Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg 29. júlí 2014 07:00 Jón Arnór verður ekki með íslenska landsliðinu í Lúxemborg. Vísir/ Jón Arnór Stefánsson verður ekki með körfuboltalandsliðinu í æfingaferðinni til Lúxemborgar, en strákarnir halda utan á miðvikudaginn og leika tvo vináttulandsleiki við heimamenn á fimmtudag og föstudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2015, en Ísland er í riðli með Bosníu og Bretlandi og leikur heima og að heiman við hvora þjóð. „Hann fær frí af persónulegum ástæðum,“ segir Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, við Fréttablaðið sem hefur lista yfir landsliðshópinn undir höndum. KKÍ birtir hann svo formlega í dag. Allir bestu körfuknattleiksmenn þjóðarinnar eru með fyrir utan Jakob Örn Sigurðarson sem sagði Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum að hann vildi taka sér hvíld frá landsliðinu og huga að fjölskyldunni. „Jón Arnór spilar þessa leiki,“ ítrekar Arnar sem segir íslenska liðið eiga tækifæri á að komast á EM, en tveir sigrar á löskuðu, en þó sterku, liði Breta verða mögulega nóg. „Við eigum séns. Það er mjög ólíklegt að NBA-leikmenn Breta verði með og það voru miklir peningar teknir úr körfuboltanum eftir Ólympíuleikana,“ segir Arnar, en NBA-leikmennirnir eru Luol Deng, leikmaður Miami Heat og Joel Freeland hjá Portland Trailblazers. Bosnía er með lið á heimsmælikvarða og þykir ólíklegt að okkar strákar nái að stríða því. Bretarnir eru skotmarkið, en leikirnir við þá verða ekkert grín þótt liðið sé ekki jafnsterkt og fyrir tveimur árum. „Þarna eru leikmenn sem spila í ACB-deildinni á Spáni. Þetta er alvöru lið þó að það vanti tvo menn. Áhuginn á körfubolta er að aukast í Bretlandi og þetta verður í fyrsta skipti sem sýnt er beint frá leikjum í undankeppni EM,“ segir Arnar. Eins og sjá má á leikmannahópi íslenska liðsins eru allir atvinnumenn Íslands nema tveir; Jakob Örn og Ægir Þór Steinarsson. Sigurður Þorvaldsson er kominn aftur í liðið frá síðustu undankeppni og þá eru Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson í hópnum ásamt ungstirnunum Elvari Má Friðrikssyni og Martin Hermannssyni.Hópurinn sem fer til Lúxemborg: Ólafur Ólafsson, Grindavík Haukur Helgi Pálsson, Breogan Elvar Már Friðriksson, Njarðvík Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli Martin Hermannsson, KR Axel Kárason, Værlöse Ragnar Nathanaelsson, Sundsvall Dragons Hörður Axel Vilhjálmsson, MBC Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson verður ekki með körfuboltalandsliðinu í æfingaferðinni til Lúxemborgar, en strákarnir halda utan á miðvikudaginn og leika tvo vináttulandsleiki við heimamenn á fimmtudag og föstudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2015, en Ísland er í riðli með Bosníu og Bretlandi og leikur heima og að heiman við hvora þjóð. „Hann fær frí af persónulegum ástæðum,“ segir Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, við Fréttablaðið sem hefur lista yfir landsliðshópinn undir höndum. KKÍ birtir hann svo formlega í dag. Allir bestu körfuknattleiksmenn þjóðarinnar eru með fyrir utan Jakob Örn Sigurðarson sem sagði Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum að hann vildi taka sér hvíld frá landsliðinu og huga að fjölskyldunni. „Jón Arnór spilar þessa leiki,“ ítrekar Arnar sem segir íslenska liðið eiga tækifæri á að komast á EM, en tveir sigrar á löskuðu, en þó sterku, liði Breta verða mögulega nóg. „Við eigum séns. Það er mjög ólíklegt að NBA-leikmenn Breta verði með og það voru miklir peningar teknir úr körfuboltanum eftir Ólympíuleikana,“ segir Arnar, en NBA-leikmennirnir eru Luol Deng, leikmaður Miami Heat og Joel Freeland hjá Portland Trailblazers. Bosnía er með lið á heimsmælikvarða og þykir ólíklegt að okkar strákar nái að stríða því. Bretarnir eru skotmarkið, en leikirnir við þá verða ekkert grín þótt liðið sé ekki jafnsterkt og fyrir tveimur árum. „Þarna eru leikmenn sem spila í ACB-deildinni á Spáni. Þetta er alvöru lið þó að það vanti tvo menn. Áhuginn á körfubolta er að aukast í Bretlandi og þetta verður í fyrsta skipti sem sýnt er beint frá leikjum í undankeppni EM,“ segir Arnar. Eins og sjá má á leikmannahópi íslenska liðsins eru allir atvinnumenn Íslands nema tveir; Jakob Örn og Ægir Þór Steinarsson. Sigurður Þorvaldsson er kominn aftur í liðið frá síðustu undankeppni og þá eru Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson í hópnum ásamt ungstirnunum Elvari Má Friðrikssyni og Martin Hermannssyni.Hópurinn sem fer til Lúxemborg: Ólafur Ólafsson, Grindavík Haukur Helgi Pálsson, Breogan Elvar Már Friðriksson, Njarðvík Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli Martin Hermannsson, KR Axel Kárason, Værlöse Ragnar Nathanaelsson, Sundsvall Dragons Hörður Axel Vilhjálmsson, MBC Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KR
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira