stuðningsmanna Stuðningsmenn Lech Poznan eru frábærir og svo frægir fyrir stuðning sinn að fagnaðarlæti hafa verið nefnd eftir þeim. Þegar stuðningsmenn snúa baki í völlinn, halda utan um hver annan og hoppa upp og niður heitir „að taka Poznan“. Þetta gerðu þeir frægt í leik gegn Manchester City. Silfurskeiðin mun því eiga fullt í fangi með að verja sitt heimavígi. „Motherwell-menn létu vel í sér heyra og þessir verða öflugir líka. Þetta verður bara gaman. Það er uppselt og leikurinn rétt fyrir byrjun verslunarmannahelgarinnar,“ segir Atli.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira